Tenglar

Tómas, Arnór, Þórður og Rebekka á Stað. Ljósm. Indiana Ólafsdóttir.
Tómas, Arnór, Þórður og Rebekka á Stað. Ljósm. Indiana Ólafsdóttir.

Á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps í vikunni voru sem endranær veitt verðlaun fyrir bestu lambhrútana á liðnu ári. Arnór á Hofsstöðum fékk 1. verðlaun fyrir hyrnda lambhrúta og Staðarbúið bæði 2. og 3. verðlaun. Fyrir kollótta hrúta sópaði Þórður í Árbæ til sín öllum verðlaununum. Fyrir mislita hrúta fékk Þórður 1. verðlaun, Bára á Gróustöðum 2. verðlaun og Tómas á Reykhólum 3. verðlaun.

...
Meira
26. apríl 2014

Kaffihús og kvikmyndir

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Barðstrendingafélagið taka höndum saman og verða með kaffihús í húsnæði sýningarinnar núna í kvöld, laugardagskvöldið 26. apríl. Þar verða kynntar kvikmyndirnar sem teknar voru 1959 og 1967 og hafa rúllað á sýningunni síðustu ár. Nú hefur Barðstrendingafélagið látið talsetja myndirnar og gefið þær út á mynddiski undir heitinu  Vestureyjar Breiðafjarðar. Það er Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum sem lýsir því sem fyrir augu ber í myndunum.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur í Reykhólahreppi að vanda. Dagurinn hefur verið kenndur við Barmahlíð og hefð er fyrir því að hafa opið hús á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Þangað eru allir velkomnir í heimsókn og heimilisfólkið sýnir afraksturinn af starfi vetrarins. Eins og hér hefur áður verið greint frá verður söngskemmtun ásamt kjötsúpu í íþróttahúsinu í kvöld. Dagskráin:

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri og vera ábyrgur og skipulagður í verkum. Starfið felst í allri umsjón með rekstri laugarinnar, ráðningu starfsfólks, skipulagningu vakta, innkaupum, uppgjöri og fleiru. Starfshlutfallið er að meðaltali um 50% yfir árið. Grettislaug er opin allt árið en lengur á sumrum en vetrum.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Krakkarnir í 5.-10. bekk Reykhólaskóla eru að safna peningum fyrir skólaferðalögunum sínum. Liður í því er bingó í skólanum kl. 15 á morgun, sumardaginn fyrsta. Eldri krakkarnir fara til Danmerkur eftir mánaðamótin en ungmennin í 5.-7. bekk fara Gullna hringinn í júní. Spjaldið á bingóinu kostar 500 krónur. Veglegir vinningar.

...
Meira

Starfsmann vantar í afleysingar á skrifstofu Reykhólahrepps fram á haust. Einkum er um að ræða símsvörun, skjalavörslu og almenn skrifstofustörf. Þarf að geta byrjað sem fyrst.

...
Meira
23. apríl 2014

Sumarstarfsfólk vantar

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir eftir sumarstarfsfólki við Grettislaug á Reykhólum. Umsækjendur þurfa að hafa náð átján ára aldri. Björgunarpróf verða haldin áður en sumartíminn í lauginni hefst. Hafið samband við skrifstofu Reykhólahrepps í síma 434 7880 eða netfanginu skrifstofa@reykholar.is.

...
Meira
Karlakórinn Söngbræður ásamt stjórnandanum Viðari Guðmundssyni.
Karlakórinn Söngbræður ásamt stjórnandanum Viðari Guðmundssyni.

Karlakórinn Söngbræður í Borgarfjarðarhéraði undir stjórn Viðars Guðmundssonar, organista í Reykhólaprestakalli, heldur tónleika í íþróttahúsinu á Reykhólum að kvöldi fyrsta sumardags, fimmtudagsins 24. apríl, og hefjast þeir kl. 20. Tónleikarnir eru á vegum Lions í Reykhólahreppi. Í hléi verður kjötsúpa á borðum.

...
Meira

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Barðstrendingafélagið taka höndum saman og verða með kaffihús í húsnæði sýningarinnar á laugardagskvöld, 26. apríl. Þar verða kynntar kvikmyndirnar sem teknar voru 1959 og 1967 og hafa rúllað á sýningunni síðustu ár. Nú hefur Barðstrendingafélagið látið talsetja myndirnar og gefið þær út á mynddiski undir heitinu Vestureyjar Breiðafjarðar. Það er Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum sem lýsir því sem fyrir augu ber í myndunum.

...
Meira
22. apríl 2014

Bridgeferð til Færeyja

Eyvindur Magnússon á Reykhólum og þrír aðrir úr Bridgefélagi Hólmavíkur fara til Færeyja um miðjan næsta mánuð og spila þar á kjördæmamóti í sameiginlegri sveit með spilurum úr Borgarfirði. Hinir þrír eru Karl Björnsson frá Smáhömrum við Steingrímsfjörð og bræðurnir Ingimundur og Vignir Pálssynir á Hólmavík. Fjórtán félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur fóru suður í Logaland í Borgarfirði í síðustu viku og spiluðu tvímenning ásamt borgfirskum spilurum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31