Brot úr sögu verkalýðsfélaga í Flatey og á Reykhólum
Í síðustu viku kom út Vindur í seglum II, annað bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum, eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing á Ísafirði. Undirtitill bókarinnar er Strandir og firðir 1931-1970. Hér segir frá verkafólki við sjóinn, samtökum þess og samfélagi á Vestfjörðum. Fjallað er um tólf verkalýðsfélög í jafnmörgum byggðarlögum þar sem verkalýðshreyfingin náði fótfestu og verkafólk og sjómenn fengu í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á kjör sín og afkomu. Sögusviðið nær frá Súgandafirði vestur til Patreksfjarðar, suður í Flatey á Breiðafirði og til Reykhóla og frá Borðeyri og norður um Strandasýslu til Djúpavíkur. Hér verða birt fáein brot úr þessu mikla riti, þar sem fjallað er um verkalýðsfélög á Reykhólum og í Flatey.
...Meira