Sitkagrenislundurinn hávaxni við Berufjörð í Reykhólasveit, fegursta fjörð í heimi, eins og sagt hefur verið.
Í framhaldi af fréttinni í gær um hæsta tréð á Vestfjarðakjálkanum, sitkagrenishöfðingjann í „hlíðinni minni fríðu“ í Reykhólasveit, vill Sæmundur Kr. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga, nota tækifærið og lýsa eftir upplýsingum um aldur trésins. „Ég hef ekki getað fengið öruggt ártal en sjálfsagt er um að ræða 5. áratuginn. Öspin í Haukadal er hins vegar svokölluð þjóðhátíðarösp, gróðursett sem slík 1974, en þá nokkurra ára pottaplanta,“ segir hann.
...
Meira