Tenglar

25. nóvember 2015

Veit einhver hvað þetta er?

Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
1 af 4

Á vef Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri eru birtar myndirnar sem hér fylgja af sérkennilegum grip úr tré og óskað eftir aðstoð við að greina hvað þetta er. „Hluturinn er lúður en ekki mjög slitinn. Við teljum hann augljóslega heimasmíðaðan. Töluverð vinna hefur verið að smíða hann – höggva, tálga og pússa til,“ segir þar.

...
Meira
Hvergi á landinu eru aðstæður erfiðari en á Vestfjörðum. Ljósm. ov.is.
Hvergi á landinu eru aðstæður erfiðari en á Vestfjörðum. Ljósm. ov.is.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur fjórða árið í röð ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar þrjár milljónir króna. Umsóknir um styrkina þurfa að berast fyrir 12. desember. Stefnt er að því að þeim verði úthlutað í byrjun janúar.

...
Meira
María Óskarsdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
María Óskarsdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

María Óskarsdóttir á Patreksfirði hefur undanfarin sextán ár safnað heimildum um veru franskra fiskimanna hér við land á skútuöldinni. Vorið 2012 gaf hún út bók á frönsku með samskiptasögum Íslendinga og Fransmanna. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og verið með sýningar tengdar þessu viðfangsefni hér á Íslandi, á Bretagneskaga og í Normandí. Um nokkurra ára skeið hefur hún einnig verið með sýningu á heimili þeirra hjóna á Patreksfirði, þar sem bæði eru munir og myndir, íslenskir og franskir, ásamt fjölda bóka um þetta tímabil.

...
Meira
24. nóvember 2015

Aðför að menntun í landinu

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Með ákvörðunum sínum um að skerða starfsemi framhaldsskólanna hefur menntamálaráðherra vegið að hlutverki þeirra og tilverugrundvelli. Afleiðingarnar eru margvíslegar en ljóst er þeirra verður mikið vart á landsbyggðinni þar sem þær koma fram í veikari stöðu byggðanna og fráhvarfi efnaminna fólks frá námi. Ráðstafanir menntamálaráðherra hafa þannig breytt stöðu skólanna í samfélaginu og einnig samfélaginu innan vébanda þeirra.

...
Meira

Lionsfélagar bjóða íbúum Reykhólahrepps fría blóðsykurmælingu í borðsal Reykhólaskóla milli kl. 15 og 17 núna á miðvikudaginn, 25. nóvember. Markmið slíkra mælinga er að greina hugsanlega sykursýki. Best er að koma í mælinguna án þess að hafa neytt matar eða sykraðra drykkja næstu tvo tímana á undan. Lionsfólki til aðstoðar verður Helga Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð.

...
Meira

Fyrirtæki sem nytja þang og þara í Breiðafirði eða hafa slíkt í hyggju, meðal þeirra Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, hafa ákveðið að vinna saman að rannsóknum á magni og afrakstursgetu þessara náttúrugæða í firðinum. Jafnframt er ætlunin að rannsaka áhrif nýtingar á lífríki fjarðarins. Hafrannsóknastofnun mun stjórna verkefninu en fyrirtækin leggja til fjármuni, mannafla og báta. Úthlutun leyfa og annað sem auðlindina varðar er síðan í höndum sjávarútvegsráðuneytisins.

...
Meira
Táknmynd: Wikipedia.
Táknmynd: Wikipedia.

Sveitarstjórnir Reykhólahrepps og Dalabyggðar hafa samþykkt stofnun öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps og staðfest erindisbréf fyrir ráðið. Félagsmálastjórar eða þeir sem sinna málefnum eldri borgara eru tengiliðir sveitarfélaganna við ráðið, starfa með því og eru því til aðstoðar. Fundir í ráðinu skulu haldnir ekki sjaldnar en tvisvar á ári í hvoru sveitarfélagi. Öldungaráðið er sveitarfélögunum til ráðgjafar og skulu þær hafa samráð við það um málefni eldri borgara. Ráðið getur komið ábendingum til sveitarstjórnanna um allt það sem betur kann að fara varðandi málefni eldri borgara.

...
Meira
Reykhólakirkja í morgunsól / hþm.
Reykhólakirkja í morgunsól / hþm.

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli frá næstu áramótum. Áskilinn er réttur til þess að leggja viðbótarstarfsskyldur á prestsembættið við prófastsdæmið, Biskupsstofu eða annan kirkjulegan aðila. Í Reykhólaprestakalli eru sex sóknir, Flateyjarsókn, Garpsdalssókn, Gufudalssókn, Reykhólasókn, Skarðssókn á Skarðsströnd og Staðarhólssókn í Saurbæ. Sóknarkirkjur eru í öllum sóknunum. Í auglýsingunni er tekið fram að prestakallið, sem er að miklum hluta í dreifbýli, sé víðfeðmt, vegalengdir miklar og samgöngur víða erfiðar, einkum að vetrarlagi.

...
Meira
Anna og Haukur ásamt sonunum fimm, f.v. Tómas, Steingrímur, Hjörtur, Sverrir og Einar. Mynd frá síðustu jólum.
Anna og Haukur ásamt sonunum fimm, f.v. Tómas, Steingrímur, Hjörtur, Sverrir og Einar. Mynd frá síðustu jólum.
1 af 4

Heiðurshjónin Anna Þórarinsdóttir og Haukur Steingrímsson hafa fært Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum veglega gjöf í tilefni af 90 ára afmæli þeirra hjóna í næstliðnum ágústmánuði. Anna sem er fædd 23. ágúst 1925 ólst upp á Reykhólum, dóttir hjónanna Steinunnar Hjálmarsdóttur og fyrri manns hennar, Þórarins Árnasonar. Hún er e.t.v. best þekkt hér um slóðir sem systir Lilju á Grund og flestir sem eldri eru í héraðinu muna eftir henni við hlið systur sinnar í réttakaffinu í eldhúsinu á Grund. Haukur maður Önnu er viku yngri en hún, fæddur 30. ágúst 1925. Hann er húsasmiður ættaður frá Blönduósi. Þau kynntust á Reykhólum þegar hann var hér við að reisa Tilraunastöðina ásamt fleirum árið 1946.

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps leggst gegn því að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar. Þetta var bókað á síðasta fundi sveitarstjórnar, þegar tekið var fyrir erindi frá íbúum í Flatey varðandi viðhorf sveitarstjórnar til þess að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólms. Í bókun sveitarstjórnar segir:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30