Ráðinn umsjónarmaður Reykhóladaga 2014
Þorkell Heiðarsson líffræðingur og tónlistarmaður hefur verið ráðinn umsjónarmaður Reykhóladaganna í sumar. Hann hefur unnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardalnum í Reykjavík síðasta áratuginn og stýrir þar rekstri á þjónustu við gesti. Þorkell lærði píanóleik frá unga aldri og síðar orgel- og harmonikkuleik og hefur starfað mikið við tónlist í hljómsveitum og einnig í leikhúsum. Meðal annars var hann tónlistarstjóri í uppfærslu Borgarleikhússins á Línu Langsokk 2003 og tók þátt í sýningunni Fólkið í blokkinni í sama leikhúsi 2008.
...Meira