Tenglar

Steinar fyrir dyrum Álftalands.
Steinar fyrir dyrum Álftalands.
1 af 2

„Sumarið lítur bara mjög vel út hjá okkur, mikið af hópum búið að bóka og mér sýnist líka að lausatraffíkin verði mjög góð, jafnvel meiri en í fyrra,“ segir Steinar Pálmason, sem rekur gistiheimilið Álftaland á Reykhólum og hefur gert um árabil. Hóparnir sem um ræðir eru fyrst og fremst útlendir fuglaskoðarar, aðallega frá Ítalíu og Spáni. Þar sem jafnan er mikið um þýska ferðamenn í slíkum erindagerðum á Íslandi er Steinar spurður hvort hann hafi gert sérstaklega út á Ítalíu og Spán.

...
Meira

Reykhólabúar hafa góða reynslu af starfi ungs fólks á vegum alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS. Hópur frá þeim var við störf á Reykhólum í tvær vikur á síðasta sumri og voru verkefnin fjölbreytt. Mannskapurinn vann við að snyrta í þorpinu, mála, taka niður girðingu, búa til skreytingar fyrir Reykhóladagana og koma þeim upp og síðan að ganga frá eftir hátíðina. Nú er leitað að áhugasömu fólki á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt í ungmennaskiptum á Langbarðalandi (Lombardia) á Norður-Ítalíu dagana 21.-29. júní.

...
Meira
1 af 3

Svo skemmtilega vill til, að helsta fremdarfólk landsins um þessar mundir á rætur í Reykhólahreppi og hvergi djúpt eftir að grafa. Þar voru fyrir forseti Íslands, borgarstjórinn í Reykjavík og biskupinn yfir Íslandi (talið eftir starfsaldri í embætti og sama gildir um röðina á myndinni sem hér fylgir) og nú hefur forsætisráðherra bæst í hópinn. Hér verður lítillega gerð grein fyrir þessum rótum.

...
Meira

Viðvera Hildar Jakobínu Gísladóttur félagsmálastjóra á Reykhólum hnikast að þessu sinni til um einn dag. Í stað þess að vera á Reykhólum á morgun, þriðjudag, samkvæmt venjulegri tilhögun, verður hún þar á miðvikudag fram til kl. 13.30.

...
Meira
Steinar og Skotta í garðinum þar sem gróðurhúsið og kaffiaðstaðan koma.
Steinar og Skotta í garðinum þar sem gróðurhúsið og kaffiaðstaðan koma.
1 af 2

Stöðugt bætist við það sem ferðafólki stendur til boða á Reykhólum. Þar á meðal eru leirböð og nudd sem Gistiheimilið Álftaland byrjar með núna í sumar, auk heilsufæðis. Jafnframt er á döfinni að koma upp gróðurhúsi þar sem gestir geti keypt sér grænmeti. Í þessum margþætta tilgangi er Steinar Pálmason í Álftalandi að ljúka við að ganga frá garði rétt við húsið, sem hann byrjaði á fyrir tveimur árum. Þá kom hann þar upp bæði skjólvegg úr jarðvegi og tveimur heitum pottum. Nú er á dagskránni að koma þar fyrir kaffiaðstöðu og litlu gróðurhúsi.

...
Meira
Steinar við grenitré sem hann er nýbúinn að flytja. Uppi við húsið er birkitré komið á nýjan stað og rétt að byrja að laufgast.
Steinar við grenitré sem hann er nýbúinn að flytja. Uppi við húsið er birkitré komið á nýjan stað og rétt að byrja að laufgast.

Undanfarið hefur Steinar Pálmason sem rekur Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum verið að flytja tré frá Sæmundarhúsinu við Hellisbraut og gróðursetja við Álftaland. „Já, ég þarf að grisja við Sæmundarhúsið og laga og slétta og sá í neðri hlutann af lóðinni. Mér hefur fundist vanta trjágróður við Álftaland og þessi tré eru vel til þess fallin að fá þar nýtt hlutverk. Lóðin við Sæmundarhúsið var eiginlega heil gróðrarstöð og þéttskipuð trjám,“ segir hann. „Það var nauðsynlegt að grisja.“

...
Meira
Bryndís Marí með litla bróður sínum.
Bryndís Marí með litla bróður sínum.
1 af 2

Litli Reykhóladrengurinn á myndunum sem hér fylgja kom í heiminn 15. maí, en foreldrar hans eru Íris Ósk Sigþórsdóttir, ættuð m.a. frá Hafrafelli, og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit. Hann mun vera nítjánda barnabarn Margrétar H. Brynjólfsdóttur í Borg og óhætt að segja að þar fylgi mikið barnalán. Í janúar eignaðist Brynjólfur Víðir bróðir Ólafs Einis dóttur sem hlotið hefur nafnið Rakel Rós, en miðbróðirinn Baldvin Reyr, sem búsettur er á Hólmavík, eignaðist í desember dóttur sem hlotið hefur nafnið Hafrún Magnea.

...
Meira
Skriða á nýja veginum í Kjálkafirði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Skriða á nýja veginum í Kjálkafirði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Jón Þórðarson, ferðafrömuður og athafnamaður á Bíldudal og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Vestfjarða, er harðorður um ástandið á Litlanesi í Kjálkafirði vestast í Reykhólahreppi í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði í gær. Hann segir áætlanir framleiðenda og dagskrá ferðaþjóna ganga úr skorðum og vill að Vegagerðin komi með lausnir á vandanum til lengri og skemmri tíma. Þetta mál snertir vissulega ekki einungis Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp heldur einnig Reykhólasveit og ferðaþjónustu í héraðinu.

...
Meira
Spennistöðin í Trékyllisvík á Ströndum. Ljósm. Jón G. Jónsson.
Spennistöðin í Trékyllisvík á Ströndum. Ljósm. Jón G. Jónsson.

„Það kemur Vestfirðingum vissulega ekkert á óvart þó ég tilkynni það hér með að straumleysi er mest á Vestfjörðum, á öllu starfssvæði Landsnets,“ sagði Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets, raforkudreifingar ríkisins, á opnum ársfundi Orkubús Vestfjarða sem haldinn var á Ísafirði í vikunni. Í erindi sínu fjallaði Þórður um ástæður þessa, en meginástæðan er sú að raforkuvinnslan innan fjórðungsins annar ekki forgangsorkuþörfinni.

...
Meira
Morgunblaðið 25. maí 2013.
Morgunblaðið 25. maí 2013.

Morgunblaðið greinir frá því í dag, að atvinnuvegaráðuneytið hafi staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um afturköllun starfsleyfis Daníels Jónssonar bónda á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi til mjólkurframleiðslu. Stofnunin svipti hann leyfi til mjólkursölu snemma í nóvember eða fyrir liðlega hálfu ári vegna þess að hann hefði ekki bætt úr ágöllum sem stofnunin taldi vera á aðstöðu búsins til framleiðslu matvæla.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31