Ása í Árbæ sextug
Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ í Reykhólasveit er sextug á morgun, laugardag 6. september. Ása er ekki heima á afmælisdaginn heldur dvelst hún með fjölskyldunni í sumarbústað suður í Borgarfirði.
...Meira
Ása Björg Stefánsdóttir í Árbæ í Reykhólasveit er sextug á morgun, laugardag 6. september. Ása er ekki heima á afmælisdaginn heldur dvelst hún með fjölskyldunni í sumarbústað suður í Borgarfirði.
...Efnisrík þjóðtrúarkvöldvaka verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð annað kvöld, laugardagskvöld, og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Yfirskriftin er Draugar og tröll og ósköpin öll. Flutt verða nokkur skemmtileg og fróðleg erindi um þjóðtrú og þjóðsögur auk þess sem Íris Björg Guðbjartsdóttir á Klúku flytur eigin lög og kynngimagnað kaffi verður á boðstólum. Kvöldvakan er haldin í tengslum við sýninguna Álagabletti sem hefur verið uppi á sviðinu í Sævangi í eitt ár og verður áfram að minnsta kosti út næsta sumar. Þar er fjallað í máli og myndum um álagabletti, fornmannahauga og huldufólk á Ströndum. Kvöldvakan hefst kl. 20. Eftirtalin erindi verða flutt:
...Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2014-2015 var að koma út og hefur honum verið dreift á heimili og til fyrirtækja á Vestfjörðum. Þar eru kynnt um 70 námskeið og námsleiðir í 7 flokkum og námið sem boðið er mjög ólíkt að innihaldi og lengd. Með því vill Fræðslumiðstöðin koma til móts við sem flesta, enda kappkostar hún að þjóna öllum íbúum Vestfjarða, hvar sem þeir búa og hvaða menntun sem þeir hafa.
...Sigurbjörn Sveinsson heilsugæslulæknir og fyrrv. formaður Læknafélags Íslands rifjar upp í nýjasta hefti Læknablaðsins eftirminnilega ferð í læknisvitjun í mars 1981 eða fyrir réttum þriðjungi aldar. Ferðin sú var hvorki stutt né auðhlaupin á snjóþungum vetri; liðlega 120 kílómetrar frá Búðardal og allt vestur á Skálanes í Gufudalssveit. Meðal annars var farið á vélsleða yfir ísilagt mynni Þorskafjarðar og land tekið við Gufufjörð utanverðan og var sleðastjórinn Þorgeir Samúelsson frá Höllustöðum. Frásögn Sigurbjörns læknis hefst á þessa leið:
...Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir (Kata á Skálanesi) er 75 ára á morgun, föstudaginn 5. september. Hún verður á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á afmælisdaginn en fer heim á Skálanes með syni sínum Elíasi og fjölskyldu hans og dvelur þar um helgina.
...Umsóknarfrestur um starf hjúkrunarforstjóra á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum rann út í síðustu viku. Tvær umsóknir bárust og eru til meðferðar hjá Capacent Ráðningum. Umsækjendurnir eru:
...Stjórn Leikfélagsins Skruggu boðar til aðalfundar félagsins í matsal Reykhólaskóla kl. 20 á þriðjudagskvöld, 9. september. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður vetrarstarfið rætt.
...Skrifstofa Reykhólahrepps minnir á, að leyfilegur útivistartími barna og unglinga tók breytingum núna um mánaðamótin. Frá þeim tíma mega tólf ára börn og yngri vera úti til kl. 20 en þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til kl. 22. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
...Orkubú Vestfjarða mun þurfa að skammta rafmagn í Reykhólahreppi miðvikudaginn 3. september frá kl. 9 til kl. 18, þar sem tengivirkið í Geiradal verður gert straumlaust. Jafnframt eru notendur í Reykhólahreppi beðnir um að fara sparlega með rafmagn á þessum tíma. Dísilvélin á Reykhólum verður keyrð eins og hægt verður á meðan á þessu stendur.
...Fundaherferð VestFiðringsins fikrar sig nú sunnar á kjálkann og kl. 17 á morgun, miðvikudag 3. september, verður sjötti skemmti- og vinnufundur VestFiðrings haldinn á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Umræðuefni fundarins er Reykhólahreppur og eyjarnar, íbúar svæðisins og saga. Þar verða helstu sérkenni svæðisins dregin fram, skoðuð og skráð, auk þess sem búinn verður til listi yfir fólk sem vinnur við skapandi greinar og tengist svæðinu á einhvern hátt. Allir eru velkomnir og verða léttar veitingar á boðstólum um kvöldmatarleytið.
...