Tenglar

8. janúar 2015

Ég er að boða byltingu!

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.

Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur á asnaeyrum út í fenið á ný. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst, áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið, og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu!

...
Meira
Útskurðartól / Wikipedia.
Útskurðartól / Wikipedia.

Starfsemi vinnustofu í útskurði í tré er í þann veginn að hefjast á Reykhólum á vegum Félagsþjónustunnar. Rebekka Eiríksdóttir á Stað mun sjá um vinnustofuna, sem verður í smíðastofu Reykhólaskóla á þriðjudögum milli klukkan 14.30 og 17.30. Í fyrstu verður Rebekka með efni og útskurðarhnífa en síðan getur fólk keypt verkfæri að eigin vali. Eldri borgarar ganga fyrir, en annars eru allir velkomnir.

...
Meira

Komið er að því að vinna stefnumótunarvinnu fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning ríkisins og sveitarfélaganna um þetta efni. Ákveðið hefur verið að halda þrjá opna fundi á Vestfjörðum til að safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Um er að ræða fundi þar sem öllum er heimilt að mæta og taka þátt í vinnunni. Uppkast að áætluninni verður í framhaldinu birt á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Fundirnir verða sem hér segir:

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn verður með flugeldasölu í húsi sínu við Suðurbraut á Reykhólum kl. 15-17 á morgun, þrettándanum. Á sama tíma verður Nemendafélag Reykhólaskóla með dósa- og flöskumóttöku á sama stað og svo aftur á sama tíma á fimmtudaginn, 8. janúar.

...
Meira
Reykhólakirkja tekin ofan árið 1975. Nánar neðst í meginmáli.
Reykhólakirkja tekin ofan árið 1975. Nánar neðst í meginmáli.

Hér fyrir neðan má lesa fréttabréf frá Sveini Guðmundssyni, bónda og kennara á Miðhúsum í Reykhólasveit, sem birtist í Morgunblaðinu í ársbyrjun 1975 eða fyrir fjörutíu árum. Sveinn var um langt árabil einhver ötulasti fréttaritari Morgunblaðsins og jafnan ómyrkur í máli um það sem honum þótti betur mega fara heima í héraði. Sitthvað má telja fróðlegt í þessum pistli Sveins núna fjórum áratugum síðar, og kannski ekki síst vegna þess tíma sem liðinn er. – Margir bíða á Reykhólum eftir flugfari suður. Er einhverjum ennþá tamt að tala um Mjólkurvelli? Sveinn víkur að skipulagi heilbrigðismála, rafmagnsöryggi í héraðinu, frammistöðu Ríkisútvarpsins, hrakningum Vilhjálms mjólkurbílstjóra á Miðjanesi um jólin, framkvæmdum á Reykhólum, Bakkusarblótum, nýstofnuðu Alþýðubandalagsfélagi og snjóflóðum.

...
Meira
2. janúar 2015

Spilakvöld í Sævangi

1 af 2

Félagsvist verður haldin í Sævangi við Steingrímsfjörð annað kvöld, laugardag, og hefst spilamennskan kl. 20. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spilakvöldinu. Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir 13 ára og eldri en kr. 600 fyrir yngri og veitingar innifaldar í verðinu.

...
Meira
Ljósm. ov.is.
Ljósm. ov.is.

Við úthlutun samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2014, sem tilkynnt var um núna rétt fyrir áramótin, fékk Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi kr. 100.000 til stuðnings við barna- og unglingastarf félagsins. Alls bárust 58 umsóknir og voru veittir 19 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 3,5 milljónir króna.

...
Meira
Eyvindur og Ólafía í versluninni Hólakaupum. Nánar neðst í meginmáli.
Eyvindur og Ólafía í versluninni Hólakaupum. Nánar neðst í meginmáli.

Fátt var eftir af vörum í Hólakaupum á Reykhólum þegar versluninni var lokað síðdegis í dag. Þau Eyvindur Svanur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttur tóku við rekstri búðarinnar vorið 2010, en núna eru þau hætt, eins og legið hefur fyrir um nokkurt skeið. „Þessi tími hér á Reykhólum hefur verið mjög skemmtilegur, og verður vonandi áfram,“ segja þau. „Þrátt fyrir að við hættum þessum rekstri erum við ekki með nein plön um að fara héðan eins og nú standa sakir. Það hefur verið sérlega gott fyrir börnin að vera hér frekar en í Reykjavíkinni.“

...
Meira
Afmælisbarnið á Ferguson, sem er orðinn talsvert meira en fimmtugur.
Afmælisbarnið á Ferguson, sem er orðinn talsvert meira en fimmtugur.
1 af 24

Stefán Hafþór Magnússon á Seljanesi í Reykhólasveit er fimmtugur í dag, 30. desember. Eins og hér kom fram var af þessu tilefni opið hús á Seljanesi í gærkvöldi og var þar margt gesta eins og vænta mátti. Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja var fagnaðurinn haldinn í kjörlendi Stefáns og þeirra feðganna á Seljanesi, sem þekktir eru fyrir fornbíla sína og forntraktora og margvíslega söfnun á þeim sviðum.

...
Meira
Nú árið er liðið í aldanna skaut ...
Nú árið er liðið í aldanna skaut ...

Áramótabrennan á Reykhólum verður eins og endranær neðan við þorpið á Reykhólum á gamlárskvöld, með venjulegum fyrirvara um veður. Kveikt verður í kestinum klukkan hálfníu og korteri seinna byrjar flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Heimamanna. Umsjónarmenn sýningarinnar, sem og flugeldasölu Heimamanna, eru að þessu sinni Ágúst Már Gröndal og Játvarður Jökull Atlason.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31