Tenglar

Verkefnahópurinn Matarhandverk 2014 hefur ákveðið að gefa áhugasömum frumkvöðlum og matarhandverksframleiðendum alls staðar af landinu kost á að koma á keppni og kynningu á gómsætu matarhandverki. Keppnin er opin handverksframleiðendum sem framleiða matvöru í smáum stíl úr eigin hráefni eða hráefni úr nærumhverfi framleiðslustaðar. Markmið Matarhandverks er að stuðla að vöruþróun, auka sýnileika og efla gæðaímynd smáframleiðslu matvæla. Jafnframt bindur verkefnahópurinn vonir við að gera Matarhandverkssýninguna að árlegum viðburði, en fyrsta keppnin verður haldin á Patreksfirði 2.-3. október á komandi hausti.

...
Meira
Bergsveinn Reynisson á óræðum aldri.
Bergsveinn Reynisson á óræðum aldri.
1 af 2

Fyrir tíu árum (22. júní 2004) birtist svohljóðandi tilkynning í Bændablaðinu: Af óviðráðanlegum ástæðum er fertugsafmæli mínu frestað um óákveðinn tíma. Bergsveinn Reynisson. (Sjá mynd nr. 2). Núna áratug seinna finnst afmælisbarninu að varla sé hægt að fresta þessu öllu lengur, „því að svo mörgum var lofað almennilegri veislu á fertugsafmælinu og við loforð stendur maður, þ.e. ef maður er ekki í pólitík,“ segir afmælisbarnið, Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum. Þess vegna hefur hann ákveðið að halda upp á fertugsafmælið sitt núna á laugardaginn, 5. júlí. Afmælishaldið verður í hinum mörgu vistarverum í húsi föður hans, það er að segja í gömlu búðinni við sjóinn í Króksfjarðarnesi, og hefst klukkan sex síðdegis.

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi í gærkvöldi tillögu mennta- og menningarmálanefndar um ráðningu Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur í stöðu skólastjóra Reykhólaskóla og samþykkti jafnframt bókun nefndarinnar í því efni. Meðal annars sem tekið var fyrir á fundinum var uppsagnarbréf Þuríðar Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra í Barmahlíð um langt árabil. Sveitarstjórn þakkaði Þuríði störfin og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

...
Meira

Starfsmann vantar að Grettislaug á Reykhólum nú þegar eða sem allra fyrst. Þarf að hafa náð 18 ára aldri og þarf helst að vera með próf í skyndihjálp. Upplýsingar gefur Aldís Elín Alfreðsdóttir forstöðumaður Grettislaugar í síma 434 7738 á þeim tíma þegar laugin er opin eða milli kl. 15 og 22 alla daga.

...
Meira
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps leggur til við sveitarstjórn, að Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir kennari og settur skólastjóri verði ráðin skólastjóri Reykhólaskóla. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi nefndarinnar í gær. „Fenginn var ráðgjafi frá Capacent til að hafa umsjón með úrvinnslu umsókna og samantekt upplýsinga um starf skólastjóra Reykhólaskóla. Eftir að hafa farið yfir umsóknir með hliðsjón af ráðgjöf Capacent er ljóst að aðeins einn aðili uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda að mati nefndarinnar,“ segir í bókun.

...
Meira

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH) gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn þann 5. og 6. júlí. Eigendur trébáta eru hvattir til að mæta með báta sína. Dagskráin er á þessa leið:

...
Meira
Heimskautarefur (vulpes lagopus). Mynd: Wikipedia.
Heimskautarefur (vulpes lagopus). Mynd: Wikipedia.

Bræðurnir Guðmundur og Trausti Sigvaldasynir eru mitt í grenjavinnslu í Reykhólahreppi, skv. fréttavefnum bb.is á Ísafirði. Í samtali við bb-vefinn í fyrradag segir Guðmundur að eitthvað óvenjulegt sé á seyði með tófuna á svæðinu. „Það er óhemja af hlaupadýrum, bæði geldum læðum og steggjum. Þetta er mjög óvanalegt á þessu svæði,“ segir Guðmundur, sem búsettur er á Reykhólum. Þeir bræðunir eru frá Hafrafelli í Reykhólasveit, en Trausti er búsettur á Álftanesi og kemur vestur til veiðanna.

...
Meira
Elfar Logi í hlutverki Fjalla-Eyvindar.
Elfar Logi í hlutverki Fjalla-Eyvindar.

Í samstarfi við Gengið um sveit og Kómedíuleikhúsið verður kaffihús og leiksýningar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í kvöld, laugardag. Húsið opnað kl 18.30 en sýning hefst kl 19.30. Hægt verður að kaupa veitingar að hætti Bátakaffis fyrir sýningu og í hléi. Elfar Logi Hannesson flytur einleikina um útlagana frægu, Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind.

...
Meira
Nýja sveitarstjórnin, talið f.v.: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Ágúst Már Gröndal og Áslaug B. Guttormsdóttir.
Nýja sveitarstjórnin, talið f.v.: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Ágúst Már Gröndal og Áslaug B. Guttormsdóttir.

Fyrsti fundur hinnar nýju sveitarstjórnar Reykhólahrepps var haldinn í gær og var þá m.a. skipað í nefndir og önnur trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. Karl Kristjánsson var kjörinn oddviti og Vilberg Þráinsson varaoddviti, báðir til eins árs. Samþykktur var samningur við Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur um áframhaldandi starf sveitarstjóra næstu fjögur árin. Að öðru leyti skal vísað í fundargerðina í reitnum neðst til vinstri hér á síðunni, en jafnframt má sækja hana hér.

...
Meira
Nýja hreppsnefndin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal.
Nýja hreppsnefndin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal.

Eins og fram hefur komið varð alger endurnýjun í sveitarstjórn Reykhólahrepps í kosningunum um síðustu mánaðamót. Allir sem áttu sæti í hreppsnefnd báðust undan endurkjöri, eins og heimilt er, og reyndar fleiri sem höfðu áður þjónað og áttu rétt á slíku, og urðu þess vegna alger mannaskipti í sveitarstjórninni að þessu sinni. Nýkjörin sveitarstjórn hefur sent vef Reykhólahrepps eftirfarandi til birtingar:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31