Tenglar

Guðlaugur Theódórsson.
Guðlaugur Theódórsson.

Guðlaugur Theódórsson á Reykhólum er sjötugur í dag, 13. maí. Hann er fæddur og uppalinn á Laugalandi við Þorskafjörð en settist að á Reykhólum árið 1974 og hefur átt þar heima alla tíð síðan. Myndin var tekin í gær fyrir utan verkstæðishús Guðlaugs við Suðurbraut þar sem hann stendur við hluta af bíla- og tækjakosti sínum.

...
Meira

Kjörstjórn Reykhólahrepps auglýsir hér með, að engir framboðslistar vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31. maí 2014 bárust fyrir tilskilinn frest, sem rann út kl. 12 á hádegi þann 10. maí 2014. Kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps verða því óhlutbundnar, líkt og undanfarnar kosningar. Eftirtaldir aðalmenn í fráfarandi sveitarstjórn skorast löglega undan kjöri í næstu sveitarstjórn, og eru í stafrófsröð:

...
Meira
Myndirnar ættu að tala sínu máli.
Myndirnar ættu að tala sínu máli.
1 af 12

„Við erum svo heppin að hafa hana Margréti okkar, sem er frábær listrænn stjórnandi og einstök handavinnukona,“ segir Hrefna Hugosdóttir, hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð á Reykhólum. Hún á þar við Margréti Guðlaugsdóttur, sem hefur séð um handavinnutímana á heimilinu í vetur. „Þar sem við vorum ekki með handavinnusýningu í ár langaði okkur að sýna sveitungum okkar eitthvað af því sem unnið hefur verið frá áramótum. Markmiðið með starfi okkar er að hafa gaman, njóta þess að vera saman, vinna með áhugamál og breyta um umhverfi,“ segja þær Hrefna og Margrét, og minna á, að öllum eldri borgurum sveitarinnar er boðið að koma og taka þátt í starfinu.

...
Meira

Tveir aðalfundir sem snerta íbúa í Reykhólahreppi verða kl. 17 í kvöld, mánudagskvöld. Aðalsafnaðarfundur Reykhólasóknar verður í Reykhólakirkju og verður gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári. Auk þess verða endurskoðaðir reikningar sóknar og kirkjugarðs fyrir síðasta ár afgreiddir. Kaffi og kökubiti. Allir sóknarmeðlimir 16 ára og eldri hafa tillögu- og atkvæðisrétt. Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður í Tjarnarlundi í Saurbæ. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða fluttar fréttir af aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands. Kaffiveitingar í boði félagsins.

...
Meira
Myndirnar skýrast allar í meginmáli.
Myndirnar skýrast allar í meginmáli.
1 af 7

Lionsfélagar í Reykhólahreppi héldu grillveislu og Eurovisionpartí á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í gærkvöldi. Þeir komu með úrvals lærissneiðar sem Guðmundur Hauksson starfsmaður í Barmahlíð grillaði í skjólinu við suðurdyr hússins á sjötta tímanum á meðan Lionsfólkið Ingvar Samúelsson og Áslaug B. Guttormsdóttir útbjuggu í eldhúsinu bearnaisesósu og alls konar meðlæti og síðan reiddu þau veitingarnar fram. Að veislu lokinni safnaðist bæði heimilisfólk og starfsfólk saman til að fylgjast með Eurovision á sjónvarpsskjá í setustofunni. Allir voru með græn og rauð spjöld til að bregða upp að loknum flutningi hvers lags og láta þannig í ljós hvort þeim líkaði vel eða illa. Áslaug taldi síðan grænu og rauðu spjöldin og skráði niðurstöðurnar á töflu. Salurinn var skreyttur litskrúðugum blöðrum að hætti Pollapönks.

...
Meira
Kjörstjórnin: Steinunn Ólafía Rasmus, Áslaug B. Guttormsdóttir formaður og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Kjörstjórnin: Steinunn Ólafía Rasmus, Áslaug B. Guttormsdóttir formaður og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykhólahreppi 31. maí og verður því óbundin persónukosning eins og verið hefur við margar undanfarnar kosningar. Allir aðalmenn í sveitarstjórn biðjast undan endurkjöri eins og þeir eiga rétt á skv. lögum. Það eru (í stafrófsröð) Andrea Björnsdóttir, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson. Líka biðst Egill Sigurgeirsson undan kjöri í sveitarstjórn eins og hann á rétt á og gerði einnig fyrir fjórum árum. Hann var í sveitarstjórn frá 2002 til 2010 eða í átta ár samfleytt og á rétt á að biðjast undan kjöri jafnlangan tíma á eftir.

...
Meira
Játvarður Jökull gengur við hækjur og er ekki enn farinn að stíga í fótinn. Sleðinn er í garðinum.
Játvarður Jökull gengur við hækjur og er ekki enn farinn að stíga í fótinn. Sleðinn er í garðinum.
1 af 2

Tveir mánuðir eru síðan Játvarður Jökull Atlason á Reykhólum slasaðist þegar hann var á ferð á vélsleða efst í Töglunum upp af botni Þorskafjarðar. Hann var hálfan mánuð á sjúkrahúsi en er núna heima á góðum batavegi og gengur við hækjur. „Sköflungurinn brotnaði inn í hjáliðinn þannig að liðamótin brotnuðu. Ég fór í aðgerð daginn eftir slysið, brotunum var raðað upp og þetta var allt skrúfað saman, ég held að það hafi verið notaðar sjö skrúfur,“ segir hann. „Ég byrjaði fyrir nokkru í sjúkraþjálfun og núna er ég bara heima að gera æfingar til að styrkja mig og hnéð er orðið nokkuð liðugt. Mér finnst ég vera tilbúinn að stíga í fótinn en er ekki búinn að fá grænt ljós á það frá læknunum.“

...
Meira

Slökkvilið Reykhólahrepps undir forystu Guðmundar Ólafssonar slökkviliðsstjóra hélt í vikunni æfingu með starfsmönnum Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Meðfylgjandi myndir frá æfingunni tók Eiður Hjaltason.

...
Meira

Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga rennur út kl. 12 á hádegi á morgun, laugardaginn 10. maí, og jafnframt frestur þeirra sem löglega geta skorast undan kjöri ef um óhlutbundnar kosningar er að ræða. Kjörstjórn Reykhólahrepps veitir framboðslistum viðtöku á skrifstofu Reykhólahrepps kl. 11.30-12 á morgun, laugardag. Á sama tíma tekur hún við bréfum þeirra sem löglega geta skorast undan skyldu til að taka kjöri.

...
Meira
Breiðfirðingakórinn.
Breiðfirðingakórinn.

Breiðfirðingakórinn ásamt kór eldri borgara í Dalabyggð verður með tónleika í Dalabúð í Búðardal kl. 14 á laugardag, 10. maí. Frítt inn. Allir velkomnir.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31