Tenglar

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð við Faxafen laugardaginn 23. janúar. Borðhaldið hefst stundvíslega kl. 19.30 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr. Tindatríóið annast veislustjórn. Hljómsveitin Traustir vinir leikur fyrir dansi.

...
Meira
Reynir Halldórsson.
Reynir Halldórsson.

Reynir Halldórsson frá Hríshóli í Reykhólasveit er níræður á sunnudag, 10. janúar. Í tilefni þess efnir hann til kaffiboðs á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal kl. 15 á afmælisdaginn. Allir sem vilja koma og gleðjast með honum eru velkomnir.

...
Meira

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar á Facebooksíðu sinni um verðlagningu á einum lítra af mjólk og einum lítra af vatni í Hagkaupum í Kringlunni og birtir mynd með, því til staðfestingar. Lítri af vatni kostar 165 krónur en lítri af mjólk 142 krónur. Sindri skrifar:

...
Meira
Svavar Gestsson, ritstjóri Breiðfirðings.
Svavar Gestsson, ritstjóri Breiðfirðings.

Eins og hér hefur komið fram er vinnan við næsta hefti af tímaritinu Breiðfirðingi (Nýjum Breiðfirðingi) komin vel á veg. Svavar Gestsson er ritstjóri eins og í fyrra. Þeir sem vilja gerast áskrifendur eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu Breiðfirðingafélagsins eða í tölvupósti. Fyrsta prentun af tímaritinu á síðasta ári (fyrsta hefti Nýs Breiðfirðings) seldist upp á skömmum tíma.

...
Meira

Vetrarstarfið hjá bridgedeild Breiðfirðingafélagsins er að hefjast og verður spilað á sunnudögum kl. 19. Fyrsta spilakvöldið verður núna á sunnudagskvöld, 10. janúar, og verður þá spilaður tvímenningur. Spilakvöldið kostar kr. 1000, kaffi og te innifalið. Stjórn deildarinnar vonast til að sjá sem flesta og hvetur félagana til að taka með sér nýja spilamenn. „Hjá okkur er upplagt að byrja að æfa sig að spila bridge, allir velkomnir.“ Spilað er í Breiðfirðingabúð við Faxafen í Reykjavík.

...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Nú má því segja að miklu réttlætismáli hafi verið róið í höfn. Ánægjulegt er að vita til þess að um þessi mál ríkti í rauninni ótrúlega mikil pólitísk samstaða þegar til stykkisins kom. Umræða síðustu ára skilaði því að flestir sáu að við svo búið mátti ekki lengur standa. Og undir lokin stóð ágreiningurinn fremur um fjármögnun þessarar aðgerðar en um það grundvallaratriði að jafna húshitunarkostnaðinn. Það er í sjálfu sér líka árangur.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.

Stjórnarandstaðan lagðist öll á eitt við að ná fram leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja, en það fór sem fór. Ríkisstjórnin sýndi enn og aftur sitt rétta andlit og sannaði að hún þjónar fyrst og fremst efnafólki í landinu og vildi ekki koma til móts við kröfur aldraðra og öryrkja, og hafi hún skömm fyrir!

...
Meira
6. janúar 2016

Viltu hætta að reykja?

Krabbameinsfélag Reykjavíkur býður upp á reykleysisnámskeið í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. febrúar kl. 17-18. Leiðbeinandi er Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur.

...
Meira

Reykhólaskóli hefur tekið að sér að annast Héraðsbókasafn Reykhólahrepps, sem er í eigu sveitarfélagsins. Harpa Eiríksdóttir hefur verið bókavörður undanfarin ár, en vegna brottflutnings hennar hefur Herdís Erna Matthíasdóttir tekið við umsjón með safninu og útlánum á bókum. Harpa sem er öllum hnútum kunnug varðandi innkaup og annað verður Herdísi innan handar. Bókasafnið er opið þrisvar í viku eins og fram kemur hér fyrir neðan.

...
Meira
6. janúar 2016

Húsaleigubætur 2016

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Reykhólahrepps fyrir 18. janúar 2016. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30