Tenglar

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2014 að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingum á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps felast í að breyta skilgreindri afmörkun þéttbýlisins, reitur V‐3 er færður að Stekkjarvogi, gönguleiðir endurskoðaðar, ný náma, afmörkun nýrra hafnarmannvirkja og iðnaðarsvæðis. Í dreifbýlinu er gerð leiðrétting á númerum frístundabyggðar og frístundabyggðasvæði í landi Kirkjubóls F‐12 stækkað.

...
Meira
Gísli Eysteinsson verkstjóri. Þverun Kjálkafjarðar í baksýn. STÖÐ 2 / BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON.
Gísli Eysteinsson verkstjóri. Þverun Kjálkafjarðar í baksýn. STÖÐ 2 / BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON.

Nýr fjögurra kílómetra vegarkafli með bundnu slitlagi við vestanverðan Kerlingarfjörð í Múlasveit í Reykhólahreppi var opnaður umferð fyrir helgi. Þetta er fyrsti áfanginn í endurbyggingu eða nýbyggingu þar sem tæplega 16 km vegur með bundnu slitlagi og þverunum yfir tvo firði kemur í stað 24 km malarvegar, að langmestu leyti innan marka Reykhólahrepps en að hluta innan vébanda Vesturbyggðar. Gísli Eysteinsson verkstjóri hjá verktakanum Suðurverki vonast til þess að hægt verði að opna þverunina yfir Kjálkafjörð í byrjun september, eftir því sem fram kemur á visir.is. Lokaáfanginn, þverun Mjóafjarðar, sem er innfjörður Kerlingarfjarðar, verði síðan opnaður um tveimur mánuðum seinna.

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Harpa Eiríksdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er núna í sumar opin í núverandi mynd fjórða sumarið í röð eftir að hlunnindin og bátarnir voru sameinuð í eina sýningu. Þar er líka upplýsingamiðstöð ferðafólks og kaffihús og minjagripasala og jafnframt er húsnæðið notað fyrir ýmsa viðburði. Nefna má bíósýningar og Menningarsjokk (pubquiz og tónleika Spaðanna) á nýliðnum Reykhóladögum. Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur, þáverandi ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, tók að sér að annast sýninguna þegar hún var opnuð í hinni nýju mynd og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðustu árin. Aðsóknin í sumar hefur verið með ágætum, að sögn Hörpu, og mjög mikið um erlenda ferðamenn. Íslendingar virtust hins vegar vera nokkuð mikið að horfa á HM meðan það stóð yfir. „En núna eru þeir mættir og skemmtilegt að sjá hvað það eru margir hérna yfir verslunarmannahelgina, flestöll tjaldsvæði í héraðinu að verða full, enda höfum við veðrið til þess,“ segir Harpa.

...
Meira

Norður & Co. óskar eftir að ráða starfsmann í framleiðslu í verksmiðju sinni á Reykhólum. Sveigjanlegur vinnutími er í boði. Starfssvið og hæfniskröfur:

...
Meira
Frá húsbíla- og tjaldvagnasvæðinu við Grettislaug neðan við Reykhólaþorp.
Frá húsbíla- og tjaldvagnasvæðinu við Grettislaug neðan við Reykhólaþorp.

Núna þegar Reykhóladagar 2014 eru afstaðnir með sérstökum ágætum er ekki úr vegi að minna á sitthvað sem ferðafólk getur notið eftir sem áður í Reykhólahreppi. Þar má nefna Grettislaug á Reykhólum, þaraböðin í Sjávarsmiðjunni, Báta- og hlunnindasýninguna, Arnarsetur Íslands, handverks-, nytja- og bókamarkað Össu í Króksfjarðarnesi, forntraktorana, ballið í Flatey núna um verslunarmannahelgina, markaðinn í gamla frystihúsinu í Flatey og allt annað sem þar er að finna og skoða. Svo er auðvitað hin einstaka náttúrufegurð hins víðlenda Reykhólahrepps, sem er yfir þúsund ferkílómetrar og spannar svæðið allt frá Gilsfirði og vestur í Kjálkafjörð rétt austan við Barðaströnd, ásamt mestum hluta Breiðafjarðareyja þar sem Flatey er höfuðstaðurinn.

...
Meira
31. júlí 2014

Myndir frá Reykhóladögum

Rúmlega hundrað myndir frá Reykhóladögum 2014 eru komnar inn á vefinn. Þær er að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin og eru þar í fimm albúmum, R.hóladagar 2014 (1 af 5) o.s.frv. Nokkur sýnishorn fylgja hér. Þau sem tóku myndirnar eða létu þær í té eru (í stafrófsröð) Björn A. Einarsson, Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, Erla Hlynsdóttir, Fjóla Benediktsdóttir, Gauti Eiríksson, Harpa Eiríksdóttir, Herdís Erna Matthíasdóttir, Hildur Hrönn Oddsdóttir, Hlynur Þór Magnússon, Hörður Grímsson og Kristján Hannesson.

...
Meira
Tumi á Reykhólum og Eyrún á Gillastöðum voru meðal annarra í rúningnum.
Tumi á Reykhólum og Eyrún á Gillastöðum voru meðal annarra í rúningnum.

Líklega er ekki almennt mikið verið að rýja sauðfé seinnipartinn í júli en það var þó gert á Reykhóladögum. Þar tók svolítill hópur af þaulvönu rúningsfólki sig til og sýndi hátíðargestum handbragðið við rúning með gamla laginu. Hér eru tvö örstutt myndskeið (tenglarnir fyrir neðan) frá hendi Gauta Eiríkssonar frá Stað.

...
Meira
Rebekka á fullri ferð í þrautabrautinni. Skjáskot úr myndskeiðinu.
Rebekka á fullri ferð í þrautabrautinni. Skjáskot úr myndskeiðinu.

Rebekka Eiríksdóttir og Magnús Þorgeirsson sigruðu í flokkum kvenna og karla í dráttarvélafiminni á Reykhóladögum. Myndskeiðin af tilþrifum þeirra tók Gauti Eiríksson frá Stað (tenglarnir hér fyrir neðan).

...
Meira
Skjáskot úr myndskeiðinu.
Skjáskot úr myndskeiðinu.

Grundargengið (keppendur tengdir Grund í Reykhólasveit) sigraði í þaraboltanum á sparkvellinum við skólann á Reykhóladögum. Myndskeið sem sýnir úrslitamarkið í viðureigninni við Sekkina (Björn Fannar og félagar) tók Gauti Eiríksson frá Stað, tengill hér fyrir neðan. Sjá einnig næstu frétt hér á undan.

...
Meira
Allis-Chalmers - notaleg sjón fyrir suma.
Allis-Chalmers - notaleg sjón fyrir suma.

Gauti Eiríksson frá Stað tók upp myndskeið af ýmsum viðburðum á Reykhóladögum og setti á YouTube. Hér fyrir neðan er tengill á eitt þeirra, hópakstur gömlu dráttarvélanna um Reykhólaþorp með jeppa Björgunarsveitarinnar Heimamanna í broddi fylkingar og lögreglubíl á eftir lestinni, báða með bláu ljósin blikkandi. Tegundir vélanna komu hver fyrir sig í röð, fyrst Farmall-traktorar, svo Fergusynir, því næst Deutz o.s.frv. Loks komu nokkrar vélar af tegundum sem voru fremur sjaldséðar hérlendis, þar á meðal einn Allis-Chalmers (amerískur).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31