Lyktin er ekki góð en bragðið lyftist á annað svið
„Þetta er aldagömul aðferð sem er notuð við að búa til sósuna. Í hana er notaður feitur og olíukenndur fiskur, oft sardínur eða makríll eins og við notum. Þetta var mikið gert við Miðjarðarhaf og mjög vinsælt hjá Forn-Grikkjum og Rómverjum. Garumið var gert þannig að fiskurinn var lagður í pækil í kerjum, eða sérstökum Garum-stöðvum, og hann síðan látinn rotna. Fiskurinn rotnar öðruvísi í saltpæklinum heldur en við venjulega rotnun, því salt var og er auðvitað notað til að varðveita mat. Við rotnun í saltpækli brotna niður ákveðin ensím og þá kemur þetta sérstaka bragð sem var mjög vinsælt á tímum Forn-Grikkja og Rómverja.“
...Meira