Tenglar

Heilsugæslustöðin á Reykhólum.
Heilsugæslustöðin á Reykhólum.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps lýsir áhyggjum sínum yfir því að ekki hafi enn verið gengið frá samningi um ráðningu hjúkrunarfræðings við HVE [Heilbrigðisstofnun Vesturlands] á Reykhólum. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt af öryggisástæðum og vegna landfræðilegrar legu sveitarfélagsins, að hjúkrunarfræðingur sé staðsettur á Reykhólum og hvetur því stjórn HVE að ganga frá málum þannig að svo megi verða.

...
Meira

Vegna vinnu við launaútreikninga verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð milli jóla og nýárs og líka föstudaginn 2. janúar. Skrifstofan verður opin á venjulegum tíma (kl. 10-14) á Þorláksmessu en síðan ekki fyrr en mánudaginn 5. janúar. Eins og hér hefur komið fram verður afgreiðsla Landsbankans í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð þó opin mánudaginn 29. desember.

...
Meira

Gengið hefur verið frá álagningarákvæðum varðandi útsvar og fasteignagjöld hjá Reykhólahreppi árið 2015 ásamt gjaldskrám fyrir ýmsa þjónustu. Útsvarsprósenta og álagning fasteignaskatts breytast ekki milli ára. Í flestum tilvikum hækka gjöld fyrir þjónustu á vegum sveitarfélagsins í samræmi við verðlagsbreytingar milli ára.

...
Meira

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps í Reykhólaskóla verður lokað yfir jólin og áramótin. Síðasti afgreiðslutími fyrir jól verður kl. 13-15 á morgun, föstudaginn 19. desember. Ef einhvern vantar bók að lesa eftir þann tíma er velkomið að hafa samband við bókavörð í síma 894 1011. Síðan verður opnað á ný með venjulegum hætti föstudaginn 2. janúar. Á nýja árinu verður opið:

...
Meira
Bréf nemendanna til sveitarstjórnar.
Bréf nemendanna til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að keyptar verði ruslatunnur til þess að hengja upp víða um Reykhólaþorp. Þetta er í samræmi við tillögur í bréfi nemenda í 5. og 6. bekk Reykhólaskóla til sveitarstjórnar. Jafnframt hvetur sveitarstjórn íbúa og stjórnendur fyrirtækja til að huga að þeim atriðum sem þar koma fram (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta mál rekur upphafið til umhverfisviku sem haldin var í Reykhólaskóla í haust. Meðal verkefna 5. og 6. bekkjar var að velta upp þeirri spurningu hvernig hægt væri að bæta umhverfið og koma niðurstöður ungmennanna fram í bréfinu.

...
Meira

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu sem nemur tæplega 8 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði um 403 milljónir króna en rekstrargjöld liðlega 390 milljónir. Áætlunin gerir ráð fyrir auknum skatttekjum á næsta ári en jafnframt talsverðum launahækkunum samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir liðlega 23 milljónir, en þar ber hæst lóðina við Reykhólaskóla.

...
Meira
Síðdegiskyrrð á Reykhólum / hþm.
Síðdegiskyrrð á Reykhólum / hþm.

Markaðsstofa Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa fengið styrk frá Vaxtarsamningi Vestfjarða til að ráðast í verkefni sem snýr meðal annars að ljósmyndun. Þetta er gert til að tryggja að til sé markaðsefni frá öllum svæðum Vestfjarða á öllum árstímum. „Það er hann Haukur Sigurðsson sem mun ferðast um og taka myndir og ræða við fólk, ég hvet ykkur eindregið til að taka vel á móti honum,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofunni.

...
Meira
Brúin á Mjóafirði / Sveinn Ragnarsson.
Brúin á Mjóafirði / Sveinn Ragnarsson.

Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Múlasveit vestarlega í Reykhólahreppi var opnuð fyrir almenna umferð í gær. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð núna í í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma kafla sem lágu fyrr botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í gær við að loka gamla veginum fyrir botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin með venjulegum hætti á morgun, miðvikudag. Að öllu jöfnu er afgreiðslan opin á miðvikudögum, en tvo þá næstu ber upp á aðfangadag og gamlársdag. Í stað þeirra daga verður afgreiðslan opin mánudaginn 22. desember (daginn fyrir Þorláksmessu) og mánudaginn 29. desember. Síðan verður afgreiðslan opin með venjulegum hætti frá og með miðvikudeginum 7. janúar.

...
Meira
Ljósadýrð á Reykhólum.
Ljósadýrð á Reykhólum.

Undanfarið hafa jólaljós og aðrar jólaskreytingar breiðst út um þorpið á Reykhólum líkt og annars staðar. Þar á meðal eru jólatrén árvissu sem starfsmenn Reykhólahrepps setja upp á „Markúsartorginu“ á mótum Maríutraðar og Hellisbrautar og við Dvalarheimilið Barmahlíð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31