Tenglar

Reykhólar / Árni Geirsson.
Reykhólar / Árni Geirsson.

Arna Lára Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, vill minna á vinnustofuna sem fyrirhuguð er á Reykhólum dagana 21. og 27. maí og sagt var frá hér á vefnum í gær. Fleiri skráningar vantar. „Það væri mjög leiðinlegt að hætta við á þriðjudaginn ef það eru svo einhverjir sem hefðu hug á því að mæta en hafa gleymt að skrá sig eða láta vita af sér,“ segir hún.

...
Meira
Skriðan mikla í Kjálkafirði í síðasta mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Skriðan mikla í Kjálkafirði í síðasta mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Vestfjarðavegur nr. 60 verður lokaður í Kjálkafirði frá miðnætti aðfaranótt laugardagsins 18. maí um óákveðinn tíma vegna hættu á skriðuföllum, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Myndina sem hér fylgir tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli þegar verið var að ryðja burt skriðunni miklu sem féll fyrir tæpum mánuði á þjóðveginn um Litlaneshraun í Kjálkafirði, vestast í Reykhólahreppi.

...
Meira
Dalli við Glæðisgerð.
Dalli við Glæðisgerð.
1 af 2

Um miðjan maí í fyrra eða fyrir réttu ári kom fram hér á vefnum að salan á Glæði, gróðuráburðinum úr breiðfirsku þangi sem Guðjón Dalkvist Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum framleiðir, væri að nálgast alla söluna árið 2011. „Það sem af er í vor virðist aukningin halda áfram þó að of snemmt sé að slá neinu föstu um heildarsölu ársins,“ segir hann, „en fyrstu fjóra mánuði þessa árs er salan í litlum brúsum um 70% meiri en á sama tíma í fyrra.“

...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.

Úrslitin í Evróvisjón á laugardagskvöld hafa víða áhrif. Grettislaug á Reykhólum verður að vísu opin í fjóra tíma á laugardag að venju en tíminn færist fram. Í stað þess að hún verði opin kl. 16 til 20 verður opið kl. 14.30 til 18.30.

...
Meira

Vinnustofa um hugmyndir að vörum eða þjónustu og vöruþróun allt til markaðshæfrar vöru verður haldin á Reykhólum dagana 21. og 27. maí á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands kl. 15-18.30 hvorn dag. Þarna verður fjallað um vöruhugmyndir og hvernig má afla þeirra. Bent verður á leiðir til að vinna skipulega úr hugmyndunum og nýta þær í ný verkefni eða til að bæta núverandi rekstur.

...
Meira

Enn skal minnt á framhaldsdeildina - dreifnámið svokallaða - á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem byrjar á Hólmavík í haust. Þetta stendur ekki síður fólki í Reykhólahreppi til boða en Strandamönnum og er ekki eingöngu ætlað þeim sem eru að ljúka grunnskóla heldur fólki á öllum aldri. Gert er ráð fyrir að þarna verði hægt að stunda nám fyrstu tvö árin í framhaldsskóla en hægt er að skrá sig í einstök fög eða fullt nám eftir því sem hentar hverjum og einum.

...
Meira
Sæmundarhúsið fyrir miðri mynd. Ljósm. Árni Geirsson.
Sæmundarhúsið fyrir miðri mynd. Ljósm. Árni Geirsson.

Húsið að Hellisbraut 14 á Reykhólum, Sæmundarhúsið eins og það er kallað í daglegu tali, er til sölu. Áhugasamir hafi samband við Steinar Pálmason í síma 843 9443. Húsið með bratta risinu neðan götunnar fyrir miðri mynd er Sæmundarhúsið.

...
Meira

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar gengst fyrir hátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn dagana 6. og 7. júlí. Dagskráin hefst með því að þátttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum föstudaginn 5. júlí. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á sameiginlegu grilli þá um kvöldið og yrði þá farið yfir leiðarlýsingu ferðarinnar og fróðleik um það sem fyrir augu mun bera.

...
Meira
Ólafur og Maríus, Jón Stefánsson og Eyvindur, Þorsteinn og Jón Jónsson.
Ólafur og Maríus, Jón Stefánsson og Eyvindur, Þorsteinn og Jón Jónsson.
1 af 12

Annað árið í röð sigraði Reykhólamaður á héraðsmótinu í brids, sem haldið er í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum 1. maí ár hvert og keppt í tvímenningi. Að þessu sinni urðu í fyrsta sæti þeir Eyvindur Magnússon á Reykhólum og Jón Stefánsson á Broddanesi. Í fyrra urðu efstir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum og Björn Pálsson í Þorpum við Steingrímsfjörð.

...
Meira
Bláa línan sem er meira áberandi er skipulagslínan. Nýja línan er sú mjóa bláa meðfram ströndinni, ýmist í sjó eða gegnum nes. Nánar í meginmáli.
Bláa línan sem er meira áberandi er skipulagslínan. Nýja línan er sú mjóa bláa meðfram ströndinni, ýmist í sjó eða gegnum nes. Nánar í meginmáli.

Kristján Kristjánsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, hefur sent Kristni Bergsveinssyni á Reykhólum (Kristni frá Gufudal) kort þar sem inn er færð hugsanleg veglína yfir Þorskafjörð skammt frá Kinnarstöðum og síðan út með firðinum að norðanverðu. Sú veglína er frábrugðin fyrri hugmyndum um veg út með firðinum að því leyti, að í þessu tilviki færi vegurinn ekki um Teigsskóg heldur lægi hann alla leið fyrir neðan sjávarbakkana. Kristján vísar jafnframt til erindis Kristins til Vegagerðarinnar þar sem hann hafði rissað sína hugmynd að veglínu með sjónum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31