Fulltrúar hreppsins eiga fundi með Flateyingum
Sveitarstjórn Reykhólahrepps ásamt sveitarstjóra fyrirhugar að heimsækja Flatey í dag, 1. maí, og eiga fund með íbúum eyjarinnar. Þórður Jónsson í Árbæ ætlar að sigla með mannskapinn á báti sínum frá Staðarhöfn klukkan 11. Fyrir hálfum mánuði eða þann 16. apríl áttu þær Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Áslaug B. Guttormsdóttir í sveitarstjórn Reykhólahrepps fund syðra með stjórn Framfarafélags Flateyjar. Fundurinn var vel heppnaður í alla staði, fræðandi og upplýsandi. Gagnkvæmur skilningur og sameiginleg sýn á framtíð Flateyjar einkenndu fundinn og var farið yfir hin ýmsu málefni sem varða þessa dásemd í náttúru og sögu Íslands.
...Meira