Opið bridgemót á Reykhólum
Opna Hólakaupsmótið í bridge verður haldið laugardaginn 30. ágúst í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst klukkan 12. Spilaður verður tvímenningur. Brauð og snarl verður í boði fyrir mót og svo kröftug kjötsúpa að hætti kaupmannsins í hálfleik. Kaffisopi allan daginn. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson sem kemur með borðtölvur og forgefin spil. Þátttökugjald er 3.000 kr. Allt innifalið. Kvenfélagið Katla fær gjaldið óskipt.
...Meira