Fjölgun í fjölskyldunni að Hólatröð 1 á Reykhólum
Þeim Sigrúnu Kristjánsdóttur og Ágústi Má Gröndal á Reykhólum fæddist stúlka núna á þriðjudaginn, 25. nóvember. Stúlkan litla leit dagsins ljós á sjúkrahúsinu á Akranesi, eins og algengt er þegar um fólk í Reykhólahreppi er að ræða. Á fyrri myndinni er fjölskyldan í stofunni við Hólatröð á Reykhólum en á þeirri seinni er hinn nýi íbúi Reykhólahrepps að horfa á heiminn.
...Meira