Póstdreifing að lágmarki einu sinni í viku
„Frumvarpið um opnun póstmarkaða kveður á um að eftir sem áður ber hinu opinbera skylda til þess að tryggja aðgengi notenda að lágmarks-póstþjónustu, þ.e. alþjónustu. Í frumvarpinu eru ákvæði sem tryggja, að geti markaðsaðilar ekki veitt alþjónustu á markaðsforsendum sé hægt að grípa inn í með því að bjóða út þjónustuna eða útnefna alþjónustuveitanda ef ekki er talið hagkvæmt og skilvirkt að bjóða þjónustuna út.“ Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins til innanríkisráðherra, um það hvort ráðherra óttist ekki að með afnámi einkaréttar muni póstþjónusta á landsbyggðinni versna enn meir.
...Meira