Tenglar

Siglingaleiðin í ár.
Siglingaleiðin í ár.
1 af 2

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn dagana 3.-4. júlí. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína. Nú er komið að því að heimsækja fjögur nes; Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit og þaðan síðan að lokum haldið að Stað á Reykjanesi þar sem lagt var upp.

...
Meira

Röntgenlesari fyrir Heilsugæslustöðina í Búðardal var pantaður á mánudagsmorgun, en þá hafði safnast nægilegt fé til að kaupa hann, skv. upplýsingum frá Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Hún birti á Facebook-síðu sinni á miðvikudaginn í síðustu viku ákall vegna fjársöfnunar til kaupa á þessu tæki.

...
Meira
Breiðafjarðarferjan Baldur. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.
Breiðafjarðarferjan Baldur. Ljósm. mbl.is/Árni Sæberg.

Samningur var undirritaður í fyrradag um kaup Eimskipa á öllu hlutafé í Sæferðum í Stykkishólmi. Félagið rekur Breiðafjarðarferjuna Baldur og farþegaskipið Særúnu, sem siglir með ferðamenn um Breiðafjörð. Þar starfa um 20 manns í heilsárstörfum en yfir sumarið fjölgar í hópnum og þá starfa 50 manns hjá fyrirtækinu. Velta Sæferða var um 540 milljónir í fyrra. Pétur Ágústsson og Svanborg Siggeirsdóttir hafa stjórnað rekstrinum frá upphafi og oft á tímum sýnt áræðni og dugnað í rekstri. Með sölunni á Sæferðum hverfa þau frá fyrirtækinu eftir 30 ára starf.

...
Meira

Framfarafélag Flateyjar opnaði fyrir nokkru nýja vefsíðu. Þar segir Gyða Steinsdóttir, formaður félagsins, meðal annars í tilefni af þessu: „Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú. Er það von stjórnar Framfarafélags Flateyjar að allir þeir sem tengjast Flatey muni njóta síðunnar og komi gögnum á framfæri til að deila fróðleik og fréttum.“

...
Meira
Frá Hólmavík / Jón Halldórsson.
Frá Hólmavík / Jón Halldórsson.

Leikhópurinn Kva1urinn & dvergarnir sjö, leiklistarval 8.-10. bekkja Grunnskólans á Hólmavík, hafa sett upp leikritið Útskriftarferðin eftir Björk Jakobsdóttur í leikstjórn Estherar Aspar Valdimarsdóttur. Jafnframt hafa Ungmennahúsið Fjósið og Leikfélag Hólmavíkur sett upp leikritið Hlauptu, týnstu! eftir Berg Ebba í leikstjórn Jóns Jónssonar og Eiríks Valdimarssonar. Lokasýningin á leikjunum tveimur á Hólmavík verður í Félagsheimilinu á fimmtudag, 7. maí, og hefst kl. 20.

...
Meira

Nú styttist í að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða renni út, en hægt er að sækja um styrki til og með mánudeginum 11. maí. Mikilvægt er að undirbúa umsóknir vel til að árangur náist. Af þessu tilefni verða nú haldnar vinnustofur um styrkumsóknir í sjóðinn á þremur stöðum á Vestfjörðum - í þróunarsetrunum á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Þar geta menn komið á ákveðnum tíma og sest niður um stund til að vinna í sínum umsóknum og fengið svör og leiðbeiningar frá starfsfólki Fjórðungssambands Vestfirðinga og AtVest.

...
Meira

Reykhólahreppur stendur fyrir sínum árlega umhverfisdegi núna á laugardag, 9. maí. Allir íbúar hreppsins eru hvattir til að taka þátt í deginum og fegra sitt nánasta umhverfi. Mæting verður við Reykhólaskóla kl. 11 og síðan leggja allir sitt af mörkum við að snyrta opin svæði í nágrenni Reykhóla. Kl. 14 býður svo Reykhólahreppur þátttakendum upp á grillaðar pylsur í Hvanngarðabrekku (Kvenfélagsgarði).

...
Meira

Opna húsið hjá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem átti að vera á morgun, fellur niður vegna vorverkefna sem þar eru í gangi. „Við erum að gera sýninguna klára fyrir sumarið, og svo við hlökkum til að sjá alla fyrsta þriðjudaginn í júní þar sem kynnt verður það sem í boði verður í sumar á svæðinu, og þá sérstaklega það sem sýningin gengst fyrir,“ segir Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri.

...
Meira

Afleysingu vantar í heimaþjónustu í sumar og fram í miðjan september. Um er að ræða hlutastarf. Gott er ef viðkomandi getur byrjað snemma í maí. Laun samkvæmt kjarasamningum VerkVest. Nánari upplýsingar veitir María Játvarðardóttir félagsmálastjóri, símar 451 3510 / 842 2511, netfang felagsmalastjori@strandabyggd.is.

...
Meira
Frá sumarferð félagsins fyrir tveimur árum. Snæbjörn formaður fremst.
Frá sumarferð félagsins fyrir tveimur árum. Snæbjörn formaður fremst.

Snæbjörn Kristjánsson frá Breiðalæk á Barðaströnd var enn á ný endurkjörinn formaður Breiðfirðingafélagsins á aðalfundi þess fyrir nokkru. Á fundinum var samþykkt að fækka fólki í stjórn, þannig að stjórnarmenn séu fimm og tveir til vara, en í stjórn hafa verið sjö manns og þrír til vara. Auk Snæbjarnar Kristjánssonar eru í nýkjörinni stjórn þau Hörður Rúnar Einarsson gjaldkeri, Jófríður Benediktsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Finnbjörn Gíslason og Sigrún Eyjólfsdóttir. Varamenn eru Bjarni Kristjánsson og Sigurður Sigurðarson.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30