Skyldi sumarið vera komið í reynd?
Í dag eru allir aðalvegir í Reykhólahreppi grænir á færðarkorti Vegagerðarinnar, sumsé greiðfærir (auðir og hálkulausir), mynd nr. 7. Vegirnir yfir Kollafjarðarheiði og Þorskafjarðarheiði eru rauðlitaðir (ófært) sem von er, enda einungis sumarvegir. Myndirnar úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar sem hér fylgja tala sínu máli.
...Meira