Hundurinn Þorri og Þórður í Árbæ lesa á vigtina. Hvor er spenntari?
Árbær í Reykhólasveit.
Frá réttarstússi í Árbæ í haust.
Þórður bóndi íhugull á svip í kvöldsólarglóð í síðasta mánuði.
Á aðalfundi Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps 2011: Kristján á Stað, Þórður í Árbæ, Karl á Kambi, Tómas á Reykhólum og Arnór á Hofsstöðum.
Þolin og hörð í þrautum, hvað sem dynur, / þúsund ár mannsins bjargvættur og vinur. (Þorfinnur Jónsson frá Ingveldarstöðum í Kelduhverfi: Óður til sauðkindarinnar).
Á leið út í Breiðafjarðareyjar. Horft um öxl til Árbæjar og Staðar á Reykjanesi.
Árbær er ysta býlið á Reykjanesi.
Fimm stigahæstu lambhrútar í Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu núna í haust komu frá Árbæ í Reykhólasveit, samkvæmt skýrslu á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í annarri skýrslu koma fram hæstu búsmeðaltöl yfir bakvöðvaþykkt (ómvöðva) lambgimbra, þar sem skoðaðar voru 50 gimbrar eða fleiri í haust. Þar er miðað við ákveðna þykkt vöðvans og þess vegna eru búin sem talin eru upp mun fleiri. Á þeim lista fyrir Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu er Árbær í þriðja sæti, á eftir Grænuhlíð og Fossi í Vestursýslunni, en í næstu sætum á eftir Árbæ koma þrjú býli í Reykhólahreppi þar sem mældist 26 mm þykkur bakvöðvi að meðaltali eða meira, þ.e. Kambur, Bakki og Reykhólar.