Tenglar

20. ágúst 2014

Óvætturin Assa í Sævangi

Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.
Úr Arnarsetri Íslands í Króksfjarðarnesi.

Núna á föstudagskvöld verður kynning á haferninum í Sævangi við Steingrímsfjörð (Sauðfjársetri á Ströndum). Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð og Guðlaug Guðmunda Ingibjörg dóttir hans segja frá óvættinni Össu og ber kynningin yfirskriftina Mesta óvættur íslensks dýraríkis (að frátöldum jólakettinum): Loddan! Jafnframt kynna þau Arnarsetur Íslands í Króksfjarðarnesi. Létt kaffihlaðborð kr. 1.200. Allt áhugasamt fólk er hvatt til að koma á þessa skemmtilega kynningu í Sævangi sem hefst kl. 20.

...
Meira
Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum kynnir framleiðsluna fyrir ráðherra en Einar K. Guðfinnsson fylgist með. Ljósm. Ágúst Már Gröndal.
Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum kynnir framleiðsluna fyrir ráðherra en Einar K. Guðfinnsson fylgist með. Ljósm. Ágúst Már Gröndal.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ferðaðist um Vestfirði í síðustu viku, heimsótti fjölda fyrirtækja og fundaði með sveitarstjórnum. „Það dylst engum sú mikla uppbygging og sóknarhugur sem á sér stað á Vestfjörðum, sér í lagi hvað varðar fiskeldi og ferðaþjónustu. Skilaboð Vestfirðinga voru skýr; ríkisvaldið þarf að tryggja að íbúar Vestfjarða sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta varðandi samgöngur, orkumál og aðra innviði samfélagsins. Þá munu þeir eflast og dafna og treysta þjóðarhag,“ segir í ítarlegri umfjöllun ráðuneytisins um ferð ráðherrans.

...
Meira
Úr Kinnarstaðarétt haustið 2012. Myndina tók Árni Geirsson.
Úr Kinnarstaðarétt haustið 2012. Myndina tók Árni Geirsson.

Fyrsti fundur fjallskilanefndar Reykhólahrepps á nýju kjörtímabili var haldinn í dag. Formaður var kjörinn Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal og varaformaður Hafliði Ólafsson í Garpsdal. Á fundinum voru meðal annars ákveðnir leitadagar og réttadagar í hreppnum.

...
Meira

Minnt skal á, að frá og með deginum í dag styttist afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum eins og venjulega á haustin. Að þessu sinni styttist hann þó meira en verið hefur síðustu ár, auk þess sem lokað verður á sunnudögum. Opið verður frá mánudegi til föstudags kl. 10-17 (athugið, til kl.17 en ekki kl. 18 eins og tíðkast hefur) og á laugardögum kl. 12-17. Ekki verður hægt að reikna með því að Eyvindur kaupmaður verði búinn að opna klukkan 7 á morgnana eins og langflesta daga síðustu árin þar sem hann mun hafa öðrum hnöppum að hneppa.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Breytingar verða á tímunum þegar Grettislaug á Reykhólum er opin bæði núna á mánudag og aftur um næstu mánaðamót. Frá og með mánudegi og til mánaðamóta verður laugin opin alla daga vikunnar kl. 17.30-21. Frá 1. september og fram á vor verður hún opin fimm daga í viku: Á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum verður hún opin kl. 17-21 en á laugardögum kl. 12-16. Lokað verður á þriðjudögum og sunnudögum.

...
Meira

Keppnin vinsæla í hrútadómum, þar sem keppt er í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara, verður á morgun, laugardag, á Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi við Steingrímsfjörð) og hefst kl. 14. Aðgangur að hátíðinni og sýningum Sauðfjársetursins er ókeypis. Ketsúpa í boði í hádeginu og kaffihlaðborð allan daginn. Ný tímabundin sögusýning verður opnuð: Brynjólfur Sæmundsson og starf héraðsráðunauta.

...
Meira

Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Þar er því ekki lengur unnt að taka við umsóknum um vegabréf. Fólki er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar. Sækja má um vegabréf óháð búsetu hjá öllum sýslumannsembættum landsins nema í Reykjavík, Bolungarvík og Búðardal. Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

...
Meira

Sveitarfélögin eru á réttri leið þegar horft er til skuldastöðu þeirra. Þetta er mat Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri úttekt greiningardeildar Arion banka skulda sveitarfélögin að meðaltali 167 prósent af árstekjum sínum. Þetta meðaltal var 193 prósent um áramótin 2012-13. Þess má geta, að um síðustu áramót voru skuldir Reykhólahrepps 48% af árstekjum. Það er mjög langt undir því sem almennt gerist og innan við þriðjungur af viðmiði laga um skuldsetningu.

...
Meira
Verslunin Hólakaup.
Verslunin Hólakaup.

Afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum styttist frá og með næsta mánudegi eins og venjulega á haustin. Framvegis verður opið frá mánudegi til föstudags kl. 10-17, á laugardögum kl. 12-17 og lokað á sunnudögum. Ekki verður lengur hægt að reikna með að Eyvi kaupmaður verði kominn kl. 7 á morgnana eins og langflesta daga síðustu árin. „Núna er ég að fara að undirbúa það sem mig langar til að gera,“ segir hann. „Ég verð nú samt í búðinni í afleysingum þegar ég verð á svæðinu í haust. Annars verða Ólafía og Katla systir hennar með búðina.“

...
Meira
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Kristinn Leví framleiðslustjóri ásamt gestunum í húsakynnum Norðursalts.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Kristinn Leví framleiðslustjóri ásamt gestunum í húsakynnum Norðursalts.
1 af 6

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er þessa dagana í yfirreið um Vestfirði, ræðir við sveitarstjórnarfólk og heimsækir fyrirtæki og kynnir sér starfsemi þeirra. Í gær kom ráðherra ásamt aðstoðarmanni sínum og bílstjóra á Reykhóla, sem voru fyrsti viðkomustaðurinn. Með í för voru tveir þingmenn NV-kjördæmis, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Haraldur Benediktsson, fyrrv. formaður Bændasamtakanna. Myndirnar sem hér fylgja tók Ágúst Már Gröndal þegar Ragnheiður Elín og föruneyti hennar komu á skrifstofu Reykhólahrepps og heimsóttu Þörungaverksmiðjuna og Norðursalt á Reykhólum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31