Tenglar

Víða var tekið til hendi. Ef grannt er að gætt má sjá að ekki eru bara tvær manneskjur að starfi á þessari mynd ...
Víða var tekið til hendi. Ef grannt er að gætt má sjá að ekki eru bara tvær manneskjur að starfi á þessari mynd ...
1 af 6

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á hinum árlega umhverfisdegi í Reykhólahreppi, sem var að þessu sinni á fimmtudaginn eða sjálfan uppstigningardag. Þegar vinnufúsar hendur ungra sem eldri höfðu lokið störfum var að venju grillað í Kvenfélagsgarðinum á Reykhólum. Á síðustu myndinni er fráfarandi umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps, skipuð þeim Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur, Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur og Gústaf Jökli Ólafssyni.

...
Meira

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með stofu á Heilsugæslunni í Búðardal fimmtudaginn 12. júní. Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með stofu á sama stað mánudaginn 16. júní. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira
2. júní 2014

Grettislaug opin á ný

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Grettislaug á Reykhólum hefur verið opnuð á ný eftir tveggja vikna lokun vegna hefðbundins vorviðhalds. Hún verður opin kl. 13-20 alla daga í sumar fram til 24. ágúst, en þá mun tíminn styttast og dögum í vikunni að líkndum fækka eins og venja er á haustin.

...
Meira

Báta- og hlunnindasýningin við Maríutröð á Reykhólum er opin í sumar kl. 11-17 alla daga fram til ágústloka, að einum degi undanskildum: Hún verður lokuð á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

...
Meira
Áslaug, Steinunn og Guðjón.
Áslaug, Steinunn og Guðjón.

Myndina af kjörstjórn Reykhólahrepps sem hér fylgir tók á kjördag einn hinna fimm fráfarandi sveitarstjórnarmanna í hreppnum, Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli. Þar sem óbundnar kosningar eru, eins og voru í Reykhólahreppi líkt við margar undanfarnar kosningar, er langtum flóknara og tímafrekara að telja atkvæði heldur en þar sem listakosningar eru.

...
Meira
Vilberg með dótturina sína litlu.
Vilberg með dótturina sína litlu.

Vilberg Þráinsson á Hríshóli hlaut langflest atkvæði í kosningunum til sveitarstjórnar í Reykhólahreppi í dag. Næstur varð Karl Kristjánsson á Kambi en Sandra Rún Björnsdóttir á Reykhólum varð í þriðja sæti. Alls fengu 77 manns atkvæði í sæti aðalmanna í sveitarstjórn. Dreifing atkvæða var langtum meiri en við síðustu kosningar. Kjörsókn var 64,4% eða lítið eitt meiri en síðast. Niðurstöðurnar í heild urðu þessar:

...
Meira
31. maí 2014

Úrslitin birt í kvöld

Kjörfundur í sveitarstjórnarkosningunum í Reykhólahreppi, sem skv. auglýsingu átti að standa til kl. 17, var framlengdur eins og heimilt er þegar nauðsyn telst krefja. Talning í óhlutbundnum kosningum (persónukosningum) eins og voru núna í Reykhólahreppi rétt eins og verið hefur síðari ár, er langtum tímafrekari en þar sem listakosningar eru. Niðurstöður úr kosningunum í dag, sem og skoðanakönnuninni um afstöðu til sameiningar við önnur sveitarfélög*), verða birtar hér á vef Reykhólahrepps þegar þær liggja fyrir í kvöld.

...
Meira

Við fyrri umræðu í sveitarstjórn Reykhólahrepps í kvöld var samþykkt samhljóða að vísa ársreikningum Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2013 til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar (sjá reikningana hér). Í reikningunum kemur fram, að rekstrarafkoma Reykhólahrepps á síðasta ári var jákvæð um tæplega 20 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 15 milljónum í afgang. Eigið fé Reykhólahrepps er komið í 300 milljónir króna. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er nú 38% en var árinu áður 46%. Undanfarin ár hefur hagur Reykhólahrepps batnað jafnt og þétt eins og sjá má í reikningum sveitarfélagsins.

...
Meira

Guðni Kristjánsson, frkvstj. Ungmennasamb. Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), þar sem Umf. Afturelding í Reykhólahreppi er meðal aðildarfélaga, er með kosningu á Facebook um framtíðarliti sambandsins. Kosningunni lýkur 5. júní.

...
Meira

Minnt skal á það sem fram hefur komið í dreifibréfi frá kjörstjórn, að kjörfundur í Reykhólahreppi við sveitarstjórnarkosningarnar á morgun, laugardaginn 31. maí, verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum, og stendur frá kl. 9 til 17. Kjörstjórn í Reykhólahreppi skipa Áslaug B. Guttormsdóttir, formaður, Steinunn Ólafía Rasmus og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31