Tenglar

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum hefur löngum verið iðinn við kveðskap í tilefni frétta í fjölmiðlum. Venjulega heldur hann sig við ferskeytlur en núna brá hann út af vananum og kom með tvær limrur til birtingar.

...
Meira
1 af 3

Egill Sigurgeirsson á Mávavatni á Reykhólum er fimmtugur á morgun, miðvikudaginn 20. maí. Af því tilefni verður opið hús á Mávavatni um kvöldið, heitt á könnunni og „einhverjar veitingar“ eins og hann orðar það í léttum dúr.

...
Meira
19. maí 2015

Ófögur aðkoma

Ærin og lömbin. Ljósm. Erna Ósk.
Ærin og lömbin. Ljósm. Erna Ósk.

Mér finnst alltaf jafn ljótt að koma að svona!!! Þú sem keyrðir yfir lömbin mín og lést mig ekki vita ættir að skammast þín!!! Ég sem bóndi vil vera látin vita, ekki svo ég geti rukkað þig heldur til að fara á staðinn og fjarlægja lömbin. Svona aðkoma getur líka valdið slysi, þegar næsti bíll keyrir að og þarf að nauðhemla. Þú getur hringt og þarft ekki að segja til nafns. Eina sem þú þarft að gera er að láta vita!!! - Þetta segir Erna Ósk Guðnadóttir bóndi í Gufudal á síðu sinni á Facebook. Aðkoman á þjóðveginum í gær var ekki fögur, eins og sjá má á myndinni sem hún tók.

...
Meira
Svipmyndirnar úr ferðinni eru í réttri tímaröð. Ljósm. Ágúst Már Gröndal.
Svipmyndirnar úr ferðinni eru í réttri tímaröð. Ljósm. Ágúst Már Gröndal.
1 af 14

Málefni Flateyjar voru rædd á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps á fimmtudag. Annars vegar var farið yfir minnispunkta Áslaugar B. Guttormsdóttur sveitarstjórnarmanns frá fundi syðra 16. apríl með stjórn Framfarafélags Flateyjar, hins vegar minnispunkta Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra og Karls Kristjánssonar oddvita frá Flateyjarferð 1. maí. Þá ferð fór öll sveitarstjórnin auk sveitarstjóra og Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra. Minnisblað sveitarstjóra um þá ferð fer hér á eftir. Sveitarstjórnarfólkið auk Karls oddvita sem fór þessa ferð út í Flatey voru þau Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal. Hann tók myndirnar sem hér fylgja og þess vegna er hann ekki á neinni þeirra. Þórður Jónsson í Árbæ á Reykjanesi flutti mannskapinn á báti sínum Darra.

...
Meira

Héraðsbókasafnið á Reykhólum er komið í sauðburðarfrí út þennan mánuð - „en ekkert mál að hafa samband ef eitthvað er,“ segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður. Í sumar verður opið fyrsta miðvikudaginn í mánuði, en auk þess má alltaf hafa samband við bókavörð og panta bækur til útláns. Hægt er að skila bókum á Upplýsingamiðstöðina í sumar eins og undanfarin sumur. Fólk sem fengið hefur ábendingu um að skila bókum er minnt á að skila þeim eða endurnýja lánið til að fá ekki sekt.

...
Meira
17. maí 2015

Aðalfundarboð

Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 2. júní 2015 kl. 13 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.

...
Meira
Alma og Sigvaldi á Hafrafelli.
Alma og Sigvaldi á Hafrafelli.
1 af 4

Sigvaldi Guðmundsson, bóndi á Hafrafelli í Reykhólasveit, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á þriðjudag,12. maí, 86 ára að aldri. Hann var jarðsunginn á Reykhólum í dag og jarðsettur þar, og fór útförin fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Kona Sigvalda í nærfellt tvo aldarþriðjunga, Alma Dóróthea Friðriksdóttir, lifir mann sinn. Núna eru afkomendur þeirra orðnir liðlega fjörutíu.

...
Meira
Sitkagrenislundurinn hávaxni við Berufjörð í Reykhólasveit, fegursta fjörð í heimi, eins og sagt hefur verið.
Sitkagrenislundurinn hávaxni við Berufjörð í Reykhólasveit, fegursta fjörð í heimi, eins og sagt hefur verið.

Í framhaldi af fréttinni í gær um hæsta tréð á Vestfjarðakjálkanum, sitkagrenishöfðingjann í „hlíðinni minni fríðu“ í Reykhólasveit, vill Sæmundur Kr. Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga, nota tækifærið og lýsa eftir upplýsingum um aldur trésins. „Ég hef ekki getað fengið öruggt ártal en sjálfsagt er um að ræða 5. áratuginn. Öspin í Haukadal er hins vegar svokölluð þjóðhátíðarösp, gróðursett sem slík 1974, en þá nokkurra ára pottaplanta,“ segir hann.

...
Meira
Mikill fjöldi fólks kemur í heimsókn á Reykhóladögum á hverju ári.
Mikill fjöldi fólks kemur í heimsókn á Reykhóladögum á hverju ári.

Reykhóladagar 2015 verða 23.-26. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag síðustu helgina í júlí eins og undanfarin ár. Þó að enn sé langur tími til stefnu er smátt og smátt unnið að undirbúningi og skipulagningu. Þannig er ákveðið að hljómsveitin Sóldögg kemur og spilar á ballinu. Liðin eru tuttugu ár frá því að félagarnir í Sóldögg byrjuðu að spila saman og nú eru þeir að fara af stað á ný eftir langt hlé. Jafnframt er búið að bóka þátttöku SEEDS-liða á Reykhóladögum eins og verið hefur á undanförnum árum.

...
Meira

Sveitarfélagið Reykhólahreppur, Maríutröð 5a, 380 Reykhólum, óskar eftir tilboðum í verkið jarðvinna og yfirborðsfrágangur á lóð Grunnskólans á Reykhólum. Verkið er fólgið í jarðvinnu, fyllingum, hellulögnum, grjóthleðslu og uppsetningu á leiktækjum. Tilboðið skal gert á grundvelli útboðslýsingar sem byggir á útboðsgögnum frá Landmótun í mars 2015. Verktími er 1. júní til 20. ágúst 2015. Útboðsgögn eru til sýnis og afhendingar á skrifstofu Reykhólahrepps frá og með föstudeginum 15. maí 2015.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30