Spurningakeppnin: Breiðfirðingar í þriðja sæti
Liði Breiðfirðingafélagsins auðnaðist ekki að verja meistaratitilinn frá því í fyrra í Spurningakeppni átthagafélaganna. Lokarimman var háð í fyrrakvöld þar sem liðin fjögur sem eftir stóðu kepptu í undanúrslitum og úrslitum. Þar unnu fyrst Skaftfellingar Breiðfirðinga og Húnvetningar Siglfirðinga en í úrslitunum unnu Skaftfellingar Húnvetninga og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Breiðfirðingar urðu í þriðja sæti og Siglfirðingar í því fjórða.
...Meira