Tenglar

Upphaf samantektarinnar í Morgunblaðinu í dag.
Upphaf samantektarinnar í Morgunblaðinu í dag.
1 af 2

Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps og fyrrverandi skrifstofustjóri Reykhólahrepps, er fertug í dag. Dag hvern gerir Morgunblaðið einu afmælisbarni rækileg skil í máli og myndum og varð Eygló fyrir valinu að þessu sinni. Birtar eru þrjár myndir af henni og fjölskyldu hennar, æviferillinn rakinn, greint frá ættum og ættfólki og rætt við hana. Sambýlismaður Eyglóar frá ungum aldri beggja er Bjarki Þór Magnússon húsasmiður frá Seljanesi í Reykhólasveit, sonur Dagnýjar Stefánsdóttur og Magnúsar Jónssonar búenda þar. Börn Eyglóar og Bjarka eru þrjú, á aldrinum frá tæplega átta ára og upp í átján ára. Elst er Dagný, Þórdís í miðjunni en Emil yngstur.

...
Meira

Að mati dómenda í piparkökuhúsakeppni Reykhólaskóla var hús Ásdísar Birtu, Védísar Fríðu og Steinunnar Lilju það flottasta. Af myndunum sem hér fylgja má hins vegar sjá, að dómnefndinni hefur verið mikill vandi á höndum. Þetta var í fjórða skiptið sem keppnin er haldin og hefur hún alltaf verið í umsjón Ástu Sjafnar og Rebekku. Nemendur í 3.-10. bekk hanna húsin, mynda sjálf hópa og mega vera 2 til 4 í hóp. Skólinn útvegar piparkökudeig og glassúr en nemendur koma sjálfir með nammi til að skreyta húsin. „Þetta árið ákváðum við að leyfa enga tilbúna aukahluti, svo sem playmó-karla eða legó-karla,“ segir Ásta Sjöfn. Allir keppendur fá viðurkenningu og verðlaun fyrir sitt hús.

...
Meira
4. desember 2014

Sáttin rofin!

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.

Hvernig ætlum við að skila landinu til næstu kynslóðar? Ætlum við að vera búin að ráðstafa stærstum hluta auðlinda okkar varanlega óafturkræft svo að komandi kynslóðir hafi ekkert val? Hvað með umhverfisvæna orkugjafa til þess að nýta á skipa- og bílaflota landsmanna? Hvað með þá staðreynd, að nær allir ferðamenn sem koma til landsins koma vegna náttúru þess? Hvað með samfélagsleg áhrif vegna umdeildra virkjanaframkvæmda og nýtingar orkunnar? Hvað með hugmyndir um sæstreng til Evrópu og hærra orkuverð til landsmanna í kjölfarið? Hvað með hugmyndir um raflínur yfir Sprengisand sem spilla ósnortnu hálendi landsins!

...
Meira

Afgreiðslutíminn á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps á morgun, föstudag, verður kl. 16-18 en ekki kl. 9-11 eins og venjulega á föstudögum. Nýjar bækur komnar. Bókasafnið er til húsa í gamla leikfimisalnum í Reykhólaskóla.

...
Meira
Fríða á Stað við bjúgun hangandi ofan úr loftinu í skemmunni.
Fríða á Stað við bjúgun hangandi ofan úr loftinu í skemmunni.
1 af 3

Félagsbúið á Stað á Reykjanesi er eina býlið í Reykhólahreppi sem er í samtökunum Beint frá býli, félagi heimavinnsluaðila, sem stofnuð voru fyrir tæpum sjö árum. Frá Reykskemmunni á Stað er í boði heimareykt hangikjöt af lömbum, veturgömlu og sauðum, hvort heldur eru læri, hryggir eða frampartar í rúllum eða bitum, svo og bjúgu, rúllupylsa og reyktur rauðmagi. Á Stað fæst líka æðardúnn og æðardúnssængur. Heimilisfólkið á Stað segir að núna sé komið miklu meira af pöntunum á hangikjöti en á sama tíma í fyrra, og var þó salan fyrir jólin síðustu mjög góð. Margir taki líka bjúgnapakka með.

...
Meira
Hluti af sýningunni Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt.
Hluti af sýningunni Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt.

Ekki alls fyrir löngu eða sumarið 2008 var hér á vefnum greint frá sérstæðri sýningu undir heitinu Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt. Þarna var um að ræða verkefni sem nemendur í Reykhólaskóla unnu en kennararnir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Rebekka Eiríksdóttir höfðu umsjón með því. Um var að ræða fjármörk í Reykhólahreppi og heiti þeirra og voru einstök eyrnamörk alls 63 talsins. Sýningin var uppi þetta sumar á Sauðfjársetri á Ströndum en hefur síðan verið heima í Reykhólaskóla. Núna er nýstofnuð hönnunarstofa syðra sem ber nafnið Terta Duo líka komin á stjá með gömlu fjármörkin.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps hefur keypt mengunarmæli til að fylgjast með brennisteinsdíoxíði í andrúmslofti. Brennisteinsdíoxíð er efnið skaðvæna sem kemur frá eldgosinu í Holuhrauni og berst um land allt eftir vindátt hverju sinni. Mælirinn er hafður fyrir utan skrifstofuna við Maríutröð á Reykhólum. Lesið er af honum einu sinni til þrisvar á dag og birtast niðurstöðurnar jafnóðum á vef Umhverfisstofnunar.

...
Meira
2. desember 2014

Minnt á aðalfund Æðarvéa

Minnt skal á aðalfund æðarræktarfélagsins Æðarvéa, sem verður haldinn í húsakynnum Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum kl. 13.30 á fimmtudag, 4. desember. Gestir verða Sigríður Ólafsdóttir hlunnindaráðgjafi og Erla Friðriksdóttir stjórnarmaður í Æðarræktarfélagi Íslands.

...
Meira
1 af 4

Hún er frá Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, hann frá Siglunesi við Siglufjörð. Bæði sáu æskuheimilin sín fara í eyði. Eftir að hafa kynnst sem pennavinir fluttu þau í Hafnarfjörð og stofnuðu verkstæði í bílskúrnum, sem nú er orðið 550 manna fyrirtæki og hið stærsta í sinni grein á landinu. Hjónin Kristjana G. Jóhannesdóttir og Hjalti Einarsson segja sögu sína í þættinum „Um land allt“ sem sýndur var á Stöð 2 í gær.

...
Meira
Eyvindur Magnússon.
Eyvindur Magnússon.

Lokatilraunir að selja rekstur verslunarinnar Hólakaupa á Reykhólum hafa runnið út í sandinn og verður henni því lokað núna um áramótin. „Tveir aðilar sýndu þessu áhuga nú á haustmánuðum, en af mismunandi ástæðum var hætt við kaupin. Við sjáum okkur ekki fært að reka þetta áfram, því að „vinnukonan“ okkar er að fara að halda áfram í skóla og ég er á fullu að undirbúa nýja fyrirtækið. Ólafía getur ekki annast þetta ein þrátt fyrir góðan vilja,“ segir Eyvindur Magnússon kaupmaður. „Okkur þykir miður að þurfa að loka, en álagið á fjölskylduna, sem fylgt hefur rekstri búðarinnar, er alveg nóg fyrir. Engir hér af nærsvæðinu sýndu þessu áhuga og það finnst mér umhugsunarefni.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31