Horft til vesturstrandar Kjálkafjarðar, þ.e. yfir á landsvæði Vesturbyggðar.
Séð út Kjálkafjörð með Litlanes í Reykhólahreppi vinstra megin en Hjarðarnes í Vesturbyggð hægra megin.
Stálþil varna því að mestu að sjórinn seytli inn gegnum jarðveginn.
En samt þarf stöðugt að dæla svo að menn geti athafnað sig við gerð brúarsökklanna.
Enda eru stálþilin ekki vel þétt, eins og hér má sjá.
Svolítið sýnishorn af steypustyrktarjárninu sem þarf í brúarsmíðina.
Horft í austur til Litlaness í Reykhólahreppi.
Fossinn í Skiptá eins og hann blasir við af vegfyllingunni.
Kort Vegagerðarinnar þar sem sjást bæði gamli vegurinn og sá nýi og Skiptá merkt inn.
Ætli þetta sé ekki ein af allra lengstu gröfubómum hérlendis?
Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í fyrradag þar sem unnið er við þverun og brúargerð í Kjálkafirði allra vestast í Reykhólahreppi. Verkið gengur samkvæmt áætlun, hvað svo sem líður skriðuföllum og hættu á skriðuföllum nokkru utar við fjörðinn að austanverðu (Litlanesmegin). Þegar Sveinn átti þarna leið voru menn að vinna við undirstöður brúarstöplanna og þurfa að gera það neðan sjávarmáls. Rekin eru niður stálþil utan um sökkulstæðin og sjónum dælt upp úr þrónum jafnóðum og hann hripar inn.