Daníel á Ingunnarstöðum sextugur
Daníel Heiðar Jónsson á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi er sextugur í dag, 9. júlí. Í tilefni þess efnir hann til afmælisveislu í Nesi núna á laugardaginn, 12. júlí, og hefst hún kl 19.30. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Í boði verða veitingar og guðaveigar í glæstum húsakynnum Vogalands í Króksfjarðarnesi. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi. Orðheppnir og orðhvatir fá nægilegt svigrúm fyrir ræðuhöld og uppistönd í dagskrá kvöldsins.
...Meira