Keppnin og kynningin Matarhandverk 2014
Verkefnahópurinn Matarhandverk 2014 hefur ákveðið að gefa áhugasömum frumkvöðlum og matarhandverksframleiðendum alls staðar af landinu kost á að koma á keppni og kynningu á gómsætu matarhandverki. Keppnin er opin handverksframleiðendum sem framleiða matvöru í smáum stíl úr eigin hráefni eða hráefni úr nærumhverfi framleiðslustaðar. Markmið Matarhandverks er að stuðla að vöruþróun, auka sýnileika og efla gæðaímynd smáframleiðslu matvæla. Jafnframt bindur verkefnahópurinn vonir við að gera Matarhandverkssýninguna að árlegum viðburði, en fyrsta keppnin verður haldin á Patreksfirði 2.-3. október á komandi hausti.
...Meira