Tenglar

Stund milli stríða undir kirkjugarðsvegg: Ari, Grétar og Ólafur Einir.
Stund milli stríða undir kirkjugarðsvegg: Ari, Grétar og Ólafur Einir.
1 af 15

Hleðslumeistarinn landskunni Ari Jóhannesson lauk fyrir helgina ásamt samverkamönnum sínum við garðhleðslu kringum kirkjugarðinn á Reykhólum. Hleðslan er reyndar aðeins á tvo vegu eða við vesturhlið og norðurhlið kirkjugarðsins. Þeim sem séð hafa þykir þetta hið mesta snilldarverk. Helstu samstarfsmenn Ara voru þeir Grétar Jónsson frá Einarsstöðum í Vopnafirði og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit, auk bróður Ólafs, Brynjólfs Víðis Smárasonar verktaka á Reykhólum með tæki sín. Ari veit ekki um fjölda steinanna sem notaðir hafa verið, en hann er legíó, eins og stundum var komist að orði.

...
Meira
Þrjú efstu pörin á mótinu.
Þrjú efstu pörin á mótinu.
1 af 16

Opna Hólakaupsmótið í bridge (sem kemur í stað Dalbæjarmótsins á Snæfjallaströnd) fór fram í íþróttahúsinu á Reykhólum í gær. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Saurbæingarnir Jón Jóhannsson og Davið Stefánsson (59,7%), 2. sæti Eyvindur Magnússon og Jón Stefánsson (57,4%) og 3. sæti Selfyssingarnir Karl Þ. Björnsson (frá Smáhömrum á Ströndum) og Össur Friðgeirsson (55,5%). Stutt var síðan í 4. sætið, en þar lentu Strandamennirnir Guðbrandur Björnsson og Vignir Pálsson (55,2%). Alls spiluðu 11 pör. Mótsstjóri var Þórður Ingólfsson.

...
Meira
Gestir á opnu húsi þegar sýningin var opnuð í gerbreyttri mynd.
Gestir á opnu húsi þegar sýningin var opnuð í gerbreyttri mynd.

Síðasti dagurinn þegar opið er á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum á þessu sumri (formlega opið, frá því er vikið ef svo ber undir) er í dag, á lokadegi ágústmánaðar. Í tilefni þess er 10% afsláttur af nammi, rúmlega 25% afsláttur af gosi og 10% afsláttur af öllu á matseðlinum.

...
Meira
Steinar Pálmason fyrir utan Álftaland.
Steinar Pálmason fyrir utan Álftaland.
1 af 2

Steinar Pálmason sem rekið hefur Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum síðustu sjö árin segir að sumarið hafi verið ágætt og júlí og ágúst hafi aldrei verið eins góðir. „Það kemur mér á óvart hvað ætlar að teygjast úr sumrinu, það er búið að bóka út allan september,“ segir hann. Um áttatíu prósent gestanna eru útlendingar, sem koma gegnum erlendar ferðaskrifstofur. „Meirihlutinn af þeim eru hópar í skipulögðum ferðum um Vestfirði og dveljast hér aðeins eina nótt og eru ýmist á leiðinni á Látrabjarg eða að koma þaðan.“

...
Meira
Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

„Ýmsum þótti Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur slá nokkuð harkalega á puttana á konum sem stóðu vaktina við jarðskjálftamæla þegar hann var sjálfur í útsýnisflugi með TF SIF,“ segir Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum. „Vísindunum getur vafist tunga um tönn þegar verið er að smíða land, en okkur hinum getur dottið ýmislegt í hug.“ Eins og stundum áður fæddist vísa hjá Jóni Atla; að þessu sinni fylgir óneitanlega andblærinn úr Áföngum Jóns Helgasonar.

...
Meira

Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega í stúf að sjá myndarlegt bú með átta hundruð ám og fimmtíu hestum í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi. En vegna þess hve bæjum hefur fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt um sauðféð frá Fremri-Gufudal, að það tók búaliðið fjörutíu daga að ná því af fjalli síðasta haust.

...
Meira

Villa leyndist í fjallskilaseðli Reykhólahrepps, sem birtur var hér á vefnum í gær. Þar sagði á bls. 10 varðandi Þórisstaði, að leitað skyldi mánudaginn 19. september. Þar átti að standa föstudaginn 19. september og hefur það nú verið leiðrétt.

...
Meira
Göngur 2011 / ÁG.
Göngur 2011 / ÁG.

Vakin er athygli á því, að gengið hefur verið frá fjallskilaseðli Reykhólahrepps 2014 og hann verið settur hér á vefinn. Hann má nálgast hér og í reitnum Tilkynningar neðst til hægri á síðunni. Myndina sem hér fylgir tók Árni Geirsson í leitum í Reykhólasveit fyrir þremur árum.

...
Meira
26. ágúst 2014

Vilja opinbera rannsókn

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga gagnrýnir harðlega þá stöðu sem er í fjarskiptamálum Vestfirðinga og sýndi sig vel í dag hversu viðkvæmt það er, þegar víðtæk bilun kom upp í búnaði Mílu og farsímakerfi Símans. Vegna þessarar bilunar er stór hluti Vestfjarða sambandslaus við umheiminn í margar klukkustundir og ljóst að alvarlegt ástand hefur skapast þar sem ekki er hægt að hringja í lögreglu eða aðra viðbragðsaðila.

...
Meira
Leið Þ-H er dökkblá. Leið B sem Skipulagsstofnun hafnaði er blágræn og leið B1 sem verður ekki umhverfismetin er blá (stækkið kortið).
Leið Þ-H er dökkblá. Leið B sem Skipulagsstofnun hafnaði er blágræn og leið B1 sem verður ekki umhverfismetin er blá (stækkið kortið).

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness. Ný veglína um Teigsskóg er í matsáætluninni, en fyrri veglínu var hafnað í umhverfismati. Nýja veglínan sem er kölluð lína Þ-H (sjá mynd) er milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði. Skipulagsstofnun hefur til þessa lagst gegn vegagerð í Teigsskógi og hafa deilur um vegagerð þar farið alla leið til Hæstaréttar. Í greinargerð með veglínu Þ-H segir að nýja veglínan sé sett fram sem málamiðlun sem kæmi betur til móts við vernd Teigsskógar. Vegurinn færi fyrir ofan skóginn og svo í gegnum hann á stuttum kafla og og loks neðan við skóglendið.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31