Tenglar

Frá vinstri: Sigurvin Helgi og sölukonurnar Sara Dögg og Júlía Rún.
Frá vinstri: Sigurvin Helgi og sölukonurnar Sara Dögg og Júlía Rún.

Stelpurnar sem eru hér á myndinni ásamt félaga sínum voru með límonaðisölu við kassabílakeppnina á Reykhóladögunum. Þær settu upp sölustand með skilti (Áður en tungan fer að lafa, fáðu þér safa) og seldu Kool-Aid og ekta heimagert límonaði á 50 krónur glasið. Salan var með miklum ágætum eða nærri þrjátíu glös og rennur afraksturinn til hinnar tilvonandi vaðlaugar við Grettislaug.

...
Meira
Frá vinstri: Bjarni, Borghildur Birna, Birgitta Rut, Hildigunnur Sigrún, Sigurvin Helgi og Ísak Logi.
Frá vinstri: Bjarni, Borghildur Birna, Birgitta Rut, Hildigunnur Sigrún, Sigurvin Helgi og Ísak Logi.

Þessir hressu krakkar á Reykhólum héldu fyrir skömmu tombólu til styrktar starfi Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi. Afraksturinn varð kr. 2.600 og munar um það, en ekki er síður þakkarverður sá áhugi sem þetta unga fólk sýnir björgunarsveitinni og óeigingjörnum störfum fólksins sem hana skipa.

...
Meira

Umhverfisstofnun hefur gert drög að samningi við sveitarfélög til þriggja ára um niðurgreiðslur vegna refaveiða. Síðustu tvö ár hafa sveitarfélög þurft að standa undir öllum kostnaði við refaveiðar, en í fjárlögum er gert ráð fyrir að 30 milljónir króna fari í niðurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða.

...
Meira
Kaffiborðin hjá Össu í Króksfjarðarnesi.
Kaffiborðin hjá Össu í Króksfjarðarnesi.

Minnt skal á vikulegan þriðjudagshitting Handverksfélagsins Össu í kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi milli klukkan 15.30 og 17 í dag. Allir eru velkomnir til að sýna sig og sjá aðra og taka þátt í kaffispjalli. Bókatilboðin á markaðinum eru enn í gangi.

...
Meira
Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.
Ljósm. Herdís Erna Matthíasdóttir.
1 af 4

Byggðarhátíðin Reykhóladagar sem hófst á fimmtudag og stóð þangað til síðdegis í gær heppnaðist eins vel og framast mátti verða. Erfitt er að áætla af einhverri nákvæmni fjölda gesta á hátíðinni, en þeir skiptu að minnsta kosti mörgum hundruðum. Ljóst er hins vegar að gestum fjölgar með hverju árinu og mannfjöldinn í Reykhólaþorpi margfaldast á Reykhóladögum. „Ég var mjög ánægð með hátíðina okkar, það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að koma til Reykhóla og eiga með okkur góðar stundir. Skipulagið gekk afskaplega vel, á því voru engir hnökrar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri um Reykhóladagana.

...
Meira

Tvær fastasýningar í Reykhólahreppi hljóta stofn- og rekstrarstyrki Menningarráðs Vestfjarða við úthlutun þessa árs, annars vegar Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum sem hlýtur kr. 1.250.000 og hins vegar Össusetur Íslands (Arnarsetrið í Króksfjarðarnesi) sem fær kr. 500.000. Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir, samtals upp á tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 styrki að upphæð á bilinu 450 þúsund til 1,5 milljón. Samtals var úthlutað 13,2 milljónum í stofn- og rekstrarstyrki í samræmi við menningarsamning ríkisins og Fjórðungssambands Vestfirðinga árið 2014.

...
Meira
27. júlí 2014

Léttmessa á lokadaginn

Reykhólakirkja og húsið á Hólnum. Ljósm. Árni Geirsson.
Reykhólakirkja og húsið á Hólnum. Ljósm. Árni Geirsson.

Veðrið hefur leikið við gesti Reykhóladaganna 2014 þvert ofan í fremur leiðinlegar spár í aðdraganda þeirra. Þegar hestar voru teymdir undir börnum fyrir hádegi að morgni annars dags (föstudags) rigndi rétt á meðan í logninu eins og hellt væri úr fötu en það þótti ýmsum bara alveg ljómandi. Síðan hefur verið þurrt, glaðasólskin með köflum, einkum frá hádegi á föstudag, og milt hæglætisveður þannig að naumast hefur andað. Núna á fjórða degi Reykhóladaga (sunnudegi, lokadegi) er dagskráin einföld og létt:

...
Meira

Eins og hér hefur verið greint frá verður á morgun, sunnudag, vegleg hátíðardagskrá í Tjarnarlundi í Saurbæ í minningu þess að um þessar mundir eru 800 ár liðin frá fæðingu sagnaritarans mikla Sturlu Þórðarsonar. Tjarnarlundur er í landi Staðarhóls, þar sem Sturla bjó lengi. „Hann gengur náttúrlega tvímælalaust næst Snorra föðurbróður sínum Sturlusyni,“ segir Dalamaðurinn Svavar Gestsson fyrrv. ráðherra og sendiherra, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

...
Meira
26. júlí 2014

Þriðji í Reykhóladögum

Rjómablíða á forntraktorasvæðinu á Reykhóladögum 2013. Ljósm. Einar Kristinn Guðfinnsson.
Rjómablíða á forntraktorasvæðinu á Reykhóladögum 2013. Ljósm. Einar Kristinn Guðfinnsson.

Dagskrá laugardagsins á byggðarhátíðinni Reykhóladögum 2014 byrjar með hinum hefðbundna þarabolta á sparkvellinum við Reykhólaskóla. Boðið er í súpu í hádeginu eins og venjulega. Eftir hádegið verður „skrúðganga“ forntraktora um Reykhólaþorp og síðan verða þeir til sýnis á túninu við Báta- og hlunnindasýninguna. Dráttarvélafimin er á sínum stað, markaður verða í Bátakaffi og Sjávarsmiðjunni (þar eru líka hoppukastalar og dagskrá með fjárrekstri, rúningu og baggakasti) og grillpartí fyrir yngstu kynslóðina verður í Kvenfélagsgirðingunni. Veisluskemmtunin í íþróttahúsinu hefst klukkan átta og síðan er dansleikur fram til þrjú í nótt.

...
Meira
Frá kassabílarallinu í fyrra.
Frá kassabílarallinu í fyrra.

Annar dagur byggðarhátíðarinnar Reykhóladaga er í dag, föstudag. Dagskráin er fjölbreytt allt frá kl. 10 og fram á rauðakvöld. Byrjað verður á því að teyma hesta undir ungum sem eldri, um hádegið er boðið í súpu á nokkrum stöðum, síðan er kassabílarall og þar á eftir þrautabraut hverfanna. Undir kvöld er opið hús hjá Norðursalti og keppt í saltpökkun en dagskránni lýkur í íþróttahúsinu með hinni árvissu spurningakeppni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31