Tenglar

13. ágúst 2014

Opið bridgemót á Reykhólum

Opna Hólakaupsmótið í bridge verður haldið laugardaginn 30. ágúst í íþróttahúsinu á Reykhólum og hefst klukkan 12. Spilaður verður tvímenningur. Brauð og snarl verður í boði fyrir mót og svo kröftug kjötsúpa að hætti kaupmannsins í hálfleik. Kaffisopi allan daginn. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson sem kemur með borðtölvur og forgefin spil. Þátttökugjald er 3.000 kr. Allt innifalið. Kvenfélagið Katla fær gjaldið óskipt.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Reykhólahreppur auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Þar eru 11 starfsmenn. Heimilið hefur pláss fyrir 13 í hjúkrunarrýmum og 2 i dvalarrýmum. Lagt er upp með að veita íbúum heimilisins ávallt bestu þjónustu á hverjum tíma og vera jafnframt aðlaðandi starfsvettvangur. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn í öldrunarmálum.

...
Meira
Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.
Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.

Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir kaupmenn á Reykhólum hafa stofnað fyrirtæki sem ber heitið Westfjord Iceland Personal ehf. (WIP Tours). „Nú standa fyrir dyrum rútukaup og annar undirbúningur þess sem mig langar að gera, að fara með ferðamenn um Vestfirði, okkar frábæra landshluta,“ segir Eyvi. Hann stefnir að því að geta farið að keyra snemma næsta vor. Í mörg horn er að líta varðandi undirbúninginn, ekki síst að koma upp tengslaneti, bæði við gististaði og önnur fyrirtæki í móttöku ferðamanna á Vestfjörðum og varðandi skipulega öflun viðskiptavina.

...
Meira

Húsnæðisskortur hefur verið á Reykhólum um árabil og staðið nauðsynlegri fjölgun starfsfólks í ýmsum greinum fyrir þrifum. Fjallað var um þetta mál í Fréttablaðinu fyrir helgi undir fyrirsögninni Brýnn lúxusvandi í Reykhólasveitinni. „Við erum fyrirtæki í örum vexti og okkur bráðvantar starfsfólk á Reykhólum en við fundum ekki húsnæði þar,“ segir Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda fyrirtækisins Norðursalts á Reykhólum. Hann segir að nú þegar hafi fyrirtækið keypt gamalt hús á staðnum og sé að gera það upp. Það dugir ekki til þannig að fyrirtækið hefur gert samning við gistiheimilið Álftaland sem hýsir starfsmenn eina viku í senn.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps hefur verið lokuð vegna sumarleyfa tvær síðustu vikur. Hún verður opnuð á ný með venjulegum hætti á morgun, mánudag.

...
Meira
Vatnslitamynd eftir Collingwood af Ólafsdal 1897. Þjóðminjasafnið.
Vatnslitamynd eftir Collingwood af Ólafsdal 1897. Þjóðminjasafnið.
1 af 5

Ólafsdalshátíðin verður haldin í sjöunda sinn núna á sunnudag og stendur frá morgni og fram undir kvöld. Skólasetrið gamla í Ólafsdal við Gilsfjörð hefur á undanförnum árum gengið í endurnýjun lífdaganna sem menningarsetur, með ötulu starfi Ólafsdalsfélagsins. Aðgangur á hátíðina og skemmtiatriðin er ókeypis en auk þess verður haldið þriggja tíma tóvinnunámskeið fyrir börn og ungmenni. Líka verður þar sem fyrr fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður og sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu (dregið síðdegis). Kaffi, djús, kleinur og flatkökur í boði á vægu verði. Netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrættinu.

...
Meira

Reykhólalína verður tekin úr rekstri kl. 10 í dag vegna bilunar við Barma. Búast má við straumleysi í allt að klukkustund. Kollafjarðarlína fer einnig út á sama tíma. Notendur allt frá Mýrartungu og inn í Kollafjörð verða án rafmagns á meðan viðgerð stendur yfir. Einhver truflun verður á rafmagni allt frá Geiradal. Varaafl verður keyrt á Reykhólum.

...
Meira
6. ágúst 2014

Laust starf á Reykhólum

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum bráðvantar starfsmann í almenna aðhlynningu. Þyrfti að geta hafið störf strax í lok ágúst eða byrjun september. Um er að ræða 100% stöðu, annað kemur þó til greina eftir samkomulagi. Íbúð í boði gegn vægri leigu.

...
Meira
Amalía og Sverrir ásamt syninum Páli og dætrum hans, Amalíu og Hrefnu Láru.
Amalía og Sverrir ásamt syninum Páli og dætrum hans, Amalíu og Hrefnu Láru.

Eitt ættarmótið enn var á Reykhólum um verslunarmannahelgina, en þau eru nánast vikulegur viðburður á hverju sumri. Núna voru á ferð afkomendur Páls Helga Péturssonar (1914-1989) og Guðrúnar Karvels (1918-2011) á Laugum í Súgandafirði. Þetta voru rétt um sextíu manns, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn þeirra hjóna. Sami hópur (að vísu fámennari á þeim tíma, vegna þess að sakir ungs aldurs sumra voru ættarmótafærir afkomendur færri) var líka með ættarmót á Reykhólum fyrir átta árum. Páll Helgi og Guðrún eignuðust sjö börn og af þeim eru sex á lífi. Gestirnir á mótinu ljúka sérstöku lofsorði á aðstöðuna í Reykhólaskóla fyrir slíkar samkomur. „Það var einmitt út af því ættarmóti sem við komum hingað á nýjan leik með ættarmót því að okkur fannst svo gott að vera hér.“

...
Meira
Gert er ráð fyrir tveim nýjum fjögurra íbúða raðhúsalóðum og sjö einbýlishúsalóðum við Hellisbraut.
Gert er ráð fyrir tveim nýjum fjögurra íbúða raðhúsalóðum og sjö einbýlishúsalóðum við Hellisbraut.

Skipulags- og byggingafulltrúi Reykhólahrepps auglýsir tillögur varðandi deiliskipulag í sveitarfélaginu eins og fram kemur hér fyrir neðan. Þær snerta a) Útivistarsvæði og sjávarböð á Reykhólum, b) Frístundasvæði í landi jarðarinnar Kirkjubóls á Bæjarnesi (við austanverðan Kvígindisfjörð), c) Hellisbraut á Reykhólum, þar sem gert er ráð fyrir tveimur fjögurra íbúða raðhúsalóðum og sjö einbýlishúsalóðum eða samtals fimmtán húsum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31