Tenglar

Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ásamt sveitarstjóra fyrirhugar að heimsækja Flatey í dag, 1. maí, og eiga fund með íbúum eyjarinnar. Þórður Jónsson í Árbæ ætlar að sigla með mannskapinn á báti sínum frá Staðarhöfn klukkan 11. Fyrir hálfum mánuði eða þann 16. apríl áttu þær Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Áslaug B. Guttormsdóttir í sveitarstjórn Reykhólahrepps fund syðra með stjórn Framfarafélags Flateyjar. Fundurinn var vel heppnaður í alla staði, fræðandi og upplýsandi. Gagnkvæmur skilningur og sameiginleg sýn á framtíð Flateyjar einkenndu fundinn og var farið yfir hin ýmsu málefni sem varða þessa dásemd í náttúru og sögu Íslands.

...
Meira
Bjarni Þór, Játvarður Jökull, Jón Erlingur, Baldvin Reyr, Fanney, Helgi Jón, Unnsteinn og Helgi Jóhann með bókina veglegu í höndum.
Bjarni Þór, Játvarður Jökull, Jón Erlingur, Baldvin Reyr, Fanney, Helgi Jón, Unnsteinn og Helgi Jóhann með bókina veglegu í höndum.
1 af 2

Núna í vetur kom út fjórða bindið í ritröðinni Vestfjarðarit. Það ber titilinn Hjalla meður græna og fjallar um Austur-Barðastrandarsýslu eða alla gömlu hreppana fimm sem mynda núverandi Reykhólahrepp, þ.e. svæðið milli Gilsfjarðar í austri og Kjálkafjarðar í vestri ásamt miklum hluta Breiðafjarðareyja. Þörungaverksmiðjan vildi styðja við útgáfuna og keypti ritið til að gefa starfsfólki sínu. Alls fá sautján starfsmenn bókina og var myndin tekin í morgun þegar hluti hópsins fékk hana í hendur.

...
Meira

„Það vantar stafrænt röntgen í Búðardal,“ segir Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, einn af næstu grönnum Reykhólahrepps sunnan Gilsfjarðar, í ákalli til fólksins í Dalabyggð og Reykhólahreppi (og allra sem fara þar um). Ákall þetta birtir hún á Facebook-síðu sinni, en eins og kunnugt er heyrir Reykhólahreppur undir heilsugæsluna í Búðardal. Halla rökstyður þetta og útlistar í pistli sínum, sem við leyfum okkur að birta hér í heild. Jafnframt segir hún alveg nýja sögu úr eigin reynslubanka af því hvernig sauðfé getur verið stórhættulegt! Áfram skrifar Halla:

...
Meira
Kvennakórinn Norðurljós.
Kvennakórinn Norðurljós.

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík heldur sína árlegu vortónleika núna á föstudag, 1. maí, og hefjast þeir kl. 14. Á dagskrá eru létt lög og að venju verður stórglæsilegt kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á eftir (innifalið í miðaverði). Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladótttir og undirleikari Viðar Guðmundsson.

...
Meira
29. apríl 2015

Sigmundur dundar við selfí

Mynd: DV / Sigtryggur Ari.
Mynd: DV / Sigtryggur Ari.

Jóni Atla Játvarðarsyni á Reykhólum hefur pólitíkin löngum verið hugleikin og fæðast þá oft vísur. Í morgun var hann að lesa DV á netinu, sá þar myndina af tveimur landsfeðrum okkar sem hér fylgir, og þá fæddist þetta:

...
Meira

Komin er hér á vefinn samantekt um samráðsfund sveitarstjórnarfólks í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð, sem haldinn var 31. mars. Yfirskrift hennar er Að búa í haginn - Samstarf til sóknar. Samantektin verður rædd á næsta reglulegum fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Áður en að því kemur er þess farið á leit að fólk kynni sér samantektina og komi áliti sínu á henni og skoðunum sínum varðandi þessi mál á framfæri við sveitarstjóra eða sveitarstjórn svo að hafa megi til hliðsjónar. Þetta má gera með hverjum þeim hætti sem hver vill, þar á meðal í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.

...
Meira
28. apríl 2015

Opnað í Hótel Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn, bráðum sjötugt hótel í Reykhólasveit.
Hótel Bjarkalundur við Berufjarðarvatn, bráðum sjötugt hótel í Reykhólasveit.

Formlega verður opnað í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna á föstudaginn, 1. maí, þó að fólk sé komið þar til vinnu nú þegar. Kominn er til starfa nýr rekstrarstjóri, Logi Arnar Guðjónsson, en eigendur Bjarkalundar eru Árni Sigurpálsson og Inga Mikaelsdóttir kona hans, sem þar hafa verið í fjölda ára og verða áfram í sumar. Logi kemur að sunnan og væntanlega fáum kunnugur í héraðinu. Hann vonast til að sem flestir sveitungar kíki í kaffi eða eitthvað fleira þegar opnað verður eða þá um helgina og heilsi upp á hann og annað starfsfólk í Bjarkalundi.

...
Meira
Harpa frá Tindum og Aron Vignir.
Harpa frá Tindum og Aron Vignir.

Fyrir hálfri annarri viku lenti ungur maður á fjórhjóli í alvarlegu slysi í Grafarvogi í Reykjavík, eins og fram hefur komið í fréttum. Hann er nú kominn af gjörgæslu, en taka varð af honum annan fótinn um miðjan legg. Ungi maðurinn heitir Aron Vignir Sveinsson en unnusta hans er Harpa Harðardóttir frá Tindum í Geiradal í Reykhólahreppi, dóttir Fjólu Benediktsdóttur og Harðar Grímssonar búenda þar. Harpa er alveg komin að barnsburði og reyndar var von á barninu núna í dag.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan. Á innfelldu myndinni er Finnur Árnason frkvstj.
Þörungaverksmiðjan. Á innfelldu myndinni er Finnur Árnason frkvstj.

Rétt fyrir páska lauk þaravertíð hjá Þörungaverksmiðjunni hf. og gekk allt vel, bæði að afla þara, framleiða mjöl og selja. Ætlunin var að sláttur á þangi hæfist strax eftir páskana og hafa sláttuprammar verið klárir í slaginn núna í hálfan mánuð. Tvennt hefur þó tafið að sláttur hæfist, annars vegar slæmt veður og hins vegar tafir á viðgerðum á skipum í Stykkishólmi. Þær tafir voru að hluta líka vegna veðurs. Í spjalli við Finn Árnason framkvæmdastjóra kom fram að þessi töf hafi verið vel nýtt til endurnýjunar og viðhalds á verksmiðju félagsins, en vissulega sé komið nokkurt óþol í menn sem vilja byrja slátt og vinnslu. Fjórir sláttuprammar munu anna þörfum verksmiðjunnar í sumar og sá fimmti verður til taks til að mæta hugsanlegum bilunum eða töfum við slátt.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Myndina tók Árni Geirsson í maí 2013.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Myndina tók Árni Geirsson í maí 2013.

Fólk vantar í nokkur sumarstörf og afleysingar í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Áhugasamir hafi samband við Finn Árnason eða Bjarna Þór Bjarnason í síma 849 7080 eða 434 7803.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31