Urðu í þriðja sæti í piparkökuhúsakeppninni
Vinkonurnar Ásdís Birta, Védís Fríða og Steinunn Lilja í Reykhólaskóla urðu í þriðja sæti í piparkökuhúsakeppni Húsaskjóls í Kópavogi, eins og fram kemur fram á vef skólans. Nemendur bökuðu margvísleg hús fyrir fullveldishátíð Reykhólaskóla í byrjun mánaðarins og sigruðu þær stöllur í keppninni innan skólans. Í keppninni hjá Húsaskjóli var kosið um innsend hús á Facebook en síðan var bakarameistari fenginn til að ráða úrslitum. Í verðlaun fengu stelpurnar gjafabréf í Smáralind.
...Meira