Tenglar

Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, 10. maí, þar sem af því ræðst - eftir atvikum - í hvaða kjördeild eða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði. Óheimilt er að breyta skráningu í kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag. Síðustu forvöð að tilkynna um nýtt lögheimili til Þjóðskrár eru á morgun, föstudaginn 9. maí.

...
Meira
Bjarni Þór, Guðmundur slökkviliðsstjóri, Ágúst Már og Artur.
Bjarni Þór, Guðmundur slökkviliðsstjóri, Ágúst Már og Artur.

Fjórir liðsmenn í Slökkviliði Reykhólahrepps hafa lokið tveimur vorannarnámskeiðum við Brunamálaskólann í ýmsu því sem viðkemur slökkvistörfum og fengið prófskírteini sín. Að öðru námskeiðinu loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til slökkvistarfa utanhúss, til að annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu. Að hinu loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar og hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

...
Meira

Félagar í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi munu núna um helgina heimsækja fólk í sveitarfélaginu og safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu. Sveitin fær kr. 2.000 fyrir hvert sýni sem hún fær og vonast eftir sem flestum þátttakendum. Flestir sem eru í úrtakinu eiga að hafa fengið sýni sent heim og upplýsingar um verkefnið.

...
Meira

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 19. maí milli kl. 12 og 14. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450 2200. Kjósandi sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sýslumanni. Þar segir einnig:

...
Meira

Lögbundnum fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem halda átti fimmtudaginn 8. maí, er frestað til fimmtudagsins 15. maí.

...
Meira
Kort: Morgunblaðið / Loftmyndir ehf.
Kort: Morgunblaðið / Loftmyndir ehf.

Vegagerðin mun leggja fram nýja veglínu um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi, sem er ætlað að hlífa skóginum eins vel og kostur er. Vegurinn myndi liggja ofan við skóginn að austanverðu en þegar vestar er komið yrði hann fyrir neðan skóginn. Veglínan er ein fimm kosta sem verða lagðir fram í matsáætlun fyrir umhverfismat. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Vegagerðin hafi verið í töluverðu sambandi við Skipulagsstofnun til að koma samgöngubótum í Gufudalssveit í einhvern farveg.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir eftir sumarstarfsfólki við Grettislaug á Reykhólum. Umsækjendur þurfa að hafa náð átján ára aldri. Björgunarpróf verða haldin áður en sumartíminn í lauginni hefst. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Hafið samband við skrifstofu Reykhólahrepps í síma 434 7880 eða í skrifstofa@reykholar.is.

...
Meira
Samgönguráð og fleiri við höfnina á Ísafirði. Nánar neðst í meginmáli.
Samgönguráð og fleiri við höfnina á Ísafirði. Nánar neðst í meginmáli.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tilkynnti á fundi samgönguráðs með vestfirskum sveitarstjórnarmönnum á Ísafirði í vikunni, að í haust verði tekin upp sjö daga vetrarþjónusta á vestfirskum vegum, þar sem mörg undanfarin ár hefur aðeins verið sex daga þjónusta. Þannig hefur ekki verið mokað á laugardögum á helstu leiðum eins og um Ísafjarðardjúp, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda og um sunnanverða Vestfirði. „Ég fagna því að Vegagerðin skuli vera búin að taka þessa ákvörðun, þetta hefur verið ófremdarástand að geta ekki ferðast alla daga vikunnar. Þetta hefur verið í umræðunni í allmörg ár, en núna í vetur var þetta sérlega slæmt. Frá næsta hausti munu flestir Vestfirðingar sitja við sama borð og þorri landsmanna,“ segir Birna Lárusdóttir á Ísafirði, formaður samgönguráðs.

...
Meira
Efstu þrjú pörin: Jón, Eyvindur, Vignir, Guðbrandur, Ólafur, Maríus. Ljósm. Litlihjalli.is / Ingimundur Pálsson.
Efstu þrjú pörin: Jón, Eyvindur, Vignir, Guðbrandur, Ólafur, Maríus. Ljósm. Litlihjalli.is / Ingimundur Pálsson.

Héraðsmót í brids (HSS tvímenningur) var haldið í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 1. maí, og fór þá hópur úr Bridgefélagi Hólmavíkur sína árlegu ferð norður í Árneshrepp. Spilað var á fimm borðum. Að sögn eins spilaranna, Eyvindar Magnússonar á Reykhólum, voru veitingar og móttökur með afbrigðum góðar að vanda.

...
Meira
Snæbjörn Kristjánsson í ræðustól félagsins í Breiðfirðingabúð.
Snæbjörn Kristjánsson í ræðustól félagsins í Breiðfirðingabúð.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Breiðfirðingafélagsins á síðasta aðalfundi, en Sæunn G. Thorarensen, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir og Alvilda Þóra Elísdóttir gáfu ekki kost á sér áfram. Voru þeim þökkuð vel unnin störf. Snæbjörn Kristjánsson var endurkjörinn formaður félagsins enn á ný, en stjórnin er að öðru leyti þannig skipuð:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31