Tenglar

Vegarkaflinn sem eftir er. Klippt úr korti á vef Landmælinga Íslands.
Vegarkaflinn sem eftir er. Klippt úr korti á vef Landmælinga Íslands.
1 af 7

Núna þegar lokið er við þann kafla Vestfjarðavegar (Mjóifjörður - Kjálkafjörður) í vestasta hluta Reykhólahrepps, sem formlega var opnaður í síðustu viku, er eftir einn kafli með malarslitlagi á leiðinni milli höfuðborgarsvæðisins og suðurfjarða Vestfjarða, og jafnframt sá langversti. Það er 27 km langur kafli í Gufudalssveit sem liggur yfir Hjallaháls, fyrir Djúpafjörð, yfir Ódrjúgsháls og fyrir Gufufjörð og langleiðina út að bænum á Skálanesi. Örvarnar á fyrstu mynd benda á endimörk þessa vegarkafla. Mikinn hluta þessarar leiðar er daglegur skólaakstur á vetrum.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey skammt neðan við Reykhóla. Myndina tók Árni Geirsson í maí 2013.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey skammt neðan við Reykhóla. Myndina tók Árni Geirsson í maí 2013.

Starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar í Karlsey ætla í vetur að yfirtaka íþróttahúsið á Reykhólum á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Ef krakkar á svæðinu hafa áhuga á því að vera með, þá eru aldursmörkin 12 ára og eldri. Það er gert af öryggisástæðum, en öryggismál eru og hafa lengi verið í forgangi hjá verksmiðjunni og starfsfólki hennar, eins og kunnugt er.

...
Meira

Flæðarmálið er heiti nýrrar fundaraðar Háskólaseturs Vestfjarða, þar sem fræðaheiminum og atvinnulífi á Vestfjörðum er gefið tækifæri til að mætast með óreglulegu millibili. Á fyrsta fundinum, sem verður á morgun, miðvikudag, mun Jamie Alley kennari við Háskólasetrið kynna niðurstöður sínar varðandi hindranir í frekari þróun sjávarútvegs og fiskeldis í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þátttakendur munu síðan í sameiningu bera þetta saman við stöðuna á Vestfjörðum. Boðið verður upp á flæðarmálsfundina bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum í gegnum Skype í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.

...
Meira
Jón Þorsteinsson við Grettislaug.
Jón Þorsteinsson við Grettislaug.

Jón Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Grettislaugar á Reykhólum og jafnframt aðstoðarmatráður í mötuneyti hreppsins, sem þjónar bæði skólanum og dvalarheimilinu. Fyrsti vinnudagur hans á báðum stöðum er í dag. Laugin er opin frá kl. 16 til kl. 20 í kvöld, og Jóni til halds og trausts í byrjun er Dísa Sverrisdóttir, sem á sínum tíma var forstöðumaður laugarinnar um árabil.

...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur á Reykhólum í embætti sóknarprests í Oddaprestakalli í Suðurprófastsdæmi. Umsækjendur voru tíu. Embættið veitist frá 1. október. Þetta kemur fram á vef Þjóðkirkjunnar. Sr. Elína Hrund hefur þjónað Reykhólaprestakalli frá 1. nóvember 2008 eða í nærfellt sjö ár.

...
Meira
Ráðherra og vegamálastjóri við klippinguna. Ásborg Styrmisdóttir bíður með púðann. Ljósm. Vegagerðin.
Ráðherra og vegamálastjóri við klippinguna. Ásborg Styrmisdóttir bíður með púðann. Ljósm. Vegagerðin.
1 af 6

Nýi vegurinn milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði var formlega tekinn í notkun í gær. Hann er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan, mjóan, krókóttan og viðsjárverðan malarveg. Leiðin er nánast öll í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps, nema landtakan vestan Kjálkafjarðar, þar sem Vesturbyggð tekur við. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, Ólöf Nordal innanríkisráðherra og þar með ráðherra vegamála klippti á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Skæravörður var Ásborg Styrmisdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina, en formlegir fulltrúar Reykhólahrepps voru Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Áslaug B. Guttormsdóttir sveitarstjórnarmaður.

...
Meira

Globeathonhlaupið/gangan er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í líffærum kvenna og verður í Reykjavík núna á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathonhlaupið er haldið á heimsvísu. Á síðasta ári var þessi viðburður í 280 borgum í 80 löndum. Í ár eru það Líf, styrktarfélag, og Krabbameinsfélag Íslands, sem standa saman að þessum viðburði hérlendis. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skráning er á hlaup.is.

...
Meira
1 af 4

Nokkur síðustu árin hefur Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi gefið út dagatal með myndum úr sveitarfélaginu. Það hefur notið vinsælda bæði innan héraðs og utan enda hentugt jafnt til gjafa og til eigin nota. Þá var helstu fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins fært dagatalið 2015 að gjöf í upphafi árs. Núna er nýtt dagatal fyrir árið 2016 komið út og verður til sölu á eftirtöldum stöðum:

...
Meira
10. september 2015

Flatey: Engin formleg ósk borist

Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.

Opið bréf til sveitarstjórnar (o.fl.) varðandi Flatey á Breiðafirði, frá Erlu Þórdísi Reynisdóttur bónda í Mýrartungu í Reykhólasveit, sem birtist hér á vefnum fyrir nokkru, var til umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag. Eftirfarandi var bókað:

...
Meira

Breytingar voru gerðar á skipan aðalmanna og varamanna í tveimur nefndum Reykhólahrepps á fundi sveitarstjórnar í dag. Eftirfarandi var bókað:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30