Tenglar

Í dag eru allir aðalvegir í Reykhólahreppi grænir á færðarkorti Vegagerðarinnar, sumsé greiðfærir (auðir og hálkulausir), mynd nr. 7. Vegirnir yfir Kollafjarðarheiði og Þorskafjarðarheiði eru rauðlitaðir (ófært) sem von er, enda einungis sumarvegir. Myndirnar úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar sem hér fylgja tala sínu máli.

...
Meira
Brynjólfur og Eiríkur kveðja sleðann.
Brynjólfur og Eiríkur kveðja sleðann.
1 af 7

Myndirnar sem hér fylgja af gamla vélsleðanum sem verið hefur í eigu Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi í hartnær tvo áratugi eru væntanlega þær síðustu sem teknar eru af honum á heimaslóð. Honum hefur nú hlotnast framtíðarheimili sem safngripur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Á öðrum myndum má m.a. sjá nýja búnaðinn á Landróver Heimamanna, dráttarspil að framan og geymslukassa fyrir dráttartóg aftan á bílnum auk kastaranna sem hér hefur verið greint frá. Líka er mynd frá klæðningu eldvarnaveggjar í húsi sveitarinnar.

...
Meira

Hafin verði vinna við nýjan samning um starfsskilyrði í mjólkurframleiðslu, með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og treysta afkomu greinarinnar, segir í ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda (LS), sem haldinn var í gær og í dag. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að meta þá reynslu sem komin er af framkvæmd núgildandi samnings, þar á meðal kostnaðarþróun í greininni, áhrif kvótakerfisins og stöðu verðlagningar og tolla. Fundurinn leggur áherslu á að við gerð nýs samnings verði horft til eftirtalinna meginatriða:

...
Meira
Eiríkur, Landróverinn og Brynjólfur.
Eiríkur, Landróverinn og Brynjólfur.
1 af 2

Skammt er stórra gjafa milli til Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi. Verktakafyrirtækið Verklok ehf. (Brynjólfur Víðir Smárason frá Borg) gaf sveitinni ljóskastara bæði á jeppann hennar (Landróverinn öfluga) og snjóbílinn. En - þar sem svo vill til að Brynjólfur er líka formaður björgunarsveitarinnar gat hann ekki með góðu móti veitt gjöfinni viðtöku frá sjálfum sér, og það gerði þess vegna varaformaðurinn Eiríkur Kristjánsson.

...
Meira

Ef sala á fitu eykst eins og hún hefur gert síðasta áratug þarf að auka mjólkurframleiðsluna um 23 milljónir lítra til ársins 2020. Ef aðeins er miðað við áframhaldandi fjölgun íbúa landsins og ferðafólk þarf mjólkurframleiðslan að aukast um 18 milljónir lítra til að mæta þeim vexti. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Einars Sigurðssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, á Fræðaþingi nautgriparæktarinnar í gær.

...
Meira
Vindorkurella í Bayern. Wikipedia.
Vindorkurella í Bayern. Wikipedia.

Meðal virkjanakosta í nýrri „rammaáætlun“ Orkustofnunar er vindorkuver á Þröskuldum milli Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Frá því að vegurinn var vígður haustið 2009 hafa Þröskuldar orðið að þekktasta rokrassi á Djúpvegi 61 og oftar en ekki lokast þeir á undan veginum um Steingrímsfjarðarheiði. Í meistararitgerð Egils Skúlasonar verkfræðings, sem lesa má hér, skoðar hann möguleika á því að samkeyra vindorkuver á Þröskuldum með Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Samrekstur á vindafli og vatnsafli gæti að hans mati haft jákvæð samlegðaráhrif vegna þess að vindhraði er meiri á veturna, á þeim tíma þegar vatnsbúskapur er í lægð, og öfugt.

...
Meira
28. mars 2014

Dans í Reykhólaskóla

1 af 2

Eins og hér var greint frá var Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru í sinni árvissu heimsókn í Reykhólaskóla núna í þessari viku. Myndirnar sem hér fylgja frá þessum viðburði eru fengnar af vef skólans, og þar eru margar fleiri.

...
Meira
Ólafía afhendir Brynjólfi tækin.
Ólafía afhendir Brynjólfi tækin.

Verslunin Hólakaup á Reykhólum hefur fært Björgunarsveitinni Heimamönnum að gjöf fjögur GPS-staðsetningartæki af gerðinni Garmin, samtals að verðmæti um 200 þúsund krónur. Á myndinni er Ólafía Sigurvinsdóttir í Hólakaupum að afhenda tækin frænda sínum Brynjólfi V. Smárasyni, formanni sveitarinnar.

...
Meira

Ekki hefur farið mikið fyrir afurðum úr mjólk íslensku sauðkindarinnar á borðum landsmanna síðustu hundrað árin eða svo. Það gæti þó orðið breyting á bráðlega því Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa sett af stað verkefnið Sauðamjólk! og óska eftir sauðfjárbændum sem eru áhugasamir um að mjólka ær sínar. „Okkur langar til þess að vinna að því að það verði til afurðir úr sauðamjólk hér á innanlandsmarkaði. Við erum fyrst og fremst að horfa á osta, þá mygluost. Við vitum að það er eftirspurn eftir honum en íslenskur sauðaostur hefur ekki verið í boði í nokkur ár,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri LS, í Morgunblaðinu í dag.

...
Meira
Séð yfir salinn í Breiðfirðingabúð í kvöld. Ljósm. Jónas Ragnarsson.
Séð yfir salinn í Breiðfirðingabúð í kvöld. Ljósm. Jónas Ragnarsson.

Lið Siglfirðinga, Húnvetninga, Skaftfellinga og Breiðfirðinga komust í kvöld í fjögurra liða úrslit í Spurningakeppni átthagafélaganna. Siglfirðingar unnu Djúpmenn 12-11, Húnvetningar unnu Strandamenn 16-7, Skaftfellingar unnu Norðfirðinga 19-11 og Breiðfirðingar unnu Héraðsmenn 14-10.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31