Tenglar

Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.

Aðalfundur Vinafélags Barmahlíðar verður á laugardag, 12. apríl, í salnum á efri hæð heimilisins og hefst kl. 14. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Allir velkomnir.

...
Meira
Kvenfélagskonur, sjúkraflutningamenn og starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Búðardal. Ljósm. Búðardalur.is.
Kvenfélagskonur, sjúkraflutningamenn og starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Búðardal. Ljósm. Búðardalur.is.

Sjúkraflutningamenn í Búðardal gangast um þessar mundir fyrir söfnun til kaupa á sjálfvirku hjartahnoðtæki, sem kostar um tvær og hálfa milljón króna. Lionsklúbbur Búðardals heldur utan um fjárframlög til söfnunarinnar. Heldur betur bættist í sjóðinn í gær, þegar konur í Kvenfélaginu Fjólu í Miðdölum lögðu fram eina og hálfa milljón króna.

...
Meira
Kristján Steinn, Ketill Ingi og Tindur Ólafur með pabba sínum. Á innfelldu myndinni eru þau hjónin Ásta Sjöfn og Guðmundur.
Kristján Steinn, Ketill Ingi og Tindur Ólafur með pabba sínum. Á innfelldu myndinni eru þau hjónin Ásta Sjöfn og Guðmundur.
1 af 2

Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund í Reykhólasveit (líklega betur þekktur sem Gummi á Grund) er sextugur í dag. Af því tilefni verður afmælisbarnið „til sýnis“ í borðsal Reykhólaskóla á milli kl. 19 og 21 á laugardagskvöldið, 12. apríl. Allir er að sjálfsögðu velkomnir. Þess má geta, að í dag eiga hann og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir eiginkona hans jafnframt tíu ára brúðkaupsafmæli.

...
Meira

Hópur Lionsfólks í Reykhólahreppi og maka þeirra skrapp til Færeyja dagana 4.-7. apríl eins og hér kom fram. Þórarinn Ólafsson var í förinni og tók urmul mynda. Nokkrar þeirra fylgja hér af handahófi en talsvert á annað hundrað er að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur í valmyndinni vinstra megin.

...
Meira

Á það skal minnt, að afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum færist aftur um einn dag í þessari viku, eins og hér kom fram á mánudaginn. Afgreiðslan verður ekki í dag heldur á morgun, fimmtudag 10. apríl, á sama tíma og venjulega eða frá kl. 13 til 16.

...
Meira
8. apríl 2014

Nýjasti Reykhólabúinn

Sigurjón Árni og Steinunn Lilja með litlu systur sína.
Sigurjón Árni og Steinunn Lilja með litlu systur sína.
1 af 2

Björk Stefánsdóttir og Torfi Sigurjónsson á Reykhólum eignuðust dóttur í gær. Stúlkan litla var tekin með keisaraskurði. Hún leit dagsins ljós kl. 11.33 og reyndist 15 merkur og 54 cm. Mæðgunum heilsast vel, segir pabbinn, sem sendi meðfylgjandi myndir af stúlkunni og systkinum hennar.

...
Meira
Baldvin Albertsson, Díana Jóhannsdóttir og Einar Ben.
Baldvin Albertsson, Díana Jóhannsdóttir og Einar Ben.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt samstarfsaðilum á landsvísu og ferðaþjónum á Vestfjörðum hafa ákveðið að sækja fram og eru að fara af stað í stórt þriggja ára markaðsátak. Verkefninu verður stýrt af Markaðsstofu Vestfjarða, en þetta er stærsta markaðsverkefnið sem sveitarfélögin hafa farið í frá upphafi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna og ýta undir þá jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa nú þegar.

...
Meira

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014. Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

...
Meira

Í þessari viku verður afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum ekki á miðvikudag, sem er venjubundinn afgreiðsludagur. Í staðinn verður hún á fimmtudag, 10. apríl, á sama tíma og venjulega eða kl. 13-16.

...
Meira
Tumi smalar þrjátíu rjúpnakörrum í Kvenfélagsgirðingunni á Reykhólum.
Tumi smalar þrjátíu rjúpnakörrum í Kvenfélagsgirðingunni á Reykhólum.

Óvenjulítið hefur borið á rjúpu í þorpinu á Reykhólum í vetur, að því er kunnugir segja. Síðustu daga hefur þó mátt sjá eina og eina, en í dag brá svo við að nokkrir tugir voru komnir í Kvenfélagsgirðinguna fyrir neðan kirkjuna. Allt voru þetta karrar og voru ofurspakir þannig að þeir högguðust varla þótt gengið væri að þeim.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31