Tenglar

Frá vinstri: Bjarni með litlu systurina, Sigrún, Kristján og Gústi.
Frá vinstri: Bjarni með litlu systurina, Sigrún, Kristján og Gústi.
1 af 2

Þeim Sigrúnu Kristjánsdóttur og Ágústi Má Gröndal á Reykhólum fæddist stúlka núna á þriðjudaginn, 25. nóvember. Stúlkan litla leit dagsins ljós á sjúkrahúsinu á Akranesi, eins og algengt er þegar um fólk í Reykhólahreppi er að ræða. Á fyrri myndinni er fjölskyldan í stofunni við Hólatröð á Reykhólum en á þeirri seinni er hinn nýi íbúi Reykhólahrepps að horfa á heiminn.

...
Meira
29. nóvember 2014

Útskrifuðust með glæsibrag

Nemendur við útskriftina. Myndin er fengin af vef Reykhólaskóla.
Nemendur við útskriftina. Myndin er fengin af vef Reykhólaskóla.

Fjórir starfsmenn Reykhólaskóla, þær Dísa Sverrisdóttir, Indiana Svala Ólafsdóttir, Íris Ósk Sigþórsdóttir og Lovísa Ósk Jónsdóttir, hafa í vetur verið í grunnnámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa ásamt átta starfsmönnum Grunnskólans á Hólmavík. Uppskeruhátíð nemendanna var núna í vikunni þegar þeir útskrifuðust með glæsibrag. Í upphafi var ákveðið að nota þá þekkingu sem til er heima í héraði og gekk það mjög vel. Af 60 kennslustundum voru einungis tvær kenndar af öðrum en íbúum Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

...
Meira
1 af 2

Fjórða bindið í ritröðinni Vestfjarðarit er í þann veginn að koma út. Þetta bindi hefur titilinn Hjalla meður græna og fjallar um Austur-Barðastrandarsýslu eða alla gömlu hreppana fimm sem mynda núverandi Reykhólahrepp, þ.e. svæðið milli Gilsfjarðar í austri og Kjálkafjarðar í vestri ásamt miklum hluta Breiðafjarðareyja. Bókin er 624 blaðsíður og hefur að geyma mikinn fróðleik um héraðið, þar á meðal ábúendatöl frá 1900 til 2012. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, bæði gamalla og nýrra. Ritstjóri þessa bindis er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla. Í Reykhólahreppi annast heimafólk söluna og hefur Karl Kristjánsson á Kambi umsjón með henni. Á höfuðborgarsvæðinu annast Barðstrendingafélagið söluna undir umsjón Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Mýrartungu. Auk þess er hægt að panta ritið og fá það póstsent án þess að sendingarkostnaður sé innheimtur.

...
Meira
Sandra Rún og Áslaug við fyrsta pakka kjörtímabilsins og innihald hans.
Sandra Rún og Áslaug við fyrsta pakka kjörtímabilsins og innihald hans.
1 af 2

Í sumar ákvað nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps að halda í þann góða sið Andreu Björnsdóttur fyrrverandi oddvita, að færa nýfæddum íbúum Reykhólahrepps og foreldrum þeirra sængurgjöf. Andrea var svo rausnarleg að hún prjónaði á eigin kostnað ungbarnapeysu, húfu og sokka á öll börn sem fæddust í hreppnum síðasta hálft annað árið í hennar stjórnartíð. Nýja sveitarstjórnin sem tók við í vor treysti sér alls ekki til að feta í fótspor Andreu, en ákvað að gera eitthvað annað í staðinn. Niðurstaðan varð „startpakki“ sem nýbakaðir foreldrar fá í hendur þegar nýr íbúi lítur dagsins ljós.

...
Meira
28. nóvember 2014

Æðarvé - aðalfundarboð

Aðalfundur Æðarvéa árið 2014 verður haldinn í húsakynnum Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum fimmtudaginn 4. des. og hefst kl. 13.30. Gestir fundarins verða Sigríður Ólafsdóttir, hlunnindaráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, og Erla Friðriksdóttir, stjórnarmaður í Æðarræktarfélagi Íslands.

...
Meira
1 af 2

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin annað kvöld, föstudaginn 28. nóvember, í íþróttahúsi Reykhólaskóla. Að þessu sinni er yfirskrift hátíðarinnar Jólin. Húsið verður opnað kl. 19 og æskilegt er að nemendur komi þá. Sýning hefst kl. 19.30 en skemmtuninni lýkur kl. 22.30. Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar. Allir eru velkomnir eins og endranær. Miðaverð:

...
Meira
27. nóvember 2014

Breyttur tími í Grettislaug

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Vegna fullveldishátíðar Reykhólaskóla, sem haldin verður annað kvöld, færist tíminn í Grettislaug á Reykhólum fram. Laugin verður opin kl. 16-19 á morgun, föstudaginn 28. nóvember, en ekki kl. 17-21 eins og venjulega.

...
Meira
1 af 4

Einbýlishúsið að Hellisbraut 20 á Reykhólum er til sölu (sjá myndirnar sem hér fylgja). Áhugasamir hafi samband við Kristján í síma 845 7653 eða Rebekku í síma 894 9123. Tilboð óskast, en seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

...
Meira
27. nóvember 2014

Félagsvistin heldur áfram

Annað spilakvöldið í þriggja kvölda félagsvist sem Nemendafélag Reykhólaskóla stendur fyrir er núna í kvöld, fimmtudag. Spilað er í borðsal skólans og hefst spilamennskan kl. 20. Veglegir vinningar í flokkum kvenna og karla, bæði fyrir hvert kvöld og fyrir öll kvöldin samanlagt. Þetta framtak er liður í fjáröflun félagsins.

...
Meira
Hafdís og Matthías ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
Hafdís og Matthías ásamt Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
1 af 14

Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson búendur í Húsavík við Steingrímsfjörð sigruðu þriðja árið í röð í rúllupylsukeppninni sem að þessu sinni var haldin í Þurranesi í Saurbæ um síðustu helgi. Þar með hafa þau unnið í öll skiptin sem keppnin hefur verið haldin. Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. stóðu fyrir keppninni, sem haldin er til að viðhalda og vekja athygli á fornum hefðum og handverki í matargerð. Dómarar voru Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31