Tenglar

10. desember 2014

Sveitarstjórnarfundi frestað

Búið var að boða til reglulegs fundar í sveitarstjórn Reykhólahrepps á morgun, fimmtudag. Vegna mjög slæms veðurútlits hefur honum verið frestað fram á mánudag, 15. desember. Dagskrá fundarins:

...
Meira
Ranakofinn / Hilmar Þór Björnsson.
Ranakofinn / Hilmar Þór Björnsson.
1 af 2

Fyrirsögn bloggpistils Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts á Eyjunni í dag er Ranakofinn í Svefneyjum - elsta hús á Íslandi? Upphafið er á þessa leið: Því var haldið fram þegar ég var í sveit í Svefneyjum á Breiðafirði, að Ranakofinn væri eldra hús en nokkuð annað í Vestureyjum Breiðafjarðar. Sumir töldu reyndar Ranakofann elsta hús á Íslandi. Minjastofnun hefur ekki aldursgreint bygginguna en telur hana vera frá seinni hluta 18. aldar. Hún er sennilega miklu eldri, vegna þess að það hafa verið álög á húsinu um aldir sem segja, að ef þekjan fellur muni ógæfa falla á Svefneyinga. Síðast þegar þekjan féll fórst Svefneyingurinn Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur. Það var árið 1768. Síðan hefur kofanum verið haldið við.

...
Meira
9. desember 2014

AA-fundir á Reykhólum

AA-fundir eru hafnir á Reykhólum á ný. Þeir eru haldnir í kirkjunni á miðvikudagskvöldum og hefjast kl. 20.

...
Meira
Jólasveinar að kynna sér aðstæður á Hólmavík. Ljósm. strandir.is.
Jólasveinar að kynna sér aðstæður á Hólmavík. Ljósm. strandir.is.

Að venju er mikið um að vera á Ströndum núna í jólamánuðinum. Margvíslegar jólaskemmtanir og viðburðir eru á dagskránni fyrir fólkið á Ströndum og gesti þess, jólaböll og tónleikar, skemmtanir og gleði. Á Strandavefnum er yfirlit um það helsta sem um er að vera í desember á Ströndum og í nágrenni eða á vegum Strandamanna.

...
Meira
Frá Selárdal við Arnarfjörð.
Frá Selárdal við Arnarfjörð.

„Það er af og frá að Vestfirðir séu afskiptir í markaðsátakinu Inspired by Iceland. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir að Vestfirðir séu einn af hornsteinum áfangastaðarins Íslands og að Íslandsstofa hafi átt í góðu samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða við kynningu á Vestfjörðum.“ Þannig hefst frétt á bb.is á Ísafirði í dag. Í gær birtist hér á Reykhólavefnum frétt undir fyrirsögninni Risabatteríið „Inspired by Iceland“ hunsar Vestfirði, sem byggð var að mestu á frétt á bb.is eins og tekið var fram. Þessi frétt á bb.is í dag er andsvar við henni. Framhaldið er á þessa leið:

...
Meira

Dagskráin á jólatónleikum Breiðfirðingakórsins, sem haldnir verða í Neskirkju á sunnudagskvöld, 14. desember, er bæði hátíðleg og fjölbreytt. Stjórnandi er Julian M. Hewlett og undirleikari Guðríður Sigurðardóttir. Barnakór Ísaksskóla syngur með undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Boðið verður upp á kaffi, gos og piparkökur í hléi. Miðaverð við innganginn verður kr. 2.500 en í forsölu hjá kórfélögum kr. 2.000. Tónleikarnir hefjast kl. 20.

...
Meira
Gamla brúin og sú nýja yfir Reykjadalsá í Dölum. Fellsendi og Sauðafell í baksýn. Ljósm. Pétur Ástvaldsson.
Gamla brúin og sú nýja yfir Reykjadalsá í Dölum. Fellsendi og Sauðafell í baksýn. Ljósm. Pétur Ástvaldsson.

Það er ekki mikið um vegagerð eða samgöngubætur í Dölum þessi misserin - frekar en víðast annars staðar á landinu. Það ber þó að fagna því sem gert er og ótvírætt bætir vegakerfið og gerir öruggara. Hér er átt við breytt vegarstæði og byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Reykjadalsá niður undan Fellsenda í Suður-Dölum. Þetta er snoturt mannvirki sem haganlega er fellt inn í umhverfið. Verkið er unnið af fyrirtækinu Borgarverki. Fullyrða má að allir sem þarna hafa farið um í áranna rás eru því fegnir að gamla einbreiða brúin með krappri beygju nánast við norðurenda brúarinnar er ekki lengur til staðar og leiðin orðin bein og greið. Vel að verki staðið. Brúin yfir Haukadalsá er næst.

...
Meira
Norðurljós í Jökulfjörðum, ein myndanna sem Haukur hefur sent. Ljósm. © Haukur Sigurðsson.
Norðurljós í Jökulfjörðum, ein myndanna sem Haukur hefur sent. Ljósm. © Haukur Sigurðsson.

Til að bregðast við gríðarlegri fjölgun erlendra ferðamanna hérlendis hefur verið bent á tvennt í stöðunni: Annars vegar að lengja ferðamannatímabil ársins og hins vegar að dreifa ferðamönnum betur um landið svo að álagið verði ekki of mikið á Suðurlandi þar sem langflestir þeirra koma. Ísfirðingurinn Haukur Sigurðsson bendir á, að fara þurfi meira en ár aftur í tímann til að sjá minnst á Vestfirði á Facebooksíðu Inspired by Iceland. Haukur hefur starfað við ferðamál um árabil og vinnur nú meðal annars við markaðsmál hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Aurora Arktika á Ísafirði. Hann segir að sig hafi lengi grunað að Vestfirðir hafi ekki notið sanngirni í markaðssetningu Íslands. 

...
Meira
Ljós(m). Wikimedia Commons.
Ljós(m). Wikimedia Commons.

Sr. Elína Hrund efnir til aðventuhátíða á þremur stöðum í prestakalli sínu á morgun, 7. desember, annan sunnudag í aðventu. Viðar Guðmundsson leikur á hljóðfærið og kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn. „Komum öll með veitingar og bjóðum hvert öðru,“ segir sr. Elína. Hátíðirnar eru þessar:

...
Meira
Birna Björt með laukapoka. Já, dekk geta verið til ýmissa hluta nytsamleg.
Birna Björt með laukapoka. Já, dekk geta verið til ýmissa hluta nytsamleg.
1 af 4

Meðfram endilangri Hellisbraut og víðar á Reykhólum blasa nú við aflóga dekk liggjandi á stangli og hefur sumum þótt undarlegt. Miklu undarlegra þótti samt þegar kona sást hlaupandi á undan traktorsgröfu og grípa öðru hverju dekk úr skóflunni og slöngva út fyrir götu með tilþrifum sem minntu á keppendur í Vestfjarðavíkingnum. En á þessu eru skýringar, rétt eins og öllum hlutum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31