Tenglar

Ingibjörg Birna og Illugi takast í hendur að lokinni undirritun.
Ingibjörg Birna og Illugi takast í hendur að lokinni undirritun.
1 af 2

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lauk í gær hringferð sinni um landið þar sem hann hefur kynnt skólafólki og sveitarstjórnarmönnum þjóðarsáttmálann um læsi og hvatt til samstarfs um þetta mikilvæga verkefni, eins og segir á vef menntamálaráðuneytisins. Í Stykkishólmi undirritaði ráðherra sáttmálann ásamt fulltrúa Heimilis og skóla og fulltrúum nokkurra sveitarfélaga á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, en meðal þeirra var Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps. Síðan fór ráðherra á Akranes og þar var hringnum um landið lokað.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.

...
Meira
Annar vagninn við komuna ... / HH.
Annar vagninn við komuna ... / HH.
1 af 6

Fyrir helgina komu tveir bílar með flutningavagna að Reykhólum með um 150 gamlar bátavélar og búnað sem tengist þeim. Hér er um að ræða gjöf Þórhalls Matthíassonar á Akureyri til Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, en hann hefur safnað bátavélum og gert upp í tugi ára. „Að undanförnu hefur Þórhallur verið að leita að framtíðarstað fyrir safn sitt. Fyrir stuttu komust á viðræður forsvarsmanna Bátasafns Breiðafjarðar og Þórhalls hvort möguleiki væri á að safn hans myndi geta átt sér framtíðarstað á Reykhólum. Eftir að við höfðum ráðfært okkur við félaga okkar hjá Báta- og hlunnindasýningunni var ákveðið að þiggja þessa rausnarlegu gjöf Þórhalls og búa henni veglegan stað í kjallara húsnæðis Báta- og hlunnindasýningarinnar“, segir á vef Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Þar segir einnig:

...
Meira
21. september 2015

Styrkir til nýsköpunarverkefna

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

...
Meira
Gunnar Sveinsson, Eyjólfshúsi í Flatey.
Gunnar Sveinsson, Eyjólfshúsi í Flatey.

Töluverð umræða hefur orðið á undanförnum mánuðum um stjórnsýslu í Flatey og hvar stjórnsýsluheimili Flateyjar ætti að vera. Á það að vera áfram á Reykhólum þar sem stjórnsýsluheimilið hefur verið allar götur frá því að gamli Flateyjarhreppur rann inn í Reykhólahrepp, eða á það að vera í Stykkishólmi þaðan sem reglubundnar samgöngur eru, sjúkrahús, verslun og önnur þjónusta við Flatey? Um þetta ályktuðu allir íbúar Flateyjar á þann veg, að flytja ætti stjórnsýsluna þangað og sendu undirskriftalista til Stykkishólmsbæjar til kynningar og umfjöllunar. Hugur allra íbúa Flateyjar stendur því til að flytja stjórnsýsluheimilið frá Reykhólum til Stykkishólmsbæjar.

...
Meira
18. september 2015

Inflúensubólusetning hafin

Bóluefni gegn árlegri inflúensu er komið og bólusetning hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum. Sóttvarnalæknir mælist til að meðal annarra eftirtaldir hópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar: Allir 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þungaðar konur. Vakin er athygli á því, að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Núna um helgina, réttahelgina stóru, verður Grettislaug á Reykhólum opin til kl. 22 í kvöld, föstudag, kl. 16-20 á morgun, laugardag (ekki kl. 14-18 eins og fasta tímaplanið segir), og á sunnudag verður laugin opin kl. 14-18 (annars lokuð á sunnudögum).

...
Meira

Kæru systur, kæru systur, ég frétti að Kolfinna hyggist ekki halda utan um leikfimi handa okkur í vetur. Þar fór verr. Ég veit að sumar eru duglegar að ganga með Jóhönnu og er það vel, en getum við ekki samt spriklað eitthvað inni við í vetur? Þannig hefst „fyrirspurn og hugleiðing“ sem María Maack á Reykhólum sendi til birtingar. Síðan segir hún:

...
Meira
 Jóhanna Ösp í hlutverki fjallkonunnar á þjóðhátíð í Reykhólahreppi í sumar.
Jóhanna Ösp í hlutverki fjallkonunnar á þjóðhátíð í Reykhólahreppi í sumar.

Skemmupartíið árvissa (smalapartíið) í Fremri-Gufudal verður núna á laugardaginn (19. september) og hefst kl. 21. Lifandi tónlist á milli kl. 22 og 24, Þorleifur frá Hafrafelli ásamt vel völdu liði tónlistarmanna spilar. „Drífa fram lopapeysuna og gúmmítútturnar! Hlökkum til að sjá sem flesta!“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Eins og hér kom fram tók nýr forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum til starfa fyrir helgina. Seint og illa gekk að manna laugarvörsluna og jafnvel voru horfur á því að laugin yrði lokuð um lengri eða skemmri tíma. Núna er búið að ákveða hvaða daga og á hvaða tímum laugin verður opin í vetur, eins og fram kemur hér fyrir neðan. Um næstu helgi, réttahelgina stóru, verður laugin hins vegar opin á skjön við hið fasta tímaplan eins og venja hefur verið á liðnum árum. Á laugardag verður hún opin kl. 16-20 (ekki kl. 14-18) og á sunnudag kl. 14-18 (annars lokuð á sunnudögum).

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30