Tenglar

Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.
Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.
1 af 5

Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum í dag, Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík.

...
Meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta. Mynd úr einkasafni.
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta. Mynd úr einkasafni.

Stóra upplestrarkeppnin verður í Reykhólaskóla kl. 17 í dag, fimmtudag. Keppendur eru frá Grunnskóla Hólmavíkur, Grunnskólanum á Drangsnesi, Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi og Reykhólaskóla. Fyrir hönd heimaskólans á Reykhólum keppir Aron Viðar Kristjánsson.

...
Meira
Ketill Ingi Guðmundsson. Myndin var tekin á liðnu sumri við karlinn og kerlinguna í Jökulsárgljúfri.
Ketill Ingi Guðmundsson. Myndin var tekin á liðnu sumri við karlinn og kerlinguna í Jökulsárgljúfri.

Ketill Ingi Guðmundsson í 3. bekk Reykhólaskóla, Ísak Dýri Arnarson í 3. bekk Súðavíkurskóla og Bára Örk Melsted í 8. bekk Grunnskólans á Hólmavík hlutu verðlaunin í ljóðasamkeppninni meðal nemenda í grunnskólum á Vestfjörðum, sem efnt var til í tengslum við Bókahátíðina á Flateyri. Tæplega sextíu ljóð bárust í keppnina og var ekki gert upp á milli ljóðanna þriggja heldur fengu skáldin ungu öll jafngild verðlaun. Þannig má segja að öll hafi fengið 1.-3. verðlaun. Ljóðin þrjú eru birt hér fyrir neðan.

...
Meira
Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Aðalfundur Vinafélags Barmahlíðar verður haldinn laugardaginn 12. apríl í salnum á efri hæð heimilisins og hefst klukkan 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir velkomnir.

...
Meira

„Heildarútkall – Kollabúðadalur. Datt á vélsleða. Fótbrotinn.“ Svona hljóðuðu SMS-skilaboðin sem björgunarsveitarmaðurinn Játvarður Jökull Atlason fékk send í símann sinn 6. mars klukkan 12.21. Sex mínútum áður hafði honum sjálfum tekist, eftir að hafa við illan leik skriðið í símasamband, að senda neyðarlínunni SMS-skilaboð. „Hjálp“, skrifaði hann. Svo tókst honum að hringja eftir aðstoð. Að þessu sinni var það björgunarsveitarmaðurinn sem var hjálparþurfi. Játvarður, eða Játi, eins og hann er kallaður, er 24 ára Reykhólabúi. Hann hafði verið að gera við snjósleðann sinn og langaði að prófa hann í góðu veðri á Þorskafjarðarheiði. Hann var einn á ferð og ætlaði ekki að vera lengi.

...
Meira

Nú styttist í útgáfu bæklings Markaðsstofu Vestfjarða, Westfjords Official Tourist Guide. Allar upplýsingar í bæklingnum eru úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands. Þú getur farið inn á vefinn www.westfjords.is og flett þar upp þínu fyrirtæki og yfirfarið upplýsingarnar.

...
Meira

Fram kemur á vef Breiðfirðingafélagsins, að hátíðartónleikar í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum verði í Vídalínskirkju í Garðabæ annað kvöld, miðvikudagskvöldið 26. mars. Þar flytur einvalalið tónlistarmanna mörg þekktustu söngljóð skáldsins, þar á meðal nokkur sem MA-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Jóns verður síðan minnst í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal á laugardaginn í máli, myndum og söng að frumkvæði vefjarins Búðardalur.is í samstarfi við Hilmar B. Jónsson, son skáldsins. Dagskráin hefst kl. 15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjálft afmælið er á föstudag, 28. mars.

...
Meira

Rétt við vegamótin í botni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi þar sem leiðin liggur upp á Þorskafjarðarheiði er skilti sem segir að vegurinn sé ófær. Telja má sérkennilegt að orðið „ófært“ (impassable) skuli vera á frönsku einni tungumála en ekki a.m.k. líka á íslensku, þýsku eða ensku (talið í röð fjölda þeirra sem þarna fara). Þetta er alls ekki nýtilkomið; þegar sá sem tók myndina núna síðdegis átti þar leið um í vetur var þetta líka akkúrat svona. Þetta virkar eflaust; ekki er vitað um frönskumælandi fólk í neinu veseni á Þorskafjarðarheiði á þessum vetri.

...
Meira
Þegar eldar aftur af degi ...
Þegar eldar aftur af degi ...

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi verður haldinn í borðsal Reykhólaskóla mánudaginn 31. mars og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins hvetur sem allra flesta til að mæta á fundinn.

...
Meira

Óskað er eftir uppástungum frá heimamönnum um sýningarstaði fyrir myndlistasýninguna DALIR og HÓLAR 2014. Sýningin er í undirbúningi og verður þetta í fimmta skipti sem hún er haldin. Sýningarnar draga nafn sitt af staðsetningu, Dalabyggð og Reykhólasveit, nánar tiltekið svæðinu við Breiðafjörð og í Dölum. Verkefnið byggist ekki síst á góðu samstarfi við heimamenn og aðila á svæðinu. Menningarráð Vesturlands og Vestfjarða hafa stutt sýningarnar síðan 2008, ásamt stofnunum, einstaklingum og félagasamtökum á svæðinu. Sýningin Dalir og Hólar 2014 er studd af Myndlistasjóði (myndlistasjodur.is).

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31