Tenglar

„Frumvarpið um opnun póstmarkaða kveður á um að eftir sem áður ber hinu opinbera skylda til þess að tryggja aðgengi notenda að lágmarks-póstþjónustu, þ.e. alþjónustu. Í frumvarpinu eru ákvæði sem tryggja, að geti markaðsaðilar ekki veitt alþjónustu á markaðsforsendum sé hægt að grípa inn í með því að bjóða út þjónustuna eða útnefna alþjónustuveitanda ef ekki er talið hagkvæmt og skilvirkt að bjóða þjónustuna út.“ Þetta kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins til innanríkisráðherra, um það hvort ráðherra óttist ekki að með afnámi einkaréttar muni póstþjónusta á landsbyggðinni versna enn meir.

...
Meira
1. febrúar 2016

Slæmt fyrir byggðir landsins

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist skilja vel þær áhyggjur sem sveitarfélögin á landsbyggðinni hafa af skertri póstþjónustu. Málið muni væntanlega lenda inni á borði stjórnar sambandsins. „Þetta er slæmt fyrir byggðir landsins.“

...
Meira

Þau áform Íslandspósts að fækka dreifingardögum á pósti í dreifbýli mæta harðri andstöðu á landsbyggðinni. Talað er um skerðingu á þjónustu og mismunun eftir búsetu. Hafa sum sveitarfélög óskað eftir fundi með forráðamönnum fyrirtækisins, önnur skora á Íslandspóst að endurskoða áform sín, sem snerta um 6.500 heimili á landsbyggðinni, eða nærri 5% allra heimila í landinu. Póst- og fjarskiptastofnun (P&F) hefur lagt blessun sína yfir þessi áform og vísar þar til heimildar í nýlegri reglugerðarbreytingu innanríkisráðuneytisins.

...
Meira
Klóþang (ascophyllum nodosum).
Klóþang (ascophyllum nodosum).

„Ég met nokkuð góðar líkur á að af þessu verði, miðað við þær upplýsingar sem við höfum frá þessum aðilum“„ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um áform fyrirtækisins Deltagen Iceland og Matís um að koma upp þörungaverksmiðju í Stykkishólmi. Deltagen Iceland er dótturfyrirtæki írska fyrirtækisins Marigot sem meðal annars rekur Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal. Matís er samstarfsaðili þess við verkefnið. Hugmyndin er að safna þangi og þörungum í Breiðafirði og gera úr þeim þykkni sem flutt verður út í tönkum eða brúsum. Það er notað sem áburður á akra og einnig unnið úr þeim fæðubótarefni og efni í húðkrem og hugsanlega lyf í framtíðinni.

...
Meira

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, segir að viðvarandi hætta sé á að bakterían sem veldur kverkeitlabólgu í hestum berist til landsins. Hún er alvarlegur hrossasjúkdómur sem er landlægur í grannlöndunum. Sigríður segir að sjúkdómurinn geti borist til landsins með sama hætti og smitandi hósti, sem lamaði hestamennsku og hrossarækt hér fyrir fáeinum árum. Kverkeitlabólgan er enn alvarlegri hrossasjúkdómur.

...
Meira

Séu kýr með verki einhvers staðar eiga þær auðvitað ekki sérlega auðvelt með að láta vita um slíkt. Nú hafa danskir vísindamenn sett fram handhægar leiðbeiningar svo finna megi kýr með verki og gefa þeim þá verkjastillandi. Það má nefnilega sjá það á svipbrigðum kýrinnar hvort hún sé þjökuð af verkjum eða ekki. Svipbrigðin eru nánast alltaf eins á milli kúa og þess vegna er hægt að búa til kvarða sem segir til um hversu miklir verkirnir eru.

...
Meira

Horfa þarf til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings. Þetta segir í ályktun fundar Félags þingeyskra kúabænda. Þar er lýst áhyggjum félagsmanna út af drögum að samningi um búvörur, en þau voru kynnt bændum í samninganefnd nýlega. Fundarmenn telja helstu annmarka núverandi kerfis vera viðskiptin með greiðslumarkið. Hægt sé að sníða annmarkana af því kerfi án þess að það sé aflagt.

...
Meira
Reykhólakirkjan gamla á Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan.
Reykhólakirkjan gamla á Rauðasandi. Ljósm. Sögusmiðjan.
1 af 3

Jónas Ragnarsson nefnir í dálkinum Þetta gerðist í Morgunblaðinu í dag, að liðin eru fimmtíu ár síðan kirkjan í Saurbæ (Bæ) á Rauðasandi fauk. „Þetta var eitt versta norðaustanveður sem vitað var um.“ Hvað kemur það Reykhólavefnum við? mætti spyrja. Jú, þetta kirkjufok, þar sem ekkert stóð eftir nema predikunarstóllinn, varð til þess að önnur kirkja, sem sjálf hafði fokið en verið endurbyggð, var flutt vestur á Rauðasand og reist þar í stað þeirrar sem fauk.

...
Meira
Karakúl-sauðkind. Wikipedia.
Karakúl-sauðkind. Wikipedia.

Sauðfjárveikivarnir eru veikar beggja vegna í Reykhólahreppi. Reykhólahreppur er hreint svæði og þarf að að huga að því. MAST-girðingin liggur niðri og sauðfé leitar vestur til Barðastrandar í Vesturbyggð, heyjað er sunnan Gilsfjarðar í Dalabyggð og heyið flutt yfir sauðfjárveikivarnalínu inn á svæði Reykhólahrepps. – Þetta er meðal þess sem bókað var í almennum umræðum á fyrsta fundi dreifbýlisnefndar Reykhólahrepps, sem hér var greint frá.

...
Meira
Frá lagningunni á Ströndum í haust. Strandir.is / Jón Jónsson.
Frá lagningunni á Ströndum í haust. Strandir.is / Jón Jónsson.

Hringtenging ljósleiðara, baráttumál í mörg ár vegna netöryggis á Vestfjarðakjálkanum, er í uppnámi eftir tilboð Mílu í lagningu ljósleiðara um Ísafjarðardjúp milli Nauteyrar og Súðavíkur. Míla átti eina tilboðið og hljóðar það upp á 369,5 milljónir króna, eða liðlega 270 prósent yfir kostnaðaráætlun, sem var 136,3 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að á fjárlögum hafi verið gert ráð fyrir 248 milljónum króna samanlagt vegna þessarar tengingar í Ísafjarðardjúpi og tenginga fyrir Drangsnes, Kópasker og Raufarhöfn. „Þegar það kemur 370 milljóna króna tilboð bara í Djúpið, þá er ljóst að verkefnið er í uppnámi,“ segir Aðalsteinn.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30