Þjóðarsáttmálinn um læsi: Hringnum lokað
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lauk í gær hringferð sinni um landið þar sem hann hefur kynnt skólafólki og sveitarstjórnarmönnum þjóðarsáttmálann um læsi og hvatt til samstarfs um þetta mikilvæga verkefni, eins og segir á vef menntamálaráðuneytisins. Í Stykkishólmi undirritaði ráðherra sáttmálann ásamt fulltrúa Heimilis og skóla og fulltrúum nokkurra sveitarfélaga á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, en meðal þeirra var Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps. Síðan fór ráðherra á Akranes og þar var hringnum um landið lokað.
...Meira