Tenglar

Wikimedia Commons.
Wikimedia Commons.

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin á aðfangadag til kl. 13. Lokað verður á jóladag og annan í jólum en laugardaginn þriðja í jólum (27. desember) verður opið til kl. 17 eins og venjulega. Á gamlársdag verður opið til kl. 17. Lokað er á sunnudögum eins og verið hefur frá því í haust.

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur. Nánar í meginmáli. Ljósm. hþm.
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur. Nánar í meginmáli. Ljósm. hþm.

Skipað hefur verið í nýtt ráðgjafaráð Markaðsstofu Vestfjarða. Í því eiga sæti þrír fulltrúar úr stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða, þau Harpa Eiríksdóttir á Reykhólum, Einar Kristinn Jónsson á Patreksfirði og Þorsteinn Másson í Bolungarvík, og tveir fulltrúar skipaðir af Fjórðungssambandi Vestfirðinga, þau Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir í Hnífsdal og Jón Páll Hreinsson á Ísafirði. Þær Harpa og Sigríður Ólöf áttu sæti í ráðinu fyrir en karlarnir eru þar allir nýir.

...
Meira

Í fréttum Stöðvar 2 í gær ræddi Kristján Már Unnarsson við Halldór Ó. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Íslandi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Tilefni þessa viðtals var að núna er Senegalflúra, einhver verðmætasti matfiskur heims, komin í sláturstærð í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanestánni syðra. Þetta er í fyrsta sinn á heimsvísu sem þessi fisktegund er alin við þær aðstæður sem þar eru.

...
Meira

Starfsmaður Landsbankans virkjar rafræn skilríki Auðkennis fyrir þá sem þess óska á venjulegum viðverutíma bankans á Reykhólum á morgun, miðvikudag. Til að athuga hvort hægt sé að virkja skilríki í farsímanum þarf að athuga hvort símakortið gefur kost á því. Það er prófað með því að slá inn númerið á tilgreindri slóð. Ef símakortið reynist ekki styðja rafræn skilríki þarf að sækja um nýtt kort hjá viðkomandi símafyrirtæki. Þeir sem ætla að láta virkja skilríkin eru minntir á að hafa meðferðis ökuskírteini eða vegabréf, sem skanna þarf inn í þessu skyni.

...
Meira

Fjórða bindið í ritröðinni Vestfjarðarit, sem hér hefur verið greint frá, er komið til dreifenda bæði syðra og vestra. Þetta bindi nefnist Hjalla meður græna og fjallar um Austur-Barðastrandarsýslu eða Reykhólahrepp í sinni núverandi mynd. Í Reykhólahreppi annast heimafólk söluna og hefur Karl á Kambi umsjón með henni (434 7715, 866 8318). Á höfuðborgarsvæðinu annast Barðstrendingafélagið söluna undir umsjón Aðalheiðar frá Mýrartungu (567 0904, 863 5187). Auk þess er hægt að panta bókina og fá hana senda án þess að kostnaður við sendinguna sé innheimtur og tekur Birkir Friðbertsson við pöntunum (456 6255). Ritið verður ekki selt í verslunum að sinni. Verðið er kr. 11.700.

...
Meira
Mugison hefur tvisvar hlotið útnefninguna Vestfirðingur ársins.
Mugison hefur tvisvar hlotið útnefninguna Vestfirðingur ársins.

Val á Vestfirðingi ársins fer nú fram á vefsvæði vikublaðsins Bæjarins besta á Ísafirði, fréttavefnum bb.is, fjórtánda árið í röð. Hægt er að taka þátt í valinu allt fram til áramóta með því að smella hér. Fólkið sem fram að þessu hefur hlotið þennan titil hefur fengið hann af ýmsum mjög ólíkum ástæðum. Svæðið sem kjörið nær til er allur Vestfjarðakjálkinn en fólk hvar sem er í veröldinni getur tekið þátt í því.

...
Meira

Lionsdeildin í Reykhólahreppi verður með jólasölu í anddyri Barmahlíðar á Reykhólum kl. 16-18 á morgun, mánudag. Þar verða meðal annars á boðstólum bækurnar frá Vestfirska forlaginu og hið nýútkomna rit um Austur-Barðastrandarsýslu, Hjalla meður græna. Líka jólapappír og kort og sitthvað fleira smálegt. Posi verður á staðnum.

...
Meira

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal núna á þriðjudaginn, 16. desember. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
1 af 2

Hvað fær ungan íslenskan verkfræðinema til að hætta í námi og skrá sig í liðsforingjaskóla þegar stríð liggur í loftinu? Hann lætur glepjast af áróðri nasismans og gengur til liðs við stríðsvél Þriðja ríkisins. Hann tekur þátt í mestu voðaverkum sögunnar og telur þann kost vænstan að láta sig hverfa í stríðslok. En getur hann slegið striki yfir fyrra líf og sleppt því að gangast við gerðum sínum? Arfurinn, spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson, teygir sig í Reykhólasveitina enda að miklu leyti skrifuð í Melbæ. Þessi fyrsta skáldsaga Borgars náði efsta sæti á lista Eymundsson yfir kiljur eftir að hún kom út í haust og var þar fram í nóvember.

...
Meira
10. desember 2014

Ýmislegt frá fyrri tímum

1 af 2

Á liðnu ári gáfum við út bókina Sveitin vestur lengst í sjá eftir Ara Ívarsson frá Melanesi. Er hér um að ræða úrval úr greinum hans um Rauðasand. Var hún gefin út til heiðurs Ara og var vel tekið. Nú kemur önnur bókin út í þessum flokki heiðursbóka. Lýður Björnsson sagnfræðingur, sem alinn var upp í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi, varð áttræður á þessu ári, og í tilefni af því gefum við nú út heiðursbók hans sem við nefnum Ýmislegt frá fyrri tímum, Þættir úr verkum sagnfræðings.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31