Tenglar

Hálka í Reykhólasveit.
Hálka í Reykhólasveit.
1 af 5

Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal í Reykhólahreppi hinum nýja. Myndir nr. 1 og 2 tók hann á sama stað af þjóðveginum með réttu sólarhringsmillibili í gær og í dag. Þar má sjá hversu fljót hálkan er blessunarlega fljót að hverfa með asahlákunni. Mynd nr. 3 tók hann af „dálitlum“ vatnavöxtum í Geiradalnum. Þarna eru skurðir undir. Og Sveinn spyr: Hvaða eðlisfræðilögmál ræður því að vatnið stendur hærra en landið í kring?

...
Meira
Hugrún og Sigurvin og dæturnar.
Hugrún og Sigurvin og dæturnar.
1 af 2

Í gær voru þrjátíu ár liðin frá slysinu hörmulega þegar Sigurvin Helgi Baldvinsson á Gilsfjarðarbrekku fórst í bílslysi í Gilsfirði. Hann var rétt liðlega þrítugur. Með honum í bílnum voru Hugrún Einarsdóttir eiginkona hans, 23 ára, og dætur þeirra tvær, Sigríður Magnea, fimm ára, og Ólafía, þriggja ára. Þær mæðgurnar köstuðust út úr bílnum á leiðinni niður snarbratta brekkuna en Sigurvin fór með honum alla leið niður í fjöru og mun hafa látist samstundis. Þessi atburður er enn í fersku minni fólksins í héraðinu þó að liðnir séu þrír áratugir.

...
Meira
Ferðalangar sem komu við og tóku bensín. Mynd frá sumrinu 2011.
Ferðalangar sem komu við og tóku bensín. Mynd frá sumrinu 2011.

„Fulltrúar Kaupfélags Steingrímsfjarðar skoðuðu nú í desember þann möguleika að reka hér útibú eftir áramót, en gáfu afsvar núna á laugardaginn. Þar með er lokið tilraunum okkar til að selja reksturinn og lokun blasir við,“ segir Eyvindur Svanur Magnússon, kaupmaður í Hólakaupum á Reykhólum. „Við Ólafía viljum þakka viðskiptavinum okkar í gegnum tíðina, einnig því starfsfólki sem starfað hefur með okkur. Við vonum að búð verði opnuð hér á ný.“

...
Meira

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, sem er eins og venjulega í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (beint á móti gámasvæðinu), verður opin fyrir þessi áramót sem hér segir:

...
Meira
Stebbi á Seljanesi á leið á Reykhóladaga - á forntraktor að hefðbundnum hætti.
Stebbi á Seljanesi á leið á Reykhóladaga - á forntraktor að hefðbundnum hætti.

Stefán Hafþór Magnússon á Seljanesi í Reykhólasveit er fimmtugur núna á þriðjudag, 30. desember. Af því tilefni verður opið hús fyrir gesti og gangandi á Seljanesi annað kvöld, mánudagskvöld, eftir klukkan 20. Búið að baka og hvaðeina.

...
Meira

Minnt skal á nokkur atriði sem hér hafa áður komið fram. Heilsugæslan á Reykhólum verður lokuð á morgun, mánudaginn 29. desember. Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin á morgun. Skrifstofa Reykhólahrepps er lokuð milli jóla og nýárs og fram til 5. janúar. Verslunin Hólakaup verður opin til kl. 17 á gamlársdag, en þá verður rekstri hennar hætt. Sjá nánar hér og líka varðandi afgreiðslutíma í Grettislaug á Reykhólum og á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps.

...
Meira

Um jólin 1951 var haldin barnaskemmtun á Reykhólum og Sigfús Halldórsson tónskáld fenginn til að leika jólasvein. „Þá varð ég heldur betur var við að Litla flugan var auðlærð,“ sagði hann seinna í viðtali. „Ég var ekki búinn að syngja hana nema einu sinni þegar allir krakkarnir sungu hana með mér.“ Sigfús hefur sagt að lagið hafi verið sungið „fram og aftur og út á hlið, liggur mér við að segja, og ég vænti þess, að hún hafi svipt einhverjum skammdegisdrunga á brott.“

...
Meira

Nemendur í fimmta til tíunda bekk í Reykhólaskóla æfðu sig núna rétt fyrir jólin í því að leggja á borð með hátíðarbrag. Myndirnar hér eru nokkrar af mun fleiri sem er að finna á Facebooksíðu skólans. Nema mynd nr. 11, sem er fengin af bloggsíðu skrautskriftarkennarans góðkunna Jens Kr. Guðmundssonar. Hann segir og flækir ekki málin frekar venju: Til að leggja snyrtilega á borð þarf aðeins tommustokk og snærispotta. Með tommustokknum er passað upp á að nákvæmlega sama bil sé á milli allra diska, glasa og hnífapara. Það má ekki skeika hálfum sentimetra. Með spottanum er þess gætt að borðbúnaðurinn sé í beinni röð. Þaðan er komið orðið þráðbeint.

...
Meira

„Þetta er stór hugmynd og dásamlegt ef hún getur orðið að veruleika,“ segir Svanhildur Sigurðardóttir, eigandi SjávarSmiðjunnar á Reykhólum við Breiðafjörð. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt deiliskipulag fyrir heilsuspa við sjóinn sem mun bera nafnið Sjávarböðin. SjávarSmiðjan var opnuð sumarið 2011, en þar er boðið upp á þaraböð þar sem blandast saman gæðavottað þaramjöl frá Þörungaverksmiðjunni og heita hveravatnið á Reykhólum. Svanhildur segir að frá upphafi hafi verið draumurinn að bjóða upp á frekari líkamsmeðferðir. Í því skyni keypti hún 324 hektara land sem nær allt frá syðstu þéttbýlismörkum Reykhóla niður að sjó við Karlsey, þar sem hún stefnir á að reisa heilsuspa. „Þetta er allt á byrjunarstigi en það eru ákveðin tímamót að deiliskipulagið hafi verið samþykkt,“ segir hún.

...
Meira
24. desember 2014

Bærileg veðurspá yfir jólin

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan kalda eða stinningskalda (8-13 m/sek) og snjókomu við Breiðafjörð fyrri hluta dags á morgun, jóladag, en hægari suðvestanátt og éljum um kvöldið. Annan í jólum má búast við hægri vestlægri eða breytilegri átt og éljagangi. Á laugardag (þriðja í jólum) er spáð vaxandi norðaustanátt og léttskýjuðu. Gert er ráð fyrir nokkru frosti fram á helgi en hlýnandi veðri og rigningu á mánudag og þriðjudag. Fyrir fáeinum dögum var langtímaspáin fyrir annan og þriðja í jólum talsvert leiðinleg en síðan hefur hún lagast mjög.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31