Tenglar

Jón J., Þorsteinn, Jón S., Eyvindur og Guðmundur og síðan Davíð fremst.
Jón J., Þorsteinn, Jón S., Eyvindur og Guðmundur og síðan Davíð fremst.
1 af 6

Félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur, þar á meðal Reykhólabúarnir Eyvindur Magnússon og Guðjón D. Gunnarsson, skruppu í Búðardal á sunnudag og heimsóttu bridgemanninn gamla Davíð Stefánsson fyrrum bónda á Saurhóli í Saurbæ, sem dvelur í Silfurtúni. Hann hefur ekki komist til Hólmavíkur í vetur að spila og var þetta eins konar afmælisgjöf til hans og jafnvel jólagjöf líka, því að hann verður áttræður á aðfangadag, - „enda dýrkum við hann eins og Jesúbarnið væri,“ segir Eyvi. Spilað var á fjórum borðum og réðust úrslit á síðasta skorblaðinu eftir jafna baráttu:

...
Meira
Frá skógardeginum mikla í Skógum / ÞÓ.
Frá skógardeginum mikla í Skógum / ÞÓ.
1 af 10

„Skógarhöggsdagurinn í Skógum var einstaklega ánægjulegur fyrir okkur umsjónarmenn Skóga. Um það bil 30 tré voru höggvin og munu skreyta stofur bæði á Ströndum og í Reykhólasveit,“ segir Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi við Berufjarðarvatn. Eins og hér kom fram var fólki boðið að koma í skógræktina í Skógum í Þorskafirði á laugardag og sækja sér jólatré. Veður var gott og þó að snemmbúinn jólasnjór kæmi úr lofti um stund var það bara betra.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður opin í síðasta sinn fyrir jól á Þorláksmessu á venjulegum tíma. Síðan verður hún lokuð fram yfir áramót en verður opin á ný frá og með 2. janúar. Þrátt fyrir þetta fer launavinnsla fram milli jóla og nýárs.

...
Meira
Hundurinn Þorri og Þórður í Árbæ lesa á vigtina. Hvor er spenntari?
Hundurinn Þorri og Þórður í Árbæ lesa á vigtina. Hvor er spenntari?
1 af 8

Fimm stigahæstu lambhrútar í Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu núna í haust komu frá Árbæ í Reykhólasveit, samkvæmt skýrslu á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í annarri skýrslu koma fram hæstu búsmeðaltöl yfir bakvöðvaþykkt (ómvöðva) lambgimbra, þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleiri í haust. Þar er miðað við ákveðna þykkt vöðvans og þess vegna eru búin sem talin eru upp mun fleiri. Á þeim lista fyrir Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu er Árbær í þriðja sæti, á eftir Grænuhlíð og Fossi í Vestursýslunni, en í næstu sætum á eftir Árbæ koma þrjú býli í Reykhólahreppi þar sem mældist 26 mm þykkur bakvöðvi að meðaltali eða meira, þ.e. Kambur, Bakki og Reykhólar.

...
Meira
Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur.
Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur.

Finnur Árnason rekstrarhagfræðingur er kominn til starfa sem nýr framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Einar Sveinn Ólafsson forveri hans lét af starfinu 1. nóvember og tók sama dag við stöðu framkvæmdastjóra Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Frá þeim tíma hefur Garðar Jónsson framleiðslustjóri verið starfandi framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar. Áður en Finnur lauk fil.kand.-prófi í rekstrarhagfræði frá Gautaborgarháskóla lauk hann búfræðiprófi frá Hvanneyri og B.Sc.-námi í efnafræði frá Háskóla Íslands. Ítarlegt viðtal við hann birtist hér á Reykhólavefnum eftir helgina.

...
Meira
1 af 2

Nokkrir tugir eintaka af Gróu, bók Jóhannesar Geirs Gíslasonar (Jóa í Skáleyjum) hafa selst í Hólakaupum á Reykhólum frá því að hún kom út um fyrri helgi. Bókin hefur að geyma minningar frá lífinu í Breiðafjarðareyjum og við Breiðafjörð, samantektir um fólk og viðburði, gamansögur og aðrar sögur sannar eða lognar (sbr. heiti bókarinnar), kvæði og lausavísur eftir Jóa sjálfan og aðra, og urmul mynda frá ýmsum tímum. Undirtitill bókarinnar er Gróusögur nútímans af heimaslóðum höfundar. Í inngangsorðum segir Jóhannes:

...
Meira

Skötuveisla Lionsfólks verður að venju á Þorláksmessu í matsal Reykhólaskóla og húsið opnað kl. 12. Enginn posi frekar en endranær, verðið kemur síðar. Allir eru velkomnir í skötuna, hvort sem þeir eru í Lions eða ekki. Skötuveislan er ein af fjáröflunarleiðum Lionsfólks.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

„Sveitarstjórn Reykhólahrepps fagnar því að börn í Reykhólaskóla láti til sín taka og komi málefnum sínum á framfæri,“ segir í bókun á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag. Tekið var fyrir erindi frá nemendum í Reykhólaskóla þar sem borin var fram ósk um lýsingu á sparkvelli við skólann. „Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir því að framkvæmdir við sparkvöll við Reykhólaskóla verði kláraðar á árinu,“ segir einnig í bókun sveitarstjórnar.

...
Meira

Bókasafnið á Reykhólum verður lokað yfir hátíðarnar. Síðasti dagurinn til að fá bækur fyrir jólin verður 18. desember á milli kl. 15-16. Reynt verður að koma með einhverjar nýjar bækur inn fyrir jól. Safnið verður opnað á ný á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar, og verður þá afgreiðslutíminn eins og verið hefur. Þá verður komið mikið af nýjum bókum. Ef fólk hefur óskir um að ákveðnar bækur verði keyptar á safnið, sendið þá endilega skilaboð á info@reykholar eða komið ábendingum til Indu fyrir 18. desember.

...
Meira
11. desember 2013

Kynslóðirnar koma saman

Meira en níu áratuga aldursmunur var á þeim yngstu og þeirri elstu í setustofunni í Barmahlíð þegar grunnskólakrakkarnir í Reykhólaskóla komu í heimsókn. Þetta voru um fjörutíu krakkar sem sungu nokkur jólalög fyrir heimilisfólk og starfsfólk við undirleik Steinunnar Ólafíu Rasmus auk þess sem nokkrar fullvaxta konur komu og sungu með, en síðan settist mannskapurinn að kakói og piparkökum og spjallaði saman. Sérstakir boðsgestir voru stjórn Barmahlíðar og sveitarstjóri Reykhólahrepps.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31