Verðlaun fyrir bestu lambhrútana 2013
Á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps í vikunni voru sem endranær veitt verðlaun fyrir bestu lambhrútana á liðnu ári. Arnór á Hofsstöðum fékk 1. verðlaun fyrir hyrnda lambhrúta og Staðarbúið bæði 2. og 3. verðlaun. Fyrir kollótta hrúta sópaði Þórður í Árbæ til sín öllum verðlaununum. Fyrir mislita hrúta fékk Þórður 1. verðlaun, Bára á Gróustöðum 2. verðlaun og Tómas á Reykhólum 3. verðlaun.
...Meira