Tenglar

1 af 2

Í síðustu viku kom út Vindur í seglum II, annað bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum, eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing á Ísafirði. Undirtitill bókarinnar er Strandir og firðir 1931-1970. Hér segir frá verkafólki við sjóinn, samtökum þess og samfélagi á Vestfjörðum. Fjallað er um tólf verkalýðsfélög í jafnmörgum byggðarlögum þar sem verkalýðshreyfingin náði fótfestu og verkafólk og sjómenn fengu í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á kjör sín og afkomu. Sögusviðið nær frá Súgandafirði vestur til Patreksfjarðar, suður í Flatey á Breiðafirði og til Reykhóla og frá Borðeyri og norður um Strandasýslu til Djúpavíkur. Hér verða birt fáein brot úr þessu mikla riti, þar sem fjallað er um verkalýðsfélög á Reykhólum og í Flatey.

...
Meira
1 af 2

„Þetta er ástríða. Það var hugsjónavinna að gera þessa bók,“ segir Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla, ritstjóri og aðalhöfundur hins afar veglega Vestfjarðarits IV, er nefnist Hjalla meður græna, Austur-Barðastrandarsýsla 1900-2012. Bókin er alls 624 blaðsíður og með yfir eitt þúsund ljósmyndum. Þegar Finnbogi er spurður um ástæðu þess að hann réðst í þetta mikla og metnaðarfulla verk segir hann að árið 1989 hafi komið út ágætlega ítarlegt ábúendatal um héraðið en sér hafi þótt myndirnar í því fáar. „Ég fór í framhaldi af því að safna saman myndum og upplýsingum úr héraðinu,“ segir hann.

...
Meira

Í þættinum Merkir Íslendingar eru í Morgunblaðinu í dag rakin helstu æviatriði Ársæls Árnasonar, sem fæddist þennan dag árið 1886. Hann var landsþekktur sem Ársæll bókbindari en fékkst þó við margt annað á lífsleiðinni en bókband eins og fram kemur í samantektinni. Ástæðan fyrir því að æviágrip þessa merkismanns er tekið inn á þennan vef er sú, að hann var afi Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar.

...
Meira
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Þetta er bara hneisa, segir Björk Stefánsdóttir á Reykhólum á Facebook. Þar deilir hún frétt sem hér birtist um bókun sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem lýsir áhyggjum sínum vegna þess að Heilbrigðisstofnun Vesturlands er ekki lengur með samning við hjúkrunarfræðing um störf í héraðinu. Björk heldur áfram: Ég hringdi í hjúkrunarfræðinginn í Barmahlíð, hélt að sjálfsögðu að hún væri með samning eins og fyrrverandi hjúkrunarfræðingar hér. Ebba Sif var svo lasin og ég hringdi í hjúkkuna og auðvitað kom hún strax, lítið barn veikt, hún hafði að sjálfsögðu ekki samvisku í að segja Nei, ég er ekki í vinnu fyrir HVE. En auðvitað fer ég ekki að hringja aftur. Við eigum bara að keyra í Búðardal til að fá einhverja þjónustu (75 km).

...
Meira
19. desember 2014

Grettislaug um jól og áramót

Grettislaug / ÁG.
Grettislaug / ÁG.

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð á Þorláksmessu, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Laugardaginn 27. desember verður hún opin kl. 14-18 og mánudaginn 29. desember kl. 17-21. Frá og með 2. janúar verður breyttur tími:

...
Meira
19. desember 2014

Litlu jólin í Reykhólaskóla

Hangikjöt og tilheyrandi á litlu jólunum. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.
Hangikjöt og tilheyrandi á litlu jólunum. Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.

Umsjónarmaður þessa vefjar tekur sér það bessaleyfi að birta hér þessa mynd af Facebook-síðu Herdísar Ernu Matthíasdóttur á Reykhólum án þess að biðja um leyfi. Myndin var tekin í borðsal Reykhólaskóla í morgun þegar litlu jólin í skólanum voru haldin. Byrjað var á stofujólum þar krakkarnir skiptust á pökkum og mauluðu piparkökur í boði foreldrafélagsins. Síðan var jólaball fyrir bæði leikskóladeild og grunnskóladeild í íþróttahúsi skólans. Að því loknu var farið í borðsalinn og sest að snæðingi, þar sem hangikjöt og tilheyrandi var á borðum.

...
Meira
Kannski kemur þessi / Wikipedia.
Kannski kemur þessi / Wikipedia.

Jólatrésnefndin hjá góðum grönnum okkar í Strandabyggð minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst kl. 14. Allir íbúar á Ströndum og í grannhéruðum eru hjartanlega velkomnir á skemmtunina. Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemmningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Barböru Guðbjartsdóttur.

...
Meira
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað í afgreiðslunni á sýningunni.
Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað í afgreiðslunni á sýningunni.

Hvernig væri að skella sér á skemmtilegt kaffihús á Þorláksmessu? spyr Harpa Eiríksdóttir. Á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum verður fagnaður frá kl. 18 til 21 á Þorláksmessukvöld, sem verður forsmekkur þess sem þar verður í boði á nýja árinu. „Hægt verður að kaupa sér jólalegt góðgæti og styrkja um leið sýninguna,“ segir Harpa. „Minjagripabúðin okkar hefur margt að bjóða og hægt er að finna flottar jólagjafir fyrir þá sem eiga eftir að finna allra síðustu gjafirnar,“ segir hún.

...
Meira

Skötuveislan árvissa hjá Lionsfólki í Reykhólahreppi verður eins og áður í borðsal Reykhólaskóla á Þorláksmessu milli kl. 12 og 14. Saltfiskur verður í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í sjálft lostætið. Allir eru velkomnir, alveg sama þó að þeir tengist Lions ekki neitt. Verðið er það sama og í fyrra, 2.200 krónur, nema fyrir 12 ára og yngri sem borga 1.000 krónur. Tekið skal fram að posi verður á staðnum, en svo hefur ekki verið áður.

...
Meira
Hlynur Hafberg Snorrason. Myndir: BB/bb.is/Sigurjón J. Sigurðsson.
Hlynur Hafberg Snorrason. Myndir: BB/bb.is/Sigurjón J. Sigurðsson.
1 af 2

Hlynur Hafberg Snorrason er yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum og spannar umdæmi hans allan Vestfjarðakjálkann suður að Gilsfirði. Hann kom til Ísafjarðar tvítugur að aldri síðla árs 1983 og ætlaði að vera þar í löggunni bara þann vetur. En margt fer öðruvísi en ætlað er; þar hitti hann stúlku og þar er hann enn og þau bæði, meira en þrjátíu árum seinna. Hann segist raunar aldrei hafa skilið hvers vegna hann sótti um starf á Ísafirði. „Það hefði verið miklu nær fyrir mig að sækja um í Vestmannaeyjum, eiginlega í túnfætinum þar sem ég ólst upp undir Eyjafjöllum. Maður horfði út til Vestmannaeyja öll uppvaxtarárin og margir af mínum vinum og æskufélögum fóru þangað á vertíð og í fleiri störf og ílentust þar,“ segir hann.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31