Tenglar

Allt í hers höndum ...
Allt í hers höndum ...
1 af 5

Miklar framkvæmdir standa yfir í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum þessar vikurnar; segja má að þar sé allt meira og minna undirlagt. Afgreiðsla Landsbankans sem er þar að öllu venjulegu á miðvikudögum hefur verið lokuð þennan mánuð en verður opnuð á nýjan leik á mánudaginn eftir viku. Verið er að útbúa tvær skrifstofur úr rýminu hægra megin við innganginn og lagfæra aðgengi fatlaðs fólks inni í húsinu. Í haust var aðgengið inn í húsið lagfært. Núna eru hurðagöt inn að afgreiðslunni víkkuð og jafnframt verða mjög rúmar dyr inn í báðar nýju skrifstofurnar. Tækifærið er notað til að gera við veggi og mála öll húsakynnin.

...
Meira
17. janúar 2016

Um 20 kíló á mann

Skýringarmynd með greininni.
Skýringarmynd með greininni.

Þessar vikurnar stendur yfir gerð nýrra búvörusaminga á milli bænda og ríkisins. Í þeim hluta er snýr að sauðfjárrækt er lagt mikið kapp á að efla og auka framlegð greinarinnar út frá núverandi forsendum; þ.e. að framleiða lambakjöt. Samkvæmt fjárlögum 2016 má reikna með að um 50 milljarðar renni til sauðfjárræktarinnar yfir samningstímann, eða um 5 milljarðar árlega. Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um framtíðarmöguleika greinarinnar. Landvinningar erlendis heilla og veðjað skal á markað kröfuharðra neytenda lífrænna afurða. Minna fer fyrir umræðu um hvernig kindakjötsneysla hefur þróast innanlands undanfarna áratugi og því ekki úr vegi að hnykkja aðeins á henni.

...
Meira
15. janúar 2016

Þorrablótið á Reykhólum

Sýnishorn úr forsmekknum.
Sýnishorn úr forsmekknum.

Þorrablót Reykhólahrepps 2016 verður í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 23. janúar, annan dag þorramánaðar. Hljómsveitin Glæstar vonir frá Bíldudal spilar á ballinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.30. Miðapantanir hjá Ingibjörgu Birnu í síma 896 3629 og Ólafíu í síma 861 3633. Líka er hægt að panta miða á Facebooksíðu blótsins.

...
Meira
María Maack líffræðingur.
María Maack líffræðingur.

María Maack á Reykhólum, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og áhugamanneskja um náttúruvernd og umhverfismál, ætlar að skrifa öðru hverju stutta pistla hér á vefinn um þessi hugðarefni sín undir yfirskriftinni Skot Soffíu frænku, sem reyndar má skilja á ólíka vegu. „Ég hef verið að hugleiða svo margt sem snertir umhverfismál og hvernig við getum notað innfallandi öldu af alþjóðlegum pælingum um aðgerðir til að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg í loftslagsmálum,“ segir hún.

...
Meira
13. janúar 2016

Íslenskt, já takk?

Einar Freyr Elínarson.
Einar Freyr Elínarson.

Eins og margir vita eru væntanlegir nýir búvörusamningar milli ríkis og bænda. Þessir samningar munu ákvarða starfsskilyrði landbúnaðarins og bændur hafa beðið þeirra með nokkurri eftirvæntingu. Það hefur verið mörgum bændum erfitt að vita ekki hvað tekur við þegar skrifað verður undir nýja samninga. Margir hafa haldið að sér höndum við framkvæmdir og sérstaklega við kaup á kvóta. Óvissan gerir áætlanagerð til langs tíma í búrekstrinum erfiða og ómarkvissa. Það ríkir því mikil spenna hjá okkur bændum um þessar mundir.

...
Meira
Frá Ríad, höfuðborg Saudi-Arabíu. Ljósm. Wikipedia.
Frá Ríad, höfuðborg Saudi-Arabíu. Ljósm. Wikipedia.

Það voru fyrst Sovétríkin um 1980 og síðar Bandaríkin árið 2001 sem réðust á Afganistan og bera mikla ábyrgð á upplausninni í landinu síðustu 30 árin. Það var bandalag hinna viljugu þjóða með Bandaríkin og ýmis Evrópuríki í fararbroddi, með stuðningi Íslands, sem réðust á Írak árið 2003. Það voru sömu aðilar sem steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu. Ýmis vestræn ríki hafa staðið fyrir loftárásum í Sýrlandi. Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi er skilgetið afkvæmi afskipta þessara aðila og hryðjuverk þeirra beinast að Evrópuríkjum. Vanhugsuð hernaðarafskipti hafa vakið upp ástand sem Evrópuríkin súpa nú seyðið af. Þau uppskera eins og sáð var til. Evrópuríkin geta ekki neitað að liðsinna fólkinu sem þjáist vegna gerða þeirra.

...
Meira
Jónatan, Helga Þórey og Óskar Bjarni.
Jónatan, Helga Þórey og Óskar Bjarni.
1 af 5

Í vetur bættist þriggja manna fjölskylda í hóp Reykhólabúa, þau Helga Þórey Sigurlínudóttir og Jónatan Jónsson ásamt ungum syni sínum, Óskari Bjarna. „Okkur hafði um nokkurn tíma langað að flytja úr erli og ys höfuðborgarinnar, bæði til að losna undan íþyngjandi leiguverði þar en ekki síður til að losna við stressið sem virðist leggjast eins og mara yfir mann í hvert skipti sem maður fer að nálgast höfuðstaðinn.“

...
Meira

Eldriborgarabingó verður í setustofunni á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á mánudagskvöldið og byrjar klukkan hálfátta. Kvöldkaffi eins og venjulega á viðburðunum á mánudögum, kostar ekkert inn. „Bara létt stemmning fyrir allt (h)eldra fólk,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, sem annast margvíslegt félagsstarf í héraðinu.

...
Meira

Ýmsar vísbendingar eru um að heilsa fólks sé lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og vísbendingar eru um mögulegar vangreiningar á sjúkdómum á meðgöngu hjá konum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er dánartíðni lítils háttar hærri vegna hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins samanborið við konur innan þess.

...
Meira

Póstdreifingardögum í Reykhólahreppi fækkar um helming frá og með 1. mars, samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef Íslandspósts í dag. Þetta gildir þó ekki í Flatey, sjá hér neðar. Núna er póstinum dreift alla virka daga en eftir breytinguna verður honum dreift annan hvern virkan dag, þ.e. til skiptis þrisvar í viku (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga) og tvisvar í viku (þriðjudaga og fimmtudaga).

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30