Bjarki Þór tekur Eygló fram í eldamennskunni
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps og fyrrverandi skrifstofustjóri Reykhólahrepps, er fertug í dag. Dag hvern gerir Morgunblaðið einu afmælisbarni rækileg skil í máli og myndum og varð Eygló fyrir valinu að þessu sinni. Birtar eru þrjár myndir af henni og fjölskyldu hennar, æviferillinn rakinn, greint frá ættum og ættfólki og rætt við hana. Sambýlismaður Eyglóar frá ungum aldri beggja er Bjarki Þór Magnússon húsasmiður frá Seljanesi í Reykhólasveit, sonur Dagnýjar Stefánsdóttur og Magnúsar Jónssonar búenda þar. Börn Eyglóar og Bjarka eru þrjú, á aldrinum frá tæplega átta ára og upp í átján ára. Elst er Dagný, Þórdís í miðjunni en Emil yngstur.
...Meira