Tenglar

Frá og með deginum í dag er Verslunin Hólakaup á Reykhólum opin alla daga til kl. 21 á kvöldin. Kaupmaðurinn er klár með kaffið rétt rúmlega sjö á morgnana flesta daga.

...
Meira
Andrea ásamt hópnum sem færði henni gjöfina í sólarblíðunni utan við skrifstofu Reykhólahrepps.
Andrea ásamt hópnum sem færði henni gjöfina í sólarblíðunni utan við skrifstofu Reykhólahrepps.
1 af 6

Áður en síðasti fundur fráfarandi sveitarstjórnar Reykhólahrepps hófst núna á föstudag var Andreu Björnsdóttur oddvita óvænt færð gjöf og veglegur blómvöndur frá þeim sem fengu peysur frá henni á nýburana sína í hennar oddvitatíð. Gjöfin var bók með myndum af öllum börnunum í peysunum sínum og þar eru líka sögð góð deili á hverju barni. Í fundarlokin færðu svo þær Andrea oddviti og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir úr fráfarandi sveitarstjórn Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur gjöf sem dálítinn þakklætisvott fyrir frábær störf sem sveitarstjóri á liðnu kjörtímabili.

...
Meira
Frá einni af göngunum árið 2012.
Frá einni af göngunum árið 2012.

Dagana 20.-22. júní (föstudagur til sunnudags) verður útivistarhelgin Gengið um sveit í Reykhólahreppi, sem haldin er í fjórða skipti í ár. Þar er um að ræða langar og skemmri göngur undir leiðsögn, sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Opið fyrir skráningu til og með 20. júní. Mælt er með að fólk skrái sig sem fyrst á netfangið info@reykholar.is eða í síma 894 1011 (til 15. júní). Eftir þann tíma verður hægt að bóka sig í göngur á netfangið info@reykholar.is. Þeir sem skrá sig eftir 15. júní fá ekki afslætti. Sem ábót á útivistarhelgina er miðnæturganga á Vaðalfjöll á sjálfri Jónsmessunni, þriðjudaginn 24. júní, ef nægileg þátttaka fæst. - Dagskráin og allar upplýsingar eru hér fyrir neðan.

...
Meira

Núna á miðvikudagskvöldið 11. júní verða haldnir tónleikar í Dalabúð í Búðardal þar sem margir helstu latín- og djasstónlistarmenn landsins koma fram. Hljómsveitina skipa auk bassaleikarans Tómasar söngvararnir Sigríður Thorlacius og Bógómíl Font, Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel Jón Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson píanó, Matthías MD Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur. Boðið verður upp á danskennslu í hléi og verður hún í umsjá Jóhannesar Agnars Kristinssonar og félaga hans í Salsamafíunni.

...
Meira

Dagskráin hjá Umf. Aftureldingu í Reykhólahreppi í sumar er fjölbreytt að venju. Nefna má á vegum félagsins sjálfs ævintýranámskeið sem verður 12.-15. júní, sundnámskeið sem haldið verður á sama tíma, íþróttaæfingar og fótboltaæfingar. Auk þess eru ýmsir aðrir viðburðir sem félagið á aðild að hér og þar, svo sem í Búðardal, Borgarnesi, Skagafirði og Mosfellsbæ. Dagskrá félagsins í sumar má finna hér, svo og með því að smella á græna reitinn Sumarstarfið 2014 í dálkinum hægra megin á síðunni.

...
Meira
Grettislaug í apríl 2014.
Grettislaug í apríl 2014.

Ekki síst í ljósi einstaklega góðrar veðurspár næstu daga skal minnt á, að Grettislaug á Reykhólum var opnuð á nýjan leik um mánaðamótin eftir hefðbundið tveggja vikna viðhald og vorstandsetningu. Laugin er opin kl. 13-20 alla daga vikunnar í sumar og fram undir ágústlok, þegar tíminn styttist að venju undir haustið.

...
Meira
Frá æfingu Slökkviliðs Reykhólahrepps í Flatey í fyrravor / Sveinn Ragnarsson.
Frá æfingu Slökkviliðs Reykhólahrepps í Flatey í fyrravor / Sveinn Ragnarsson.

Guðmundur Bergsson eldvarnaeftirlitsmaður ásamt liðsmönnum frá Slökkviliði Reykhólahrepps heimsækir Flatey núna á hvítasunnudag, 8. júní, og tekur út þá gististaði sem honum er skylt að skoða. Einnig mun hann ráðleggja húseigendum með hentugan eldvarnabúnað og kemur í heimsóknir í hús eftir óskum. Milli kl. 17 og 19 verður haldin brunaæfing við bátaskýli HBT þar sem eldvarnabúnaður eyjarinnar verður prófaður. Dælur verða gangsettar, slöngur dregnar út, vatni sprautað og allur búnaður prófaður.

...
Meira
Viðvörunarskilti í Ástralíu. Mynd fundin á netinu.
Viðvörunarskilti í Ástralíu. Mynd fundin á netinu.

„Það vantar skilti við afleggjarann út að Reykhólum með aðvörun um fugla við veginn. Það er sorglegt að sjá hve margir fuglar verða fyrir bílum þar. Ég er viss um að fólk mundi hægja á bílunum ef svona skilti væri þar,“ skrifaði Bergljót Aðalsteinsdóttir í morgun í athugasemd við neðangreinda frétt sem birt var hér á vefnum fyrir tæpum fimm árum:

...
Meira

Íbúar Dalabyggðar virðast fúsari til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög en íbúar Reykhólahrepps, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem þar var gerð jafnhliða kosningunum á laugardag eins og í Reykhólahreppi. Spurt var: Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu við Dalabyggð á kjörtímabilinu 2014-2018? Já sögðu 137 eða rétt um 60%, nei sögðu 91 eða rétt um 40%. Síðan voru þeir sem sögðu já spurðir um afstöðu til nokkurra sameiningarkosta. Rétt um 62% þeirra töldu vænlegast að sameinast Reykhólahreppi, annað hvort einum eða ásamt Strandabyggð, og voru þar ámóta margir í hvorum hópi.

...
Meira
Súluritið sýnir afstöðu til kostanna sex.
Súluritið sýnir afstöðu til kostanna sex.
1 af 2

62 sögðu já en 58 sögðu nei þegar kjósendur í Reykhólahreppi voru spurðir um afstöðu þeirra til sameiningar við annað sveitarfélag eða önnur sveitarfélög í skoðanakönnun samhliða kosningunum á laugardag. Í fyrsta lagi var spurt: Vilt þú að Reykhólahreppur sameinist öðru sveitarfélagi? Ef svarið var já, þá var spurt um afstöðu til þess hvernig slíkri sameiningu skyldi háttað. Gefnir voru sex kostir: Að Reykhólahreppur skyldi sameinast a) Dalabyggð, b) Strandabyggð, c) Dalabyggð og Strandabyggð, d) Vesturbyggð, e) öll sveitarfélög á Vestfjörðum myndu sameinast, f) eitthvað annað. Af þeim sem sameiningu vildu kusu langflestir eða 33 sameiningu við Dala- og Strandabyggð. Atkvæði þeirra sem sögðu já sundurliðast þannig:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31