Tenglar

26. janúar 2016

Sorphirða tefst

Sorphirðubíllinn sem átti að koma í Reykhólahrepp í dag samkvæmt áætlun er bilaður og kemst hvergi. Greint verður frá því hér þegar hann er væntanlegur.

...
Meira
Morgunn við höfnina á Hólmavík. Ljósm. © Jón Halldórsson.
Morgunn við höfnina á Hólmavík. Ljósm. © Jón Halldórsson.

Barnamenningarhátíð Vestfjarða verður haldin í fyrsta skipti 14.-20. mars í Strandabyggð í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög. Markmið hennar er að efla og styrkja menningu barna og unglinga á Vestfjörðum og á hún að vera bæði fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. „Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sérþekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar af ýmsu tagi,“ segir um þetta á vef Strandabyggðar.

...
Meira

Ný sex kvölda lota í félagsvistinni hjá Barðstrendingafélaginu hefst annað kvöld, mánudag, og verður síðan spilað annan hvern mánudag. Fyrir hvert kvöld eru veitt verðlaun fyrir flesta og fæsta slagi. Ekki eru það peningaverðlaun heldur það sem stjórnanda dettur í hug hverju sinni; ostakörfur, bækur, geisladiskar, kaffikörfur o.s.frv. Boðið er upp á kaffi og kex nema á lokakvöldinu, þegar hefð er að hafa kaffi og ástarpunga. „Við leggjum áherslu á létta og góða stemmningu og að allir séu velkomnir að spila, bæði vanir og óvanir,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins.

...
Meira
24. janúar 2016

Hattablót í Tjarnarlundi

Þorrablót Umf. Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ um næstu helgi, eða laugardagskvöldið 30. janúar. Hattaþema, Siggi Finnur sér um matinn og síðan verður dansleikur með B4 fram á nótt. Húsið opnað kl. 20, borðhaldið hefst kl. 20.30.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans í Stjórnsýsluhúsinu á Reykhólum verður opnuð á nýjan leik á morgun, mánudag, eftir hlé síðan fyrir áramót vegna framkvæmda í húsinu. Opið verður á sama tíma og venjulega eða kl. 13-16.

...
Meira
Finnur, Eiríkur, Bolli, Egill og Bjarni töframaður. Myndina tók hirðljósmyndari verksmiðjunnar.
Finnur, Eiríkur, Bolli, Egill og Bjarni töframaður. Myndina tók hirðljósmyndari verksmiðjunnar.
1 af 2

Þegar Þörungaverksmiðjan á Reykhólum endurnýjaði fyrir skömmu sjúkrabörur í skipi sínu Gretti var tækifærið notað og líka keyptar börur handa björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi. Þær voru afhentar við hátíðlega athöfn á kaffistofu verksmiðjunnar og var fyrri myndin tekin við það tækifæri.

...
Meira
Dalli, Kristján Gauti og Ólína.
Dalli, Kristján Gauti og Ólína.
1 af 14

Þátttöku Reykhólahrepps í Útsvari lauk (a.m.k. að þessu sinni) í kvöld þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir liði Reykjavíkurborgar í annarri umferð. Keppnin var tvísýn lengi vel en lið borgarinnar gerði það gott alveg í blálokin og úrslitin urðu 70-52. Lið Reykhólahrepps skipuðu þau Guðjón Dalkvist Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu. Símavinur var Jóhanna Dalkvist, dóttir Dalla.

...
Meira
Sauðfjársetur á Ströndum: Frá hrútaþuklinu á síðasta sumri.
Sauðfjársetur á Ströndum: Frá hrútaþuklinu á síðasta sumri.
1 af 2

Tvö vestfirsk menningarverkefni eru meðal þeirra tíu sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina 2016, leiklistarhátíðin Act Alone og Sauðfjársetur á Ströndum. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að þessum verðlaunum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

...
Meira
María Maack (reyndar ekki um hávetur).
María Maack (reyndar ekki um hávetur).

Um áramótin strengdi Inga nýársheit: Hún ætlar að skilja skrjóðinn eftir heima og ganga í vinnuna. Hún fær um 30 mínútna leikfimi daglega. Og bíltonnið hennar eyðir þar með ekki bensíni þann daginn. Inga sefur betur, börnin á leikskólanum fá betra loft og við hin getum notið betur þagnar og náttúruhljóða.

...
Meira

Landsleikurinn í lestri, Allir lesa, hefst í dag, bóndadag, og stendur allan þorrann eða til konudags 21. febrúar. Hann felst í því að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum. Allar tegundir bóka eru gjaldgengar. Engu máli skiptir hvernig bækur eru lesnar eða hvort um er að ræða prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók. Hér er átt við allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30