Kjötframleiðslan minnkar um 110 tonn
Heldur færri lömbum var slátrað í haust en á árinu 2014 og meðalvigt var aðeins minni. Það veldur því að kindakjötsframleiðslan verður um 110 tonnum minni en í fyrra. Upplýsingar kjötmats Matvælastofnunar um sauðfjárslátrun í ágúst til október 2015 sýna að 531.481 lambi var slátrað á þessu tímabili. Er það liðlega fimm þúsund lömbum færra en á sama tímabili í fyrra. Jafnframt kemur fram að út úr slátruninni hefur komið liðlega 150 tonnum minna af kjöti en árið áður.
...Meira