Segir slæma vegi hamla framförum
Slæmar samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum hamla framþróun þar og samstarfi á milli sveitarfélaga á svæðinu. Torsótt getur verið að sækja grunnþjónustu og löngu tímabært að taka samgöngumál á svæðinu föstum tökum. Þetta segir Ólafur Sæmundsson, formaður Patreksfirðingafélagsins, sem ásamt Guðmundi Bjarnasyni, formanni Arnfirðingafélagsins, sendi öllum þingmönnum bréf fyrir skömmu þar sem skorað var á þá að beita sér fyrir vegabótum við Vestfjarðaveg nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness þannig að hann liggi í gegnum stuttan kafla í Teigsskógi í Þorskafirði.
...Meira