Hæsta tré Vestfjarða á Barmahlíð: Forskotið minnkar
Skjólskógar á Vestfjörðum voru í gær með grunnnámskeið í skógrækt í Bjarkalundi fyrir nýja skógarbændur á starfssvæði sínu. Í hádegishléi brá hópurinn sér út á Barmahlíð til að sjá með eigin augum hvað getur með tímanum orðið úr starfi skógræktarfólks, en þar stendur rétt ofan vegarins afar fallegur lundur íturvaxinna sitkagrenitrjáa. Eitt þessara trjáa ber titilinn hæsta tré Vestfjarða og mældist nú réttir 19 metrar á hæð og þvermál stofnsins í brjósthæð 41,5 cm. Sæmundur Kr. Þorvaldsson í Lyngholti í Dýrafirði, framkvæmdastjóri Skjólskóga, segir að athygli hafi vakið, að í vegkantinum meðfram þessum fallegu trjám er nú að vaxa upp urmull sjálfsáinna greniplantna. Hann sagði ekki nema rétt að benda fólki á að fá leyfi hjá skógræktarfélagi hreppsins til að stinga þessar plöntur upp og gróðursetja á góðum stað.
...Meira