Reykhólakirkja tekin ofan árið 1975. Nánar neðst í meginmáli.
Hér fyrir neðan má lesa fréttabréf frá Sveini Guðmundssyni, bónda og kennara á Miðhúsum í Reykhólasveit, sem birtist í Morgunblaðinu í ársbyrjun 1975 eða fyrir fjörutíu árum. Sveinn var um langt árabil einhver ötulasti fréttaritari Morgunblaðsins og jafnan ómyrkur í máli um það sem honum þótti betur mega fara heima í héraði. Sitthvað má telja fróðlegt í þessum pistli Sveins núna fjórum áratugum síðar, og kannski ekki síst vegna þess tíma sem liðinn er. – Margir bíða á Reykhólum eftir flugfari suður. Er einhverjum ennþá tamt að tala um Mjólkurvelli? Sveinn víkur að skipulagi heilbrigðismála, rafmagnsöryggi í héraðinu, frammistöðu Ríkisútvarpsins, hrakningum Vilhjálms mjólkurbílstjóra á Miðjanesi um jólin, framkvæmdum á Reykhólum, Bakkusarblótum, nýstofnuðu Alþýðubandalagsfélagi og snjóflóðum.
...
Meira