Tenglar

Breiðfirðingar urðu í þriðja sæti.
Breiðfirðingar urðu í þriðja sæti.
1 af 8

Liði Breiðfirðingafélagsins auðnaðist ekki að verja meistaratitilinn frá því í fyrra í Spurningakeppni átthagafélaganna. Lokarimman var háð í fyrrakvöld þar sem liðin fjögur sem eftir stóðu kepptu í undanúrslitum og úrslitum. Þar unnu fyrst Skaftfellingar Breiðfirðinga og Húnvetningar Siglfirðinga en í úrslitunum unnu Skaftfellingar Húnvetninga og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Breiðfirðingar urðu í þriðja sæti og Siglfirðingar í því fjórða.

...
Meira
Leiðirnar sem hafa verið teiknaðar án þess að niðurstaða hafi fengist.
Leiðirnar sem hafa verið teiknaðar án þess að niðurstaða hafi fengist.
1 af 2

Í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, sem lögð var fram á Alþingi í vikunni, er gert ráð fyrir alls 750 milljónum króna til Vestfjarðavegar 60 í Reykhólahreppi á næstu tveimur árum. Árið 2015 er gert ráð fyrir annars vegar 400 milljónum til að ljúka framkvæmdum í Múlasveit (kaflinn Eiði-Kjálkafjörður) og hins vegar 50 milljónum til vegar um Gufudalssveit. Árið eftir eða 2016 er gert ráð fyrir 300 milljónum til vegar um Gufudalssveit.

...
Meira

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þó að enn sé hálfur mánuður í páskana verður páskabingó Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð við Faxafen í dag, laugardag, og hefst kl. 14.30. Allir velkomnir.

...
Meira
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Þinganes í forgrunni. Mynd: Wikipedia.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Þinganes í forgrunni. Mynd: Wikipedia.

Hópur Lionsfólks í Reykhólahreppi ásamt mökum er í helgarreisu í Færeyjum. Hér er um hreina skemmtiferð að ræða en erindið ekkert sérstaklega að hitta Lionsfólk þar um slóðir. Annað kvöld verður snædd sameiginleg kvöldmáltíð, sem jafnframt verður óformlegur Lionsfundur. Á sunnudag verður farið í skoðunarferð með rútu um eyjarnar og að sjálfsögðu farið hvarvetna um neðansjávargöng milli eyja.

...
Meira

Félagsheimilið á Hólmavík hefur iðað af tónlist, lífi, leik og fjöri undanfarnar vikur, en þar hafa mætt ýmsar furðupersónur til að taka þátt í Skilaboðaskjóðunni. Þetta skemmtilega barnaleikrit með söngvum og spileríi verður frumsýnt kl. 14 á morgun, laugardag, og næsta sýning verður á sama tíma á sunnudag. Leikritið er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1993. Þessi uppsetning á Hólmavík er í samstarfi Grunn- og tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur.

...
Meira

Aðalfundur Handverksfélagsins Össu verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á sunnudag, 6. apríl, og hefst kl. 14.

...
Meira

Hér á vef Reykhólahrepps hafa nú verið birtar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykhólahreppi, staðfestar af innanríkisráðuneytinu. Reglurnar eru í fjórtán greinum og fara sú fyrsta og síðasta hér á eftir. Siðareglurnar í heild má annars vegar sækja hér en hins vegar er þær að finna undir Stjórnsýsla ► Samþykktir og reglugerðir í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira
Grettislaug / ÁG.
Grettislaug / ÁG.

Sundlaugarverði vantar í Grettislaug á Reykhólum frá 1. júní. Bæði er óskað eftir fólki í fast starf á vaktir og tímabundin störf í sumar. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Haldið verður haldið björgunarpróf fyrir umsækjendur fyrir sumaropnun laugarinnar.

...
Meira
Úr heyhlöðu í Colorado / Wikipedia.
Úr heyhlöðu í Colorado / Wikipedia.

Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps verður haldinn í matsal Reykhólaskóla fimmtudaginn 10. apríl og hefst kl. 20. Eftir fundinn mun Guðmundur Hallgrímsson halda erindi um öryggi og brunavarnir í útihúsum. Dagskráin að öðru leyti:

...
Meira
Jón Þórðarson ásamt nokkrum af túlkendum sögunnar í hópi nemenda.
Jón Þórðarson ásamt nokkrum af túlkendum sögunnar í hópi nemenda.
1 af 2

Góður gestur kom í heimsókn í Reykhólaskóla í dag. Það var Jón Þórðarson sögumaður og ferðafrömuður á Bíldudal við Arnarfjörð, sem núna er stýrimaður á Gretti, skipi Þörungaverksmiðjunnar. Erindið var að rekja sögu Gísla Súrssonar, en viðburðaríkri ævi hans lauk þegar hann var veginn eftir frækilega vörn á Einhamri í Geirþjófsfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar. Aðsóknarmenn Gísla voru sextán og felldi hann átta þeirra áður en hann féll sjálfur.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31