Tenglar

Svolítil mugga en prýðisveður.
Svolítil mugga en prýðisveður.
1 af 9

Þátttakan á skíðagönguæfingunni við Hríshól í Reykhólasveit í dag var mjög góð. Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir æfingunni og komu félagsmenn með búnað fyrir þá sem það vildu. Af Ströndum komu átta manns en úr Reykhólahreppi voru það nærri þrjátíu manns, allt frá Gufudal til Gilsfjarðar, sem tóku þátt í þessum ánægjulega viðburði. Dimmt var yfir en veðrið var sérlega gott, hægviðri og hiti rétt við frostmark. Braut var gerð fyrir lengra komna og síðan var skemmtileg æfing fyrir krakkana og foreldra. Farið var í leiki þar sem æft var jafnvægi og fleira. Óhætt er að segja að þetta hafi allt saman tekist ákaflega vel og gaman að sjá hversu margir komu.

...
Meira
Myndin er fengin af Facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna.
Myndin er fengin af Facebooksíðu Skíðafélags Strandamanna.

UPPFÆRT Skíðafélag Strandamanna verður með skíðagönguæfingu í Reykhólasveit kl. 13-14.30 á morgun, sunnudag. Hún er öllum opin, börnum jafnt sem fullorðnum. Umsjónarfólk verður með skíðabúnað meðferðis fyrir þá sem vilja prófa. Að æfingu lokinni verður farið í sund í Grettislaug á Reykhólum, en hún verður opin kl. 15-17.

...
Meira
Svanhildur, Eva Rakel og Helga.
Svanhildur, Eva Rakel og Helga.

Kvenfélagið Katla hefur fært Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð að gjöf tauflokkunarkerfi frá þýska fyrirtækinu Hammerlit, eins og notað hefur verið á íslenskum heilbrigðisstofnunum og dvalarheimilum um langt skeið (fremst á myndinni). Helga Garðarsdóttir hjúkrunar-forstjóri biður fyrir bestu þakkir til félagskvennanna fyrir stuðninginn við heimilið. Á myndinni er hún að taka við gjöfinni úr höndum Svanhildar Sigurðardóttur, gjaldkera Kötlu. Með þeim er dóttir Helgu, Eva Rakel Másdóttir.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Starfsfólk óskast í afleysingar við umönnun á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Hugsanlega verður hægt að útvega húsnæði. Áhugasamir hafi samband við Helgu Garðarsdóttur hjúkrunarforstjóra.

...
Meira
29. janúar 2015

Raunir rjúpunnar

Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.

Vorið 1994 hóf ríkisvaldið refarækt á Hornströndum og fljótlega eftir það, venjulega um veturnætur, hvolfdist ófögnuðurinn yfir okkur og refaslóðir flúruðu allar hlíðar, þegar sporrækt var. Tilgangslaust varð að ganga lengur til rjúpna, enda slíkt orðið úr takt við heilbrigða skynsemi og sjálfsögð verndunarsjónarmið. Í sumar sá ég í fyrsta skipti enga rjúpu með unga. Í göngum, tvær veðurgóðar helgar, 15 fullorðnir í hvort skipti, sáust samtals innan við 20 rjúpur. Í þriggja daga eftirleitum sá ég tvær rjúpur. Svo komu túristatófurnar að norðan og gengu hér um hlöðin eins og heimilishundar svo næstum því var hægt að reka í þær byssuhlaupið.

...
Meira
Stilla úr einum leikþáttanna.
Stilla úr einum leikþáttanna.

„Þetta var gert í tengslum við þema mánaðarins, sem eru samskipti barna, og þau gerðu þetta fyrir foreldrafundinn sem var í síðustu viku. Þau tóku fullan þátt í að skipuleggja hvert og eitt atriði fyrir sig og stóðu sig rosalega vel,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Reykhólahrepps. Þarna á hún við myndskeið samsett úr örstuttum leikþáttum sem fjalla um nokkra grunnþætti góðra mannlegra samskipta, en leikendur eru nemendur í Reykhólaskóla. Vídeóið er sjö mínútna langt og má sjá það hér.

...
Meira

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands stóð fólksfjöldi í Reykhólahreppi í stað eða því sem næst á nýliðnu ári. Þann 1. janúar 2014 áttu 270 manns lögheimili í sveitarfélaginu, þar af 140 karlar og 130 konur. Sömu tölur getur að líta í lok fjórða ársfjórðungs, eða þann 31. desember, en í því tilviki eru tölur rúnnaðar af og hækkaðar upp eða lækkaðar niður í heilan tug. Endanlegar tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum og einstökum byggðakjörnum þann 1. janúar eru ekki komnar enn.

...
Meira
Ljósm. Wikipedia / Michael Haferkamp.
Ljósm. Wikipedia / Michael Haferkamp.

Sauðfjárræktarfélögin í Strandasýslu sendu í fyrravor Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðar- og umhverfisráðherra neyðarkall. Tilefnið var að 1. júlí í fyrra voru liðin 20 ár frá því að ríkisvaldið alfriðaði refi á 580 ferkílómetra svæði á Hornströndum í óþökk nágrannabyggða og án undangenginna rannsókna á lífríki svæðisins. Ekki hefur enn borist svar frá ráðherranum, að sögn Guðbrands Sverrissonar, formanns Sauðfjárræktarfélags Kaldrananeshrepps.

...
Meira

Símenntunarmiðstöð Vesturlands er þessa dagana að fara af stað með Skrifstofuskólann og stendur skráning yfir. Hann er 160 klukkustunda nám, ætlað fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu- og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu jákvæðu viðhorfi til frekara. Meta má námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla.

...
Meira
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir.

Þess var minnst hér á vef Reykhólahrepps á sunnudaginn fyrir rúmri viku, 18. janúar, að þá voru 20 ár liðin frá snjóflóðinu mikla og óvænta á Grund í Reykhólasveit. Þar fórst Ólafur Sveinsson bóndi en Unnsteini Hjálmari syni hans var bjargað eftir að hann hafði legið nærri hálfan sólarhring djúpt undir snjófarginu. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir frá Reykhólum, hálfsystir Lilju Þórarinsdóttur húsfreyju á Grund og mágkona Ólafs, var á þessum tíma forstöðumaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Fyrir tveimur árum færði hún í letur minningar um þennan atburð og sitthvað kringum hann, og fer frásögn hennar hér á eftir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31