Tillögur að breytingum á aðalskipulagi auglýstar
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2014 að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps felast í að breyta skilgreindri afmörkun þéttbýlisins, reitur V‐3 er færður að Stekkjarvogi, gönguleiðir endurskoðaðar, ný náma, afmörkun nýrra hafnarmannvirkja og iðnaðarsvæðis. Í dreifbýlinu er gerð leiðrétting á númerum frístundabyggðar og frístundabyggðasvæði í landi Kirkjubóls F‐12 stækkað.
...Meira