Tenglar

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II í Reykhólasveit, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II í Reykhólasveit, formaður Landssambands eldri borgara.

Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði meðal þegnanna á Íslandi?

...
Meira
Leið B / Vegagerðin.
Leið B / Vegagerðin.

Skipulagsstofnun hefur nú til meðferðar beiðni Vegagerðarinnar um að stofnunin noti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna leiðar B um Teigsskóg í Þorskafirði. Á vef Vegagerðarinnar má finna fyrra umhverfismat, sem fram fór árið 2005 og fjallaði um aðra veglínu en núna er gert ráð fyrir, og beiðnina um endurupptöku ásamt gögnum sem hún byggist á.

...
Meira
Lovísa Ósk og Nonni og litla stúlkan.
Lovísa Ósk og Nonni og litla stúlkan.
1 af 4

Nýjasti Reykhólabúinn árið 2015 fæddist á föstudaginn eða þann 16. janúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, gullfalleg stúlka sem reyndist 3410  g og 51 cm. Bæði móður og barni heilsast vel. Foreldrar hennar eru Hlynur Stefánsson og Lovísa Ósk Jónsdóttir og stolti stóri bróðir heitir Jón Halldór. Þess má til gamans geta að ljósmóðirin sem tók á móti stúlkunni, Lóa Kristinsdóttir, hafði verið í sveit á Mávavatni hjá Sigurgeiri og Dísu þegar hún var tólf ára.

...
Meira
20. janúar 2015

Fundur um samskipti barna

Foreldrafundur um samskipti barna verður haldinn á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps í skólanum á Reykhólum kl. 19.30 núna á fimmtudag, 22. janúar. Krakkarnir í Reykhólaskóla hafa hjálpað til við undirbúning fundarins. Hann er liður í þemamánuði tómstundastarfsins í skólanum, sem snýr að samskiptum. Börnin fá svo sambærilegan fyrirlestur viku síðar.

...
Meira

María Maack var tekin á orðinu: Núna er komin hér á Reykhólavefinn samflotssíða (Ferða-Flot, eins og María kallaði það) þar sem líka má koma á framfæri hvers konar smáauglýsingum (með vissum skilyrðum eins og þar kemur fram). Ekki síst ætti þetta að geta verið nytsamt héraðsfólki á meðan engin verslun er á Reykhólum. Hægt er að fara inn á þessa síðu með því að smella á kassann hér hægra megin (sjá meðfylgjandi skjáskot) og reyndar líka í valmyndinni til vinstri.

...
Meira
Þorramatur / Wikipedia.
Þorramatur / Wikipedia.

Á það skal minnt að frestur til að panta miða á þorrablótið, sem haldið verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld, er að renna út. Miðapantanir hjá Guðrúnu í síma 426 8625 eða 865 5237 og Lóu í síma 434 7715 eða 869 8713. Lionsfélagar sjá um matinn en síðan leikur KK-bandið fyrir dansi. Aldurstakmark er 18 ár. Húsið verður opnað kl. 20 en borðhaldið hefst kl. 20.30.

...
Meira

Nú stendur yfir vinna að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Þegar er búið að halda tvo fundi, á Patreksfirði og Ísafirði, og framundan er fundur á Hólmavík sem fresta þurfti í síðustu viku. Fundurinn á Hólmavík verður haldinn núna á miðvikudag, 21. janúar kl. 15, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða opinn fund sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að Sóknaráætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Fundurinn stendur að hámarki í þrjá tíma og kaffi verður á boðstólum í hléi.

...
Meira
Samflot (að vísu ekki á Svínadal í dag).
Samflot (að vísu ekki á Svínadal í dag).

Mig hefur lengi langað til að vita hvort Reykhólasíðan væri til í að setja upp samflotshnapp. Hér á ég við hvort þú viljir setja upp þjónustu fyrir þá sem vilja vita af og bjóða ferðir til handa þeim sem vilja vera í samfloti. Þetta gæti heitið Ferða-Flotið af því maður neitar því sjaldan. Mér finnst sjálfsagt að menn greiði hluta af fararkostnaði í svona tilfellum, kannski 2500 kall eitthvað slíkt ef ferðinni er heitið til Reykjavíkur. Og mér finnst líka í lagi að minna á að einhver sporsla sé við hæfi, þótt vitaskuld geti sumir afþakkað slíkt.

...
Meira

Dagskráin hjá Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi fram á vorið liggur fyrir. Um er að ræða samverustundir á fimmtudögum á ýmsum stöðum og með ýmsum ólíkum viðfangsefnum, gönguferðir, kóræfingar, sundferðir og margt fleira. Vakin er athygli á því að félagið er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. Margvísleg fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum, afsláttur af bensíni og fleira.

...
Meira
Ólafur Sveinsson bóndi á Grund. Nánar neðst í meginmáli.
Ólafur Sveinsson bóndi á Grund. Nánar neðst í meginmáli.

Tuttugu ár eru í kvöld, 18. janúar, frá þeim hörmulega atburði þegar snjóflóðið féll á Grund í Reykhólasveit, annað í röðinni af þremur mannskæðum snjóflóðum á Vestfjörðum árið 1995. Ólafur Sveinsson bóndi fórst, en Unnsteinn Hjálmar sonur hans fannst morguninn eftir undir snjófargi og braki úr útihúsunum eftir ellefu til tólf klukkustunda leit í aftakaveðri. Fjárhús, fjós og hlaða gereyðilögðust. Af sauðfénu björguðust aðeins 65 eða liðlega fimmti hluti þess fjár sem í húsunum var. Í fjósinu voru þrjátíu nautgripir og björguðust fimm. Íbúðarhúsið á Grund slapp við flóðið, en þar voru þau Lilja Þórarinsdóttir eiginkona Ólafs og Guðmundur sonur þeirra.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31