Tenglar

Þorkell Heiðarsson.
Þorkell Heiðarsson.

Þorkell Heiðarsson líffræðingur og tónlistarmaður hefur verið ráðinn umsjónarmaður Reykhóladaganna í sumar. Hann hefur unnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardalnum í Reykjavík síðasta áratuginn og stýrir þar rekstri á þjónustu við gesti. Þorkell lærði píanóleik frá unga aldri og síðar orgel- og harmonikkuleik og hefur starfað mikið við tónlist í hljómsveitum og einnig í leikhúsum. Meðal annars var hann tónlistarstjóri í uppfærslu Borgarleikhússins á Línu Langsokk 2003 og tók þátt í sýningunni Fólkið í blokkinni í sama leikhúsi 2008.

...
Meira
Grillað að verki loknu í hitteðfyrra.
Grillað að verki loknu í hitteðfyrra.

Hinn árlegi Umhverfisdagur í Reykhólahreppi verður núna á fimmtudag, 29. maí. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd hreppsins hvetur íbúa til að nota daginn og snyrta í kringum sig. Ætlunin er að hittast við Reykhólaskóla kl. 11 og skipta með sér verkum. Gámastöðin verður opin og eru eigendur iðnaðarsvæða og jarða í Reykhólahreppi hvattir til að nota daginn vel og nýta tímann þegar opið er. Grill og Svalar að loknu verki kl. 13.30.

...
Meira

Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum verður haldinn í húsakynnum sýningarinnar föstudaginn 6. júní 2014. Fundurinn hefst kl 17. Dagskrá:

...
Meira

Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli menningarsamnings ríkisins við Fjórðungssamband Vestfirðinga og er frestur til að sækja um til og með föstudeginum 13. júní. Styrkir verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrkir til menningarstofnana og hins vegar verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna.

...
Meira

Starfsmann vantar í afleysingar á skrifstofu Reykhólahrepps fram á haust. Einkum er um að ræða símsvörun, skjalavörslu og almenn skrifstofustörf. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 434 7880.

...
Meira

Umsjónarmaður vefjar Reykhólahrepps síðustu liðlega sex ár hefur látið af því starfi. Þetta hefur legið fyrir síðustu mánuði enda þótt starfslokin hafi af persónulegum ástæðum orðið viku fyrr en tilkynnt var á sínum tíma. Hann vill koma á framfæri þökkum til fólksins í sveitarfélaginu og annarra sem komið hafa við sögu vefjarins á þessum tíma.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Skólinn er sameinaður leikskóli og grunnskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi, hann veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi og leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild.

...
Meira

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 26. maí milli 11:30 og 12:00. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir íbúa í Flatey á Breiðafirði fer fram á Brjánslæk mánudaginn 26. maí 2014 við komu ferjunnar Baldurs til Brjánslækjar um kl. 17:30. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450-2200. Kjósandi sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sýslumanni. Þar segir einnig:

...
Meira
Ragnheiður Stefánsdóttir, Aníta Hanna Kristjánsdóttir og glaðlegt lamb.
Ragnheiður Stefánsdóttir, Aníta Hanna Kristjánsdóttir og glaðlegt lamb.
1 af 6

Sauðburðurinn er árstími þar sem bændur og þeirra börn og aðrir sem að honum koma verða eiginlega óskiljanlegar manneskjur fólki sem hefur ekki komið að búskap. Þetta er mjög erfiður en jafnframt mjög skemmtilegur tími, litlu lömbin bræða hjörtu krakkanna, líf og fjör í fjárhúsunum. Vorið hefur verið gott í Reykhólahreppi ef miðað er við vorið í fyrra. Gróðurinn tekur vel við sér dag frá degi, græni liturinn á túnum er sterkari á hverjum morgni en hann var daginn áður og féð keppist að komast í nýgræðinginn.

...
Meira

Háskólalest Háskóla Íslands er lögð af stað í sína árlegu ferð, fjórða vorið sem lestin brunar um landið með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í ferðum lestarinnar er lögð áhersla á lifandi og litríka dagskrá fyrir alla fjölskylduna og allir viðburðir ókeypis. Um næstu helgi er stefnan tekin á Hólmavík en þar nemur lestin staðar í tvo daga. Dagskráin þar samkvæmt kynningu er á þessa leið:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31