Lokið við hleðslu kirkjugarðsveggjar á Reykhólum
Hleðslumeistarinn landskunni Ari Jóhannesson lauk fyrir helgina ásamt samverkamönnum sínum við garðhleðslu kringum kirkjugarðinn á Reykhólum. Hleðslan er reyndar aðeins á tvo vegu eða við vesturhlið og norðurhlið kirkjugarðsins. Þeim sem séð hafa þykir þetta hið mesta snilldarverk. Helstu samstarfsmenn Ara voru þeir Grétar Jónsson frá Einarsstöðum í Vopnafirði og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit, auk bróður Ólafs, Brynjólfs Víðis Smárasonar verktaka á Reykhólum með tæki sín. Ari veit ekki um fjölda steinanna sem notaðir hafa verið, en hann er legíó, eins og stundum var komist að orði.
...Meira