Ráðherra og vegamálastjóri við klippinguna. Ásborg Styrmisdóttir bíður með púðann. Ljósm. Vegagerðin.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ljósm. Gunnar Óli Björnsson.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Friðbjörg Matthíasdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð ásamt Ólöfu Nordal. Myndin er fengin á Facebooksíðu Ásthildar.
Ólöf Nordal, Kristján L. Möller fyrrv. samgönguráðherra og Þórólfur Halldórsson fyrrv. sýslumaður hér vestra, mikill áhugamaður um samgöngumál og önnur framfaramál í héraðinu. Ljósm. Vegagerðin.
Vegurinn fellur eins vel að landslaginu og nokkur kostur er. Ljósm. Vegagerðin.
Mæðgurnar Jóhanna Einarsdóttir og Ásborg Styrmisdóttir skæravörður ásamt heiðursvörðunum Gunnari Sigurgeirssyni og Kristni G.K. Lyngmo. Ljósm. Vegagerðin.
Nýi vegurinn milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði var formlega tekinn í notkun í gær. Hann er 16 km langur og leysir af hólmi 24 km langan, mjóan, krókóttan og viðsjárverðan malarveg. Leiðin er nánast öll í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps, nema landtakan vestan Kjálkafjarðar, þar sem Vesturbyggð tekur við. Athöfnin var með hefðbundnum hætti, Ólöf Nordal innanríkisráðherra og þar með ráðherra vegamála klippti á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Skæravörður var Ásborg Styrmisdóttir í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi. Fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina, en formlegir fulltrúar Reykhólahrepps voru Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Áslaug B. Guttormsdóttir sveitarstjórnarmaður.
...
Meira