Tenglar

Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Hjúkrunarfræðingur býður upp á inflúensubólusetningu á heilsugæslustöðinni á Reykhólum kl. 13-15 á fimmtudaginn í næstu viku, 1. október. Tímapantanir í síma 432 1450. Sjá nánar hér:

...
Meira
25. september 2015

Aðalfundarboð og byggðaþing

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn laugardaginn 10. október í húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri (skólahúsinu) og hefst kl. 13.30. Byggðaþing verður haldið á sama stað kl. 10-12. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðarmálum.

...
Meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Frestur til að sækja um rennur út 16. október. Verkefni verða að uppfylla að minnsta kosti eitt af eftirfarandi skilyrðum:

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit, fyrrum alþingismaður og fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, er áttræð á morgun, laugardaginn 26. september. Hún verður syðra á afmælinu og ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldu og vinum í safnaðarheimili Bústaðakirkju milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Sveitungar Jónu Valgerðar fyrr og síðar sem staddir verða syðra eru vel þegnir í fagnaðinn til að njóta dagsins með henni.

...
Meira
Fyrirhugað framkvæmdasvæði (Vegagerðin).
Fyrirhugað framkvæmdasvæði (Vegagerðin).

Vegagerðin hefur sent Skipulagstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi (60) á milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu til formlegrar ákvörðunar. Þetta kom fram á vef Vegagerðarinnar í gær. Um er að ræða nýjan veg sem kemur í stað núverandi vegar milli Bjarkalundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð. Núverandi vegur liggur frá Bjarkalundi, um Þorskafjörð, Hjallaháls, Djúpafjörð, Ódrjúgsháls, Gufufjörð og Melanes að Skálaneshrauni í mynni Þorskafjarðar. Hann er 41,6 km langur en nýr vegur verður um 20-22 km langur, háð leiðarvali.

...
Meira
Breiðafjörður. Landmælingar Íslands (lmi.is).
Breiðafjörður. Landmælingar Íslands (lmi.is).

Fréttabréf Breiðfirðingafélagsins fyrir september er komið út. Auk þess sem sagt er frá sumrinu er greint frá dagskrá félagsins í haust og vetur, svo sem vikulegri félagsvist, vikulegum bridskvöldum, sameiginlegum dansleik Breiðfirðingafélagsins og Strandamanna þar sem Grétar Örvarsson leikur fyrir dansi, hálfsmánaðarlegu prjónakaffi og starfi Breiðfirðingakórsins.

...
Meira
Gróðurkort / Landmælingar Íslands.
Gróðurkort / Landmælingar Íslands.

Ferðamálastofa hefur tekið stórt skref í rafrænni þjónustu með opnun þjónustugáttar, segir á vef stofunnar. Þar geta viðskiptavinir m.a. sótt um leyfi og styrki, sent inn ábendingar, fylgst með málum og komið skoðunum sínum á framfæri. Þjónustugáttinni svipar að mörgu leyti til þjónustu heimabanka og byggir á One Systems skjala- og málakerfi sem Ferðamálastofa tók í notkun fyrir á árinu. Notendur þurfa að byrja á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma og fá þá aðgang að sínu svæði.

...
Meira

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2015, en verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1995. Tilgangurinn er að beina athygli að þeim ferðamannastöðum eða ferðaþjónum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Allir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.

...
Meira
23. september 2015

Starfsfólk vantar á Reykhólum

Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.

Fólk vantar til starfa við ræstingar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Vinnutími er alla virka daga kl. 9-14 en getur líka verið samkomulagsatriði. Einnig er í boði að vera hluta úr vikunni.

...
Meira
Eikarbáturinn Fjóla BA við bryggju á Akureyri. Skjáskot úr viðtalinu á N4.
Eikarbáturinn Fjóla BA við bryggju á Akureyri. Skjáskot úr viðtalinu á N4.

Bátaverndarmaðurinn og listamaðurinn Lárus List (já, List, ekki Rist) sigldi fyrir stuttu eikarbátnum Fjólu BA frá Reykhólum til Akureyrar til viðhalds og varðveislu. Viðtal við Lárus sem tekið var um borð í bátnum var sýnt á akureyrsku sjónvarpsstöðinni N4 í fyrradag. Þar segir hann m.a. að það hafi verið einhver lenska að það þyrfti að slátra gömlum bátum en á síðustu árum hafi það viðhorf gjörbreyst. „Það er mikil sál í þessum bát,“ segir Lárus.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30