Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Kristinn Leví framleiðslustjóri ásamt gestunum í húsakynnum Norðursalts.
Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar sýnir ráðherra þaramjöl en Einar Kristinn fylgist með.
Ráðherra og þingforseti skoða vélbúnað í Þörungaverksmiðjunni.
Kristinn Leví Aðalbjörnsson hjá Norðursalti leiðir gestina í allan sannleika um vinnsluna.
Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar og Einar K. Guðfinnsson.
Haraldur Benediktsson og Ragnheiður Elín á skrifstofu Reykhólahrepps.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er þessa dagana í yfirreið um Vestfirði, ræðir við sveitarstjórnarfólk og heimsækir fyrirtæki og kynnir sér starfsemi þeirra. Í gær kom ráðherra ásamt aðstoðarmanni sínum og bílstjóra á Reykhóla, sem voru fyrsti viðkomustaðurinn. Með í för voru tveir þingmenn NV-kjördæmis, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Haraldur Benediktsson, fyrrv. formaður Bændasamtakanna. Myndirnar sem hér fylgja tók Ágúst Már Gröndal þegar Ragnheiður Elín og föruneyti hennar komu á skrifstofu Reykhólahrepps og heimsóttu Þörungaverksmiðjuna og Norðursalt á Reykhólum.
...
Meira