Tenglar

Arnlín Óladóttir mælir gildleika stofnsins á hæsta tré Vestfjarða í gær.
Arnlín Óladóttir mælir gildleika stofnsins á hæsta tré Vestfjarða í gær.
1 af 4

Skjólskógar á Vestfjörðum voru í gær með grunnnámskeið í skógrækt í Bjarkalundi fyrir nýja skógarbændur á starfssvæði sínu. Í hádegishléi brá hópurinn sér út á Barmahlíð til að sjá með eigin augum hvað getur með tímanum orðið úr starfi skógræktarfólks, en þar stendur rétt ofan vegarins afar fallegur lundur íturvaxinna sitkagrenitrjáa. Eitt þessara trjáa ber titilinn hæsta tré Vestfjarða og mældist nú réttir 19 metrar á hæð og þvermál stofnsins í brjósthæð 41,5 cm. Sæmundur Kr. Þorvaldsson í Lyngholti í Dýrafirði, framkvæmdastjóri Skjólskóga, segir að athygli hafi vakið, að í vegkantinum meðfram þessum fallegu trjám er nú að vaxa upp urmull sjálfsáinna greniplantna. Hann sagði ekki nema rétt að benda fólki á að fá leyfi hjá skógræktarfélagi hreppsins til að stinga þessar plöntur upp og gróðursetja á góðum stað.

...
Meira
Forsetahjónin á Reykhólum sumarið 1957. Eigandi myndar: Örn Elíasson.
Forsetahjónin á Reykhólum sumarið 1957. Eigandi myndar: Örn Elíasson.
1 af 2

„Mig langar svo að reyna safna saman gömlum ljósmyndum af sem flestum hreppsnefndum hér í sveit, og ekki bara frá þessum sameinaða hreppi heldur líka gömlu hreppunum áður en allt var sameinað hér. Mig langar að setja flottar myndir í ramma og hengja upp hérna á skrifstofunni,“ segir Björk Stefánsdóttir á skrifstofu Reykhólahrepps. „Líka væri gaman að auglýsa eftir myndum frá merkilegum atburðum hér í sveitum.“

...
Meira

Krakkarnir í Reykhólaskóla fara á næstu dögum í söluferð um héraðið og banka upp á hjá fólki. Í boði eru nokkrar vörutegundir sem hefðbundnar eru þegar ungmenni afla fjár til félagsstarfs af ýmsu tagi (eins og til dæmis klósettpappírinn sívinsæli og fleira sem talið er upp hér fyrir neðan). Allt sem inn kemur fer á reikning Nemendafélags Reykhólaskóla, en af ýmsu er að taka varðandi ráðstöfun fjárins því að ýmislegt er á döfinni. Að venju er þó fyrst og fremst verið að safna fyrir skólaferðalögum, en líka er stefnan sú, að Félagsmiðstöðin Skrefið fái einhvern nýjan búnað á hverju ári. Þannig var á þessu ári keyptur iPod og hátalari en næst er ætlunin að kaupa diskókúlu og einhver diskóljós.

...
Meira
Kápa fyrsta heftis ársritsins List á Vestfjörðum árið 2011.
Kápa fyrsta heftis ársritsins List á Vestfjörðum árið 2011.

Í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga heldur Félag vestfirskra listamanna sitt árlega Listamannaþing núna á laugardag, 16. maí. Þetta árið verður það haldið á Ísafirði, nánar tiltekið í Edinborgarhúsinu. Yfirskrift þessa málþings er barna- og unglingamenning og munu öll erindin sem haldin verða tengjast því. Meðal þeirra sem taka til máls eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar í Reykjavík, Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og Eggert Einer Nielson, tónlistarmaður sem vinnur mikið með börnum. Að auki verður kynning á Listahátíð ungmenna, Lengst útí rassgati (LÚR).

...
Meira
Séð yfir Hvallátur og Skáleyjar fjær. Ljósm. © Mats Wibe Lund.
Séð yfir Hvallátur og Skáleyjar fjær. Ljósm. © Mats Wibe Lund.

Ráðherra hefur staðfest verndaráætlun Breiðafjarðar fyrir árin 2014-2019, en hún er stefnumörkun Breiðafjarðarnefndar, þar sem sérstöðu fjarðarins er lýst. Þá er mörkuð stefna um útfærslu stjórnunar og umsýslu vegna verndar, skipulags og framkvæmda og sýndar leiðir til að ná markmiðum um vernd náttúru- og menningarminja svæðisins. Í áætluninni er fjallað um sérstöðu fjarðarins hvað varðar landslag, jarðfræði, lífríki, sögu og menningarminjar. Leggur nefndin m.a. áherslu á að viðhalda og vernda landslag og landslagsheildir, einstakar jarðmyndanir, svæði þar sem finna má fjölbreytileika lífvera eða búsvæði sjaldgæfra tegunda og ábyrgðartegundir Íslendinga. Þá er lögð áhersla á varðveislu menningarminja, s.s. uppistandandi húsa, minja sem eru í hættu og örnefna. Eins telur nefndin aðkallandi að skrá þjóðhætti á svæðinu þar sem búseta í eyjunum fer síminnkandi.

...
Meira
Hring eftir hring eftir hring ...
Hring eftir hring eftir hring ...

Þrátt fyrir kuldatíð og hálfgerð leiðindi hefur þátttakan í göngunni Hring eftir hring vorið 2015 verið bærileg og rúmlega það. Miðað var við að gengnir væru 500 Reykhólahringir eða jafngildi þeirra á tímabilinu frá 20. apríl til 20. maí eða á þrjátíu og einum degi. Núna þegar 18 dagar eru liðnir eða 58% af dagafjöldanum eru hringirnir orðnir 360, samkvæmt utanumhaldi Jóhönnu Aspar Einarsdóttur, eða 72% af 500 hringa markinu. Núna eru eftir 13 dagar eða 42% af dagafjöldanum samtals en 140 hringir eða 28% af markmiðinu. Væri kannski rétt að hækka takmarkið? Eða bara njóta þess að fara langt fram úr því?

...
Meira
Vinnuskólafólk í Hvanngarðabrekkunni (Kvenfélagsgarðinum) sumarið 2011.
Vinnuskólafólk í Hvanngarðabrekkunni (Kvenfélagsgarðinum) sumarið 2011.

Vinnuskóli verður starfandi á vegum Reykhólahrepps frá 8. júní til og með 22. júlí, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum með vikuhléi á milli. Fyrri lotan verður 8. júní til 3. júlí og seinni lotan 13. júlí til 22. júlí. Flokksstjóri verður Jóhanna Ösp. Rétt til starfa í Vinnuskólanum hafa ungmenni fædd 1999-2002, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2014-15. Hámarksfjöldi nemenda verður 10. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi.

...
Meira
130 fingur á lofti fyrir 130 þúsund!
130 fingur á lofti fyrir 130 þúsund!
1 af 2

Stjórn Handverksfélagsins Össu hefur fært Félagsmiðstöðinni Skrefinu í Reykhólaskóla ágóðann af sölunni á bóka- og nytjamarkaði félagsins í Króksfjarðarnesi á síðasta sumri, að fjárhæð kr. 130.000. Gjöfin mun nýtast til fræðslu- og forvarnarstarfa fyrir nemendur Reykhólaskóla. Að þessari gjöf meðtalinni hefur Handverksfélagið Assa gefið kr. 720.000 til samfélagsins í Reykhólahreppi, sem aflast hafa eingöngu með sölu á bókum og ýmsum munum á nytjamarkaðinum þau fimm sumur sem hann hefur starfað.

...
Meira
Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík.
Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins í Reykjavík.

Á aðalfundi Barðstrendingafélagsins í Reykjavík fyrir skömmu gerðist það í fyrsta skipti í langan tíma, að kjósa þurfti í varastjórn. „Það er mjög ánægjulegt að það séu fleiri en komast að sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið,“ segir Ólína Kristín Jónsdóttir, sem er að byrja þriðja árið sitt sem formaður. „Þó að ekki hafi allir komist að núna, þá mun ábyggilega vera þörf fyrir krafta þeirra síðar,“ segir hún. Á stjórnarfundi í vikunni skipti stjórnin með sér verkum og er nú þannig skipuð:

...
Meira
Vel klæddir Flateyingar að starfi.
Vel klæddir Flateyingar að starfi.
1 af 2

Annasamt var í kulda og trekki í Flatey á Breiðafirði helgi eina fyrir skömmu. Unnið var að flutningi á vatnslögn og vatnsmastri á bryggjunni þannig að tengingar passi við nýja Baldur. Hvasst var alla helgina og frost og lentu einhverjir í vandræðum með að halda hita á húsum. Frá þessu er greint á hinum nýja vef Framfarafélags Flateyjar. Þar er einnig greint frá því (í frétt undir fyrirsögninni hér fyrir ofan), að í einhverju stórviðrinu í vetur hefur orðið stórtjón á byggingum sem ungir og athafnasamir Flateyingar hafa reist við Lómatjörnina. Heilu húsin hafa tekist á loft og spundrast eða fokið í tjörnina.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30