Mörg eru veður á vegum í Reykhólahreppi
Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal í Reykhólahreppi hinum nýja. Myndir nr. 1 og 2 tók hann á sama stað af þjóðveginum með réttu sólarhringsmillibili í gær og í dag. Þar má sjá hversu fljót hálkan er blessunarlega fljót að hverfa með asahlákunni. Mynd nr. 3 tók hann af „dálitlum“ vatnavöxtum í Geiradalnum. Þarna eru skurðir undir. Og Sveinn spyr: Hvaða eðlisfræðilögmál ræður því að vatnið stendur hærra en landið í kring?
...Meira