Tenglar

Þetta kort fylgir fréttaskýringunni í Morgunblaðinu.
Þetta kort fylgir fréttaskýringunni í Morgunblaðinu.
1 af 2

Slæmar samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum hamla framþróun þar og samstarfi á milli sveitarfélaga á svæðinu. Torsótt getur verið að sækja grunnþjónustu og löngu tímabært að taka samgöngumál á svæðinu föstum tökum. Þetta segir Ólafur Sæmundsson, formaður Patreksfirðingafélagsins, sem ásamt Guðmundi Bjarnasyni, formanni Arnfirðingafélagsins, sendi öllum þingmönnum bréf fyrir skömmu þar sem skorað var á þá að beita sér fyrir vegabótum við Vestfjarðaveg nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness þannig að hann liggi í gegnum stuttan kafla í Teigsskógi í Þorskafirði.

...
Meira

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal á mánudag, 15. sept. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.
Sólveig Sigríður Magnúsdóttir.

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi var endurvakið haustið 2009 og var aðalfundur þess haldinn á Reykhólum í gær, 9. september, upp á dag á fimm ára afmælinu. Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) hefur verið formaður frá upphafi og var hún endurkjörin í formennskuna enn á ný á fundinum í gær enda þótt hún hafi flust alfarin frá Reykhólum vorið 2012. Aðrir í stjórninni sem kosin var í gær eru Ingvar Samúelsson gjaldkeri, Bjarni Þór Bjarnason ritari og meðstjórnendurnir Þórunn Játvarðardóttir og Björk Stefánsdóttir. Þær Guðlaug Jónsdóttir í Árbæ og Jóhanna Guðmundsdóttir á Reykhólum voru skipaðar í kaffinefnd þar sem þær hafa starfað frá upphafi.

...
Meira

Sýningunni og keppninnni Matarhandverk 2014 sem halda átti á Patreksfirði dagana 2.-3. október hefur verið frestað. Í staðinn er stefnt að því að halda þennan viðburð 16.-17. apríl á næsta vori. Ákveðið var að bregðast við óskum og þörfum sýnenda með því að finna heppilegri tímasetningu, en að öðrum kosti hefði þátttaka og fjármögnun verið ónóg. Framleiðendur og áhugasamir frumkvöðlar eru hvattir til að nýta veturinn vel til áframhaldandi vöruþróunar á framúrskarandi og gómsætu matarhandverki til að kynna og keppa til verðlauna í vor.

...
Meira
Valgeir og nokkur af handaverkum hans.
Valgeir og nokkur af handaverkum hans.

Helgina 17.-19. október (frá kl. 17 á föstudegi og til kl. 14 á sunnudegi) verður haldið á Reykhólum námskeið í útskurði í tré. Kennari verður Valgeir Benediktsson í Árnesi á Ströndum og fer kennslan fram í smíðastofu Reykhólaskóla. Hámarksfjöldi er sex manns.

...
Meira

Lokahóf Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í frjálsum íþróttum og fótbolta verður haldið í og við íþróttahúsið á Reykhólum á fimmtudag, 11. september, og hefst fagnaðurinn kl. 19. Þetta er uppgjör sumarsins og meðal annars fer fram afhending eftirtalinna verðlauna og viðurkenninga.

...
Meira

Fundarboð ásamt dagskrá fundar í sveitarstjórn Reykhólahrepps núna á fimmtudaginn hefur verið sett með hefðbundnum hætti í reitinn Tilkynningar neðst til hægri hér á síðunni. Athygli skal vakin á því, að samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á síðasta fundi hefur tímasetningin nú verið færð aftur um klukkustund. Héðan í frá eru reglulegir fundir sveitarstjórnar annan fimmtudag í mánuði (eins og verið hefur) kl. 16.30 en ekki kl. 15.30 eins og var.

...
Meira

Vegfarendum um þjóðvegi landsins stafar hætta af fé á vegum og sauðfénu stafar enn meiri hætta af umferð vélknúinna ökutækja. Þetta er sérlega varasamt á þessum tíma árs þegar farið er að skyggja nokkuð snemma kvölds, jafnframt því sem fé er tekið að færa sig niður á láglendi. Í rigningu eins og verið hefur meira og minna á Vestfjörðum þessa dagana er skyggni lítið og viðbragðstíminn nær enginn þegar féð birtist í ökuljósum. Lögreglan á Vestfjörðum segir að þetta sé sá árstími sem mesta hættan er í þessu efni. Hún brýnir fyrir vegfarendum að sýna sérstaka aðgát á næstunni fram að smölun en þá ætti ástandið að batna.

...
Meira

„Fundirnir á Reykhólum og Birkimel á Barðaströnd gengu vonum framar og maður finnur til auðmýktar og þakklætis þegar fólk gefur manni tíma sinn á góðviðrisdögum til að leggja hönd á plóg við þetta verkefni,“ segir forsvarsfólk VestFiðringsins, Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt á Ísafirði og Arnaldur Máni Finnsson, guðfræðingur og æskulýðsleiðtogi á Hvilft í Önundarfirði, um tvær samkomur fundaraðarinnar sem fram fóru í vikunni. Þau segja að margt gagnlegt hafi komið fram á báðum stöðum, bæði sem varðar það sem vel gengur en einnig mikilvægar ábendingar um það hvar skórinn kreppir.

...
Meira
Nýmáluð réttin mun vonandi gleðja augu bæði sauðfjár og bænda.
Nýmáluð réttin mun vonandi gleðja augu bæði sauðfjár og bænda.
1 af 3

„Ég hafði hana tvílita, mér fannst það svolítið einhæft að hafa bara einn lit,“ segir Jón Þór Kjartansson á Reykhólum, starfsmaður Reykhólahrepps. Í fyrradag lauk hann við að mála Eyrarrétt í Kollafirði, eina af helstu fjárréttum héraðsins, en verkið tók sex daga. Til að áætla hversu mikla málningu skyldi panta sló hann máli á tréverkið í réttinni og reiknaði síðan. Reyndist það vera um 2.500 lengdarmetrar eða um tveir og hálfur kílómetri.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31