Vel heppnuð skíðaganga í prýðisveðri
Þátttakan á skíðagönguæfingunni við Hríshól í Reykhólasveit í dag var mjög góð. Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir æfingunni og komu félagsmenn með búnað fyrir þá sem það vildu. Af Ströndum komu átta manns en úr Reykhólahreppi voru það nærri þrjátíu manns, allt frá Gufudal til Gilsfjarðar, sem tóku þátt í þessum ánægjulega viðburði. Dimmt var yfir en veðrið var sérlega gott, hægviðri og hiti rétt við frostmark. Braut var gerð fyrir lengra komna og síðan var skemmtileg æfing fyrir krakkana og foreldra. Farið var í leiki þar sem æft var jafnvægi og fleira. Óhætt er að segja að þetta hafi allt saman tekist ákaflega vel og gaman að sjá hversu margir komu.
...Meira