Tenglar

Árið 2012 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða áttunda árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var sú mesta í sögu fyrirtækisins eða rúmar 90 GWh. Í aftakaveðri síðustu daga ársins urðu verulegar truflanir í flutnings- og dreifikerfi raforku og varð að skammta raforku til orkukaupenda um tíma.

...
Meira

Markaðsdeild Fjórðungssambands Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki til markaðssetningar á viðburðum og hátíðum á Vestfjörðum árið 2013. Styrkirnir eru fjármagnaðir úr Sóknaráætlun landshluta. Þeim er ætlað að vekja athygli á þeim hátíðum og viðburðum sem þegar eru haldin á Vestfjörðum og styðja við ímynd Vestfjarða. Við úthlutun styrkja fyrir 2013 verður sérstaklega horft til eftirfarandi þátta:

...
Meira

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir líklegt að legu nýja vegarins í Kjálkafirði vestast í Reykhólahreppi verði breytt lítillega þar sem skriðan mikla féll í vor og skriðuhætta hefur verið meira og minna síðan. Nú þegar er byrjað að endurhanna veginn á þessum kafla. Verkstjóri hjá Suðurverki segir að í mikilli rigningartíð sé hætta á að urðin í hlíðinni ofan vegarins fari af stað á ný. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var líka rætt við Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, oddvita Tálknafjarðarhrepps.

...
Meira
Horft til vesturstrandar Kjálkafjarðar, þ.e. yfir á landsvæði Vesturbyggðar.
Horft til vesturstrandar Kjálkafjarðar, þ.e. yfir á landsvæði Vesturbyggðar.
1 af 10

Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í fyrradag þar sem unnið er við þverun og brúargerð í Kjálkafirði allra vestast í Reykhólahreppi. Verkið gengur samkvæmt áætlun, hvað svo sem líður skriðuföllum og hættu á skriðuföllum nokkru utar við fjörðinn að austanverðu (Litlanesmegin). Þegar Sveinn átti þarna leið voru menn að vinna við undirstöður brúarstöplanna og þurfa að gera það neðan sjávarmáls. Rekin eru niður stálþil utan um sökkulstæðin og sjónum dælt upp úr þrónum jafnóðum og hann hripar inn.

...
Meira
Inni á safninu / Hjalti Hafþórsson.
Inni á safninu / Hjalti Hafþórsson.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum verður opnuð formlega á morgun, en þótt safnið hafi ekki enn verið opnað með formlegum hætti hafa þegar komið hópar og fengið að skoða. Undanfarið hefur verið unnið mikið starf við uppstillingar bæði innan dyra sem utan. Það sem helst er áberandi utanhúss er fjöldi gamalla báta sem þar eru saman komnir. Nýjar myndir úr safninu má sjá á Bátasmíðavef Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum, fyrir allan þann óhemjumikla og merkilega fróðleik og myndasöfn sem á þeim vef er að finna.

...
Meira

Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) auglýsir starf verkefnastjóra í byggðaþróunardeild. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra FV en er unnið í nánu samstarfi við stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum. Helstu verkefni:

...
Meira
Ingibjörg Birna, Rósamunda, Ingi Þór og Harpa í vorregni við Vatnsdalsbátinn.
Ingibjörg Birna, Rósamunda, Ingi Þór og Harpa í vorregni við Vatnsdalsbátinn.

Skipulagningu og framkvæmd Reykhóladaganna í ár, sem verða 25.-28. júlí, annast í sameiningu Ingi Þór Ágústsson og kona hans Rósamunda Baldursdóttir og voru þau á Reykhólum í dag til skrafs og ráðagerða. Þau eru bæði Ísfirðingar að uppruna og bæði rétt um fertugt, og áttu heima á Ísafirði allt þar til fyrir fjórum árum þegar þau fluttust suður. Fólk er eindregið hvatt til að leggja þeim Inga Þór og Rósamundu lið með ábendingum og tillögum varðandi komandi Reykhóladaga.

...
Meira
Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson í fréttinni á Stöð 2.
Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson í fréttinni á Stöð 2.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var greint frá heimsókn í saltvinnsluhúsið sem risið er við Reykhólahöfn. Þar voru aðstæður og framkvæmdir skoðaðar og rætt við frumkvöðlana sem að framtakinu standa, þá Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson. Fréttina má sjá hér.

...
Meira
Á kaffistofunni: Søren, Garðar, Dalli, húsasmíðameistarinn Eiríkur og Bjarni Þór. Myndir: Reykhólavefurinn / hþm.
Á kaffistofunni: Søren, Garðar, Dalli, húsasmíðameistarinn Eiríkur og Bjarni Þór. Myndir: Reykhólavefurinn / hþm.
1 af 12

Þó að það hafi ekki verið á margra vitorði hingað til, þá verður sitthvað fleira en salt framleitt í saltvinnsluhúsinu nýja sem risið er við Reykhólahöfn. Þar má nefna garum-sósu að hætti Rómverja og Forn-Grikkja, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Þessa dagana er verið að tengja heita vatnið inn í húsið og ekki síst í gær voru mikil umsvif bæði utan húss og innan. Auk heita vatnsins var verið að leggja í húsið kalt vatn, rafmagn og síma. Sjólögnin er líka að verða tilbúin, en með henni verður dælt inn sjónum sem saltið verður unnið úr.

...
Meira
Aðhaldsbolur (mynd af vefnum undirfot.is).
Aðhaldsbolur (mynd af vefnum undirfot.is).

Soffía frá versluninni undirföt.is verður í Reykhólaskóla kl. 14-17 á föstudag, 31. maí, með undirföt og náttföt fyrir börn og fullorðna. Hægt er að skoða úrvalið á vefnum www.undirfot.is.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31