Tenglar

21. janúar 2016

Guðbirni pósti sagt upp

Póstdreifingardögum í Reykhólahreppi fækkar um helming frá og með 1. mars og verður pósti upp frá því dreift tvo daga í viku aðra vikuna og þrjá daga hina. Reyndar er komið á þriðja ár síðan hætt var að dreifa pósti lengra en í Bjarkalund nema þrjá daga í viku og hefur öll Gufudalssveitin auk Kinnarstaða og Hofsstaða búið við þá tilhögun síðan. Pósti verður áfram komið til Flateyjar með sama hætti og verið hefur, eða tvisvar í viku frá Stykkishólmi.

...
Meira
Ólína Kristín Jónsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Ólína Kristín Jónsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Lið Reykhólahrepps og Reykjavíkurborgar keppa í annarri umferð Útsvars í Sjónvarpinu annað kvöld, föstudag, og hefst leikurinn kl. 20. Þarna er um að ræða fámennasta sveitarfélagið í keppninni og það fjölmennasta (270 íbúar á móti 122.000). Hvað víðerni snertir er Reykhólahreppur hins vegar miklu stærri (1.090 ferkílómetrar á móti 273). Hvorugt ætti þó að skipta máli þegar inn á völlinn er komið. Lið Reykhólahrepps skipa (í stafrófsröð) Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós heldur rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 16 og 18 á sunnudag, 24. janúar. Orðið rekstrasjón var á sínum tíma notað um skemmtanir með dansi og kaffiveitingum, sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum, og núna ætlar kórinn að bjóða upp á skemmtun af því tagi. Gulli Bjarna og Guðmundur Ragnar spila á nikkurnar, Steini Fúsa stjórnar rosalegu bögglauppboði og veitingar verða til sölu gegn vægu gjaldi.

...
Meira
Engjahefillinn á Landbúnaðarsafninu.
Engjahefillinn á Landbúnaðarsafninu.
1 af 3

Á vef Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri greinir frá engjahefli, einum af elstu gripum þess. Hann er eins konar þúfnaskeri, með honum skyldi reyna að skafa smáþýfi og nabba af engjalöndum svo beita mætti sláttuvél á landið. Hefillinn kom í safnið árið 1940 en talið er að hann hafi verið keyptur til landsins um 1930. „Raunar vitum við ekkert um uppruna hans eða tegund. Nema það að hann er nær örugglega útlendur,“ segir á vef safnsins.

...
Meira
Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.
Samstarfssveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.

Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að taka höndum saman um að stuðla að eflingu atvinnulífs og þar með byggðar á svæði sínu. Sveitarfélögin hafa um árabil haft með sér samstarf af margvíslegum toga. Samgöngubætur um Arnkötludal hafa styrkt svæðið betur sem heild og skapað tækifæri til enn frekari samvinnu, sem skilað gæti byggðunum meiri árangri en ella. Sveitarfélögin standa jafnframt frammi fyrir þeim sameiginlegu áskorunum að bæta þjónustu, samgöngur og fjarskipti og aðra grunngerð til að búa sem best í haginn fyrir fyrirtæki og íbúa.

...
Meira
Þorrablótsnefndin 2016.
Þorrablótsnefndin 2016.

Þorrablót Reykhólahrepps er alveg að bresta á, verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld. Í dag, miðvikudag, er síðasti dagurinn til að panta miða hjá blótsnefndarkonunum Ingibjörgu Birnu (896 3629) og Ólafíu (861 3633). Þorramaturinn verður í höndum Lions undir stjórn Ingvars Samúelssonar matráðs en hljómsveitin Glæstar vonir frá Bíldudal spilar á ballinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.30.

...
Meira

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur áherslu á að farið verði í ítarlega skoðun á rekstri Bs. Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og fundin leið til hagræðingar, þannig að aðildarsveitarfélögin séu ekki að greiða kostnað umfram þau framlög sem fást frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta var bókað á fundi bæjarráðs í gær. Lagt var fram bréf frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, þar sem Vesturbyggð er gert að greiða 1,8 millj. króna vegna viðbótarframlags fyrir síðasta ár til reksturs samlagsins.

...
Meira

Komnar eru hér inn á vefinn allmargar gjaldskrár fyrir árið 2016, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum. Um er að ræða gjaldskrár fyrir Grettislaug, tjaldsvæðið á Reykhólum, bókasafnið, leikskóladeild Reykhólaskóla, mötuneyti Reykhólahrepps, útleigu á húsakynnum Reykhólaskóla og útleigu á íþróttahúsinu á Reykhólum.

...
Meira
20. janúar 2016

Blessað veri grasið

Frá Skógum í Þorskafirði. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Frá Skógum í Þorskafirði. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.

„Segja má að þarna sé samofin saga þjóðar, lands og gróðurs, ljóð okkar merkustu skálda um efnið tengd með frábærum texta Andrésar Arnalds, eins okkar fremsta landgræðslumanns, í heildræna mynd frá landnámi til okkar daga. Segi menn svo að landvernd, gróðurvernd, menning og ljóðsnilld eigi ekki samleið.“

...
Meira
Erla Björk Jónsdóttir.
Erla Björk Jónsdóttir.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var samþykktur samningur um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu Alta við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Er búið að samþykkja sameiningu? Á endalaust að leyfa þessu fyrirtæki að mjólka umrædd sveitarfélög?

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30