Erlendum fuglaskoðurum fjölgar með hverju árinu
„Sumarið lítur bara mjög vel út hjá okkur, mikið af hópum búið að bóka og mér sýnist líka að lausatraffíkin verði mjög góð, jafnvel meiri en í fyrra,“ segir Steinar Pálmason, sem rekur gistiheimilið Álftaland á Reykhólum og hefur gert um árabil. Hóparnir sem um ræðir eru fyrst og fremst útlendir fuglaskoðarar, aðallega frá Ítalíu og Spáni. Þar sem jafnan er mikið um þýska ferðamenn í slíkum erindagerðum á Íslandi er Steinar spurður hvort hann hafi gert sérstaklega út á Ítalíu og Spán.
...Meira