Tenglar

„Það kemur ekki á óvart að eftirspurnin skuli minnka,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, í samtali við Morgunblaðið í dag. Verð á greiðslumarki lækkaði um 60 krónur á tilboðsmarkaði Matvælastofnunar vegna lítillar eftirspurnar eftir kaupum á kvóta. Stofnunin stendur fyrir tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark í mjólk og fara þar fram einu kvótaviðskiptin á milli óskyldra.

...
Meira

Reykhólahreppur leitar eftir umsjónarmanni vegna Reykhóladaga núna í sumar, byggðarhátíðarinnar í Reykhólahreppi, sem verður að þessu sinni 25.-27. júlí, og umsjónarmanni Grettislaugar á Reykhólum frá næstu mánaðamótum. Nánari upplýsingar:

...
Meira
Dansað í íþróttahúsinu á Reykhólum.
Dansað í íþróttahúsinu á Reykhólum.

Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í gær að danskennsla verði felld inn í skólastarf Reykhólaskóla. Þetta er í samræmi við ósk foreldrafélags skólans, sem lögð var fram á fundinum.

...
Meira
Gamall norskur kjörkassi. Mynd fengin af Wikimedia Commons.
Gamall norskur kjörkassi. Mynd fengin af Wikimedia Commons.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst hjá sýslumanninum á Patreksfirði mánudaginn 7. apríl 2014. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum á heimasíðu Reykhólahrepps (www.reykholar.is) en kosið verður á skrifstofu Reykhólahrepps. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450-2200.

...
Meira

Pítsuveitingahús verður í matsal Reykhólaskóla kl. 18-21 á morgun, þriðjudag. Bæði er hægt að koma og taka með sér heim eða snæða í matsalnum. Tekið er við pöntunum frá kl. 15 í síma 869 0677 og 434 7805. Hér er um að ræða hefðbundna pítsuveislu nemendanna í 8.-10. bekk, en með þessu eru krakkarnir að safna sér fyrir ævintýraferð til Danmerkur í skólalok. Pítsurnar eru 12 tommur í þvermál (30 cm) og kosta með tveimur tegundum af áleggi aðeins kr. 1.800. Fólk er eindregið hvatt til að styðja ungmennin í skólanum með því að kaupa pítsu (helst tvær eða þrjár); viðskiptavinir hafa ekki verið sviknir af slíku hingað til svo vitað sé.

...
Meira

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf er að kynna verkefni sem ber yfirskriftina Sumarstörf á landsbyggðinni. Það gengur út á að leita eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki vítt og breitt um landið sem hafa í hyggju að ráða til sín sumarstarfsfólk. Með auknum umsvifum í ferðaþjónustu er líklegt að eftirspurn eftir fólki hafi aukist og gengur verkefni STARFs út á það að ná sambandi við þau fyrirtæki sem eru að leita að starfsfólki fyrir sumarvertíðina og fá þau til að ráða til sín fólk sem er á lausu. STARF er nú þegar með á skrá marga einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna við ferðaþjónustu úti á landi og er með þessu átaki að aðstoða þá við að finna störfin.

...
Meira
Söguskiltið við minnismerki sr. Matthíasar Jochumssonar.
Söguskiltið við minnismerki sr. Matthíasar Jochumssonar.
1 af 5

Við Þorskafjörð er og hefur verið í mörg ár myndarlegt söguskilti með textum á fimm tungumálum til minningar um Þorskafjarðarþing hið forna, sem háð var á Kollabúðaeyrum inni í fjarðarbotni, en ekki síður um Kollabúðafundina sem þar voru haldnir á 19. öld. En þó að skiltið sé gott hefur einhver misskilningur orðið þegar því var komið fyrir. Það er við minnismerki þjóðskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar í landi Skóga, fæðingarstaðar hans við fjörðinn austanverðan, en ekki við minnismerkið um Kollabúðafundi inni í botni Þorskafjarðar.

...
Meira
Jóhannes Geir Gíslason: Hugurinn ber mig hálfa leið, hitt fer ég á bílnum.
Jóhannes Geir Gíslason: Hugurinn ber mig hálfa leið, hitt fer ég á bílnum.
1 af 3

Sex hagyrðingar láta ljósin skína á hagyrðingakvöldi Barðstrendingafélagsins að þessu sinni. Það verður í félagsheimilinu Konnakoti, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og hefst kl. 20 í kvöld, mánudag. Hagyrðingarnir eru Einar Óskarsson, Guðmundur Arnfinnsson, Hjörtur Þórarinsson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Jóhannes Geir Gíslason og Ólína Gunnlaugsdóttir. Kvöldið verður með hefðbundnu sniði, hagyrðingarnir láta gamminn geisa, fyrripartar verða í boði, eitthvað með kaffinu og ekkert nema gaman í gangi.

...
Meira
Afturelding / Wikimedia Commons.
Afturelding / Wikimedia Commons.

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi verður haldinn í borðsal Reykhólaskóla í kvöld, mánudag, og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur sem allra flesta til að mæta á fundinn.

...
Meira
Tindur Ólafur og Ólafur Ragnar.
Tindur Ólafur og Ólafur Ragnar.
1 af 4

Þrír hænuungar litu dagsins ljós á Litlu-Grund í Reykhólasveit í gær. Ekki þó með „hefðbundinni aðferð“ heldur í útungunarvél. „Hænsnabóndinn minn er alsæll með árangurinn,“ segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir á Litlu-Grund, en þar á hún við elsta soninn. Hann keypti sjálfur útungunarvélina og núna á að setja í hana á nýjan leik.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31